Morgunblaðið - 15.04.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.04.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020 Eitt af því sem kórónuveiru-faraldurinn hefur leitt í ljós er getuleysi Evrópusambandsins til að takast á við hættur sem steðja að ríkjum Evrópu eða vandamál sem upp koma í sömu ríkjum. Eitt af því sem brást illilega var Sótt- varnastofnun ESB (ECDC). Undir lok janúar fullyrti stofnunin að þó að margt væri óljóst um kór- ónuveiruna byggju ríki Evrópu yf- ir nægjanlegri getu til að koma í veg fyrir faraldur.    Hjá stofnuninni starfa 280manns og hún fær jafnvirði um 9 milljarða króna á ári til starf- semi sinnar, en það dugði ekki til að hún væri með á nótunum. Frá þessu segir í EUobserver og þar er rakin ófögur saga þessarar stofn- unar í krísunni sem nú gengur yfir ríki Evrópusambandsins.    En kórónuveirufaraldurinn hef-ur líka leitt í ljós að þegar á reynir standa ríki Evrópusam- bandsins ekki saman. Þvert á móti líta ríkin enn svo á að þau hafi fyrst og fremst skyldum að gegna við eigin íbúa en ekki við þá sem búa í öðrum ríkjum sambandsins. Þetta þarf vitaskuld ekkert að koma á óvart en er þvert á það sem heyra má í hátíðarræðum og afar ólíkt þeirri mynd sem embætt- ismennirnir í Brussel hamast við að draga upp af sambandinu.    Getuleysi Evrópusambandsins íkórónuveirufaraldrinum hlýt- ur að vekja verulegar efasemdir um þá stefnu sem forysta sam- bandsins hefur rekið árum saman um æ meiri samruna. Faraldurinn nú er aðeins enn eitt dæmið um hve mjög sú stefna hefur mis- heppnast. Veiran dregur fram veikleika ESB STAKSTEINAR Scangrip vinnuljósin eiga heima í Fossberg Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ferðatíðni Air Iceland Connect er nú aðeins brot af því sem áður var vegna kórónuveirufaraldursins. Ein af Bombardier-flugvélum félagsins fékk þó verkefni síðastliðinn mánudag þegar henni var flogið síðdegis frá Reykjavík til Parísar. Að sögn Árna Gunnarssonar, fráfarandi fram- kvæmdastjóra flugfélagsins, var um að ræða eitt tilfallandi leiguflugsverk- efni fyrir íslenskan aðila sem þurfti að koma fólki þangað. Spurður hvort fleiri slík verkefni séu á borðinu nú þegar takmarkaðar flugsamgöngur eru til og frá landinu í áætlunarflugi segir Árni að í einhverj- um tilfellum hafi menn leitað eftir leiguflugi. ,,Við höfum verið tilbúin í slík verkefni ef þörf er á þeim og er- um opin fyrir frekari slíkum verkefn- um. Það liggur ekkert fyrir um að við séum að fara í miklum mæli að stunda slíkt flug en það getur alveg komið fyrir á meðan þessar aðstæður eru uppi.“ Eins og fram hefur komið hefur ferðatíðni félagsins aðeins verið 10- 15% af áður uppsettri áætlun. Far- þegaflug til Grænlands liggur niðri og eingöngu um fraktflug að ræða þang- að. Félagið flýgur að jafnaði einu sinni til tvisvar á dag til Akureyrar og þrisvar til fjórum sinnum í viku til Ísafjarðar og Egilsstaða. omfr@mbl.is Air Iceland-vél í leiguflug til Parísar  AIC tilbúið að taka að sér verkefni á tímum takmarkana á áætlunarflugi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dash 8 Vélinni var flogið til Parísar. Jón H. Bergs, fv. for- maður Vinnuveitenda- sambands Íslands og forstjóri SS, lést á Dvalarheimilinu Eir 13. apríl síðastliðinn, á 93. aldursári. Hann fæddist í Reykjavík 14. septem- ber 1927, yngstur fjög- urra barna þeirra hjóna Helga Bergs, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, og Elínar Bergs Jónsdóttur hús- freyju. Jón gekk í skóla í Æfingadeild Kennaraskólans, var í Austurbæjarskólanum og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947, lauk embættis- prófi í lögfræði frá HÍ 1952 og stundaði framhaldsnám, einkum í verslunarrétti, við Columbia Uni- versity School of Law í New York 1953-54 með styrk frá The Rotary Foundation. Hann öðlaðist hdl. réttindi árið 1956. Jón var fulltrúi hjá Sláturfélagi Suðurlands í Reykjavík á árunum 1951-56 og forstjóri fyrirtækisins frá 1957-89. Hann sat í fram- kvæmdanefnd Vinnuveitenda- sambands Íslands 1961-78, var for- maður þess 1971-78, sat í framkvæmdaráði Stjórnunarfélags- ins, var aðalræðismaður Kanada um árabil, sat í stjórn- um Eimskipafélagsins og Íslensks markaðar hf. og var varafor- maður Lands- sambands sláturleyfis- hafa. Auk þess sat hann í stjórnum ým- issa félaga og fyrir- tækja, starfaði í Rótarýklúbbi Reykja- víkur og Frímúrara- reglunni um árabil. Jón var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu ár- ið 1973. Var einnig sæmdur ýmsum viðurkenningum frá Kanada og var heiðursfélagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Jón æfði og keppti í knattspyrnu í yngri flokkum Vals á sínum æsku- árum. Seinna stundaði hann skíða- íþróttina af kappi, einnig golfið og fór oft í laxveiði með félögum sín- um. Þá hafði hann gaman af því að spila bridds í góðra vina hópi. Eiginkona Jóns var Gyða Bergs, hún lést í nóvember 2017. Dóttir þeirra, Laura Bergs, kennari og verkefnastjóri í Reykjavík, lést árið 2010 en eftirlifandi eru bræðurnir Magnús Helgi Bergs verkfræð- ingur, búsettur í Danmörku, og Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin orðin sjö talsins. Andlát Jón H. Bergs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.