Morgunblaðið - 15.04.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 15.04.2020, Síða 10
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eldsumbrot við og í Eyjafjallajökli vorið 2010 stóðu linnulítið í rúma tvo mánuði og vöktu heimsathygli. Að kvöldi laugardagsins 20. mars hófst hraungos á norðanverðum Fimmvörðuhálsi og þar lifðu jarð- eldar milli jökla til 13. apríl. Dag- inn eftir, þann 14. apríl, hófst síð- an í toppgíg Eyjafjallajökuls gos sem stóð linnulaust til 22. maí. Bú- sifjar af völdum gossins urðu tals- verðar, en mestu tjóni olli sú rösk- un sem varð á flugumferð vegna manna nú hafi í ríkum mæli beinst að því að skilja betur tengsl Eyja- fjallajökuls og Kötlu og hvernig virkni í þessum eldstöðvum kunni að tengjast „Umbrotin 2010 færðu okkur mikinn lærdóm um öskudreifingu í háloftunum og áhrif hennar á flug- samgöngur og nútímasamfélag. Mælingum og líkangerð af gos- efnadreifingu í háloftum hefur fleygt fram eftir 2010, sem og þekkingu á áhrifum gosösku á flugvélahreyfla. Við náðum einnig einstæðum mælingum á umbrot- unum neðanjarðar og settum fram túlkanir á þeim sem enn er horft til á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Freysteinn Sigmundsson. Túristagos og svo hamfarir Í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi mynduðust tveir gígar, sem seinna voru nefndir Magni og Móði. Frá Áratugur frá eldgosi Freysteinn Sigmundsson hættu á að fíngerð aska bærist í hreyfla þotna. Á tímabili var allt flug til og frá landinu í gegnum Akureyri og Glasgow var tengi- punkturinn í ferðum Icelandair yfir Atlantshafið. Dögum saman lá flug í Evrópu niðri og gætti áhrifa gossins því um allan heim. Kvikan náði til yfirborðs „Eldgosin tvö voru nátengd og bæði urðu í tengslum við streymi bergkviku inn í undirlög Eyja- fjallajökuls,“ segir Freysteinn Sig- mundsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið. Hann lýsir málum svo að í árs- byrjun 2010 hafi byrjað streymi kviku inn í nýtt kvikuinnskot og svo fór að kvikan braust úr því, náði upp til yfirborðs og hraungos varð á Fimmvörðuhálsi. Sprengi- gosið varð síðan vegna þess að kvika úr þessu kvikuinnskoti fann sér leið og hitti fyrir kviku af ann- arri efnasamsetningu sem var fyr- ir undir toppgígnum. Eftir um- brotin var landris í Eyjafjallajökli í nokkur ár, líklega tengt kviku- innstreymi og því að eldstöðin var að jafna sig eftir umbrotin. Síð- ustu árin hefur, að sögn Frey- steins, svo verið rólegt yfir svæð- inu, litlar jarðskorpuhreyfingar og lítil jarðskjálftavirkni. Vel sé fylgst með svæðinu, en almennt séð þá sé Eyjafjallajökull ekki mjög virkt eldfjall. Sjónir vísinda-  Jökull rumskaði  Kvika í undir- lögum Mikill lærdómur  Ferðaþjón- usta náði flugi  Magni og Móði 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma „Tilveran var ótrúlega fljót að komast í samt lag þegar eldgosið var gengið yfir. Samstaða var meðal íbúa, enda kröfðust að- stæður þess,“ segir Sigurður Grétar Ottós- son, bóndi á Ásólfsskála undir Vestur- Eyjafjöllum. „Hér var svart yfir öllu fyrst eftir gosið, en hreinsunarstarf gekk vel og á mánuðum sem fóru í hönd skolaði öskunni út í rign- ingu og annað fauk á brott. Suma dagana í eldgosinu var öskufallið svo svart að maður sá rétt fram fyrir tærnar á sér. Almennt má þó segja að sveitin hafi sloppið ótrúlega vel, því suð- vestlægar áttir voru ríkjandi og askan barst því oft norður á bóginn og inn á Öræfi. Búskapurinn hér varð sömuleiðis fyrir óverulegum skakka- föllum vegna hamfaranna, en svæðið komst á kortið og ferðaþjónustan blómstraði.“ Aðstæður kröfðust samstöðu LÍF UNDIR EYJAFJÖLLUM KOMST FLJÓTT Í LAG EFTIR GOS Sigurður Grétar Ottóson Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjónarspil Úr skalla ískalds Eyjafjallajökuls stóð margra kílómetra hár gosmökkur sem bar með sér sprengingar og eldglæringar sem lýstu upp næturhimininn. Inga Hlín Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.