Morgunblaðið - 15.04.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ LeiðtogarESB hafaað und- anförnu tekist á og svo reynt að fjar- stýra fjár- málaráðherrum sínum til sinnar niðurstöðu. Þá er eins og endranær átt við þessa þrjá til fjóra sem hafa vægi á þeim bæ. Sagt hafði verið að sambandið mætti ekki við því að bregðast núna eftir að hafa horfið og hvergi stuðlað að heilsteyptum vörnum gagnvart veirunni vondu. Einstök lönd urðu að bregðast við ógninni og spila aðgerðir af fingrum fram al- gjörlega óháð því hvað ná- grannalöndin væru að hafast að. Nú væri svo komin sú efna- hagslega kollsteypa sem hlaut að fylgja, bættist við stöðu heilbrigðislega laskaðra þjóða, sem höfðu engst síðustu tvo mánuði, misgetulausar, undir sífelldum árásum og áföllum og væru enn fjarri að ná landi. Og loksins, eftir japl, jaml og fuður var slegið saman í hjálparsjóð til að stoppa upp í fjárhagsleg göt þeirra sam- bandsríkja sem verst væru sett. Fjármálaráðherrar ESB afgreiddu pakkann sinn loks- ins og önduðu léttar. Fæðing- arhríðirnar voru einstaklega erfiðar. Leit á tímabili út fyrir að ríkisstjórn Hollands myndi liðast í sundur vegna af- greiðslu hans, svo dæmi sé nefnt. Ýmis ríki sunnan megin í álfunni hafa gengið í gegnum óhugnanleg svipugöng kór- ónuveirunnar. Fjárhagur sumra þeirra var ekki burðug- ur fyrir og máttu þær því illa við því að skella öllum hurðum efnahagslífs síns í lás. En hin fyrirvaralausa veiruárás gaf þeim engin skárri færi. Björgunarpakkinn virtist svo sem bólginn við fyrstu sýn. Fjármálaráðherrarnir reyndu að kynna afurð sína með fjaðraþyt og söng og létu töl- una „540 milljarðar evra“ tróna efst og sem sýnilegasta. Kynningin á sjóðnum var svo ólánleg að birtast í sömu andrá og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti það mat sitt að þjóðir heims yrðu flestar að leita langt aftur í nútímasögu sína til að finna aðra eins mynd af efnahagslegri hningnun og kórónuveiran væri að skammta þeim núna. Voru helstu og verstu kreppur sem þjóðirnar hafa gengið í gegn- um nefndar til sögu án þess að nokkrir fyrirvarar væru gerð- ir! Flest ríki sem teljast búa við meðalstyrk efnahags eða betur þurftu að horfa framan í nið- urdrepandi spár sjóðsins fyrir sinn hatt og síns nágrennis. Evrusvæðið var þar í mesta frosti spárinnar með hagvaxtarsam- drátt upp á 9%! Það var því ekki að undra þótt vart heyrðist fagn- aðarstuna, hvað þá fagn- aðarlæti, þegar blásið var til kynningar á „björgunar- pakkanum“. Björgunarpakk- inn var því líkastur leikriti sem féll á frumsýningunni og vakti hvorki gleði né væntingar eftir það. Það má þó segja að jafn- ræðis hafi gætt í viðtökunum. Pakkinn var rakkaður niður af öllum, hvort sem það voru for- ystumenn eða „óhlutdrægir“ fræðimenn sem lýstu áliti sínu. Ítalía sem stendur hvað verst að vígi veirulega og fjárhags- lega séð talaði skýrt. For- sætisráðherra landsins hafnaði algjörlega þeirri leið sem menn þættust vera að fara með þessum pakka. Hann gerði hvoru tveggja í senn að rakka pakkann niður og rekja þræði hans upp svo að fátt stóð eftir. Aðrir, nær og fjær, fylgdu á eftir. Þegar að pakkinn var kynntur var látið eins og þar væru stórkostlegir haugar af „nýjum peningum“ sem settir yrðu sem deyfandi krem á svöðusárin. En foxillir for- ráðamenn þeirra þjóða sem verst eru staddar sögðu það blekkingar einar. Framlög sem að ESB hafði þegar ákveðið að ganga skyldu til starfsemi innan einstakra landa væru í þessum tillögum soguð til baka og felld svo inn í hjálparsjóðinn og þannig not- uð tvisvar! Og augljóst væri að skuldsetning þeirra þjóða ESB sem verst stæðu mundu í fram- haldinu bólgna út yfir öll ber- anleg mörk. Og það sem sé þó verst, segja gagnrýnendurnir, að um leið séu þær þjóðir, sem neyð- ast til að þiggja þetta lánsfé, leiddar í gildrur af grískum toga. Sjálfsstjórn þeirra verði felld undir „trium virat“ eins og það sem helst var notað til að niðurlægja Grikki í heilan áratug og enn eimir af. Fréttaskýrendur benda á að engum forsætisráðherra sé ætlandi að samþykkja þessar „neyðartillögur“ í því hitasótt- arástandi sem nú ríkir á Ítalíu. Hvorki hann né ríkisstjórnin lifði slíkt af. Þing og þjóð myndu á örskotsstund samein- ast um að skjóta slík áform í bólakaf. Þótt fjármálaráðherrar ESB hafi tilkynnt hjálparsjóðinn sinn bæði sem stórvirki og fagnaðarundur sáust engin merki um það á neinum þekkt- um mælistikum efnahags- og fjármálalífs að nokkur einasti maður hrifist með. Ákvarðanir og kynn- ing á hjálparsjóði ESB vegna kór- ónuveiru reyndist ömurlegt klúður} Öfug hjálp í viðlögum M argir kannast við sporvagna- vandamálið þar sem þú ert vagnstjóri sem hefur þá tvo möguleika að beygja á sporin til hægri þar sem hópur fólks stendur á teinunum eða til vinstri þar sem einn stendur á teinunum. Svo er spurt, hvað myndir þú gera? Afbrigðin af þessu vandamáli eru fjölmörg, þar sem sú eina sem stendur á teinunum til vinstri er barn, ólétt kona eða Trump. Þar sem hópurinn hægra megin er einsleitur á einhvern hátt eða á annan hátt spilað með samanburð þessara tveggja hópa og miðað við það, hvað myndir þú gera. Vandamálið er dálítið öfgafullt. Í raunveru- leikanum er oft sama fólkið á teinunum bæði hægra og vinstra megin og áhrifin af því að senda sporvagninn í áttina að því eru mismikil eftir því hvoru megin það er. Í samhengi þess faraldurs sem við glímum nú við getum við verið með einhvern sem er með einhvers konar öndunarfæravandamál og með erfiða efnahagslega stöðu. Ef vægari samkomubannsaðgerðir eru valdar er áhætta þess aðila mikil vegna öndunar- færavandamálsins en ef það er farið í miklar lokanir kem- ur það niður á efnahagslegri stöðu sama einstaklings. Til þess að gera sporvagnavandamálið enn raunveru- legra er oft hægt að búa til nýja teina í staðinn fyrir að velja bara þær leiðir sem eru settar fyrir framan okkur. Það er samt ekki tilgangur vandamálsins. Því er ætlað að sýna okkur erfitt val í einfaldri mynd. Oftast eru vanda- málin ekki erfið og það er frekar augljóst hvora leiðina á að fara. Faraldurinn sem við erum nú að glíma við er ágætt dæmi um þetta vandamál. Ég tel að valið hafi hins vegar verið auðvelt þrátt fyrir að valmöguleikarnir hafi allir verið slæmir. En þótt valið sé auðvelt er ferðin ekkert endilega auðveld. Í gær var tilkynnt að við ættum von á þremur vikum í viðbót af samkomubanni með skertu skólastarfi. Eftir það áframhaldandi takmarkanir og tveggja metra fjarlægð inn í sumarið. Samkomubann er kannski auðvelt val til þess að glíma við útbreiðslu veirunnar en það er langt frá því að vera auðvelt að við- halda slíku banni. Ég var til dæmis í jarðarför um daginn (skipt í hópa, innan við 20 manns og vel passað upp á tveggja metra regluna). Það var gríðarlega erfitt og enginn hefur hug- mynd um hvenær hægt verður að halda minningarathöfn. Þær mótvægisaðgerðir sem eru í notkun eru erfiðar og verða erfiðari eftir því sem á líður. Þess vegna er gríðar- lega mikilvægt að fólk fari eftir þeim. Haldi þolinmæðinni og hafi skilning á aðstæðum annarra. Annars er hætta á því þar sem fleiri en einn eru á teinunum til vinstri að leiðin endi ekki þar heldur haldi áfram og áfram með sí- fellt fleira fólki sem verður fyrir áfalli. Sama hvað við ger- um, þá töpum við. Reynum að tapa eins litlu og við get- um. Björn Leví Gunnarsson Pistill Sporvagnavandamálið og faraldurinn Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Einbreiðum brúm á Suður- ogSuðausturlandi fækkar umþrjár í ár og væntanlegaum þrjár til viðbótar á næsta ári og verða eftir það 30 talsins. Hægar hefur gengið að fækka ein- breiðum brúm en ráð var fyrir gert, ekki síst vegna þess að Vegagerðin hef- ur ekki fengið nógu hagstæð tilboð í smíði mannvirkjanna. Nú eru 36 einbreiðar brýr á hring- veginum og fjöldamargar aðrar á fjöl- förnum þjóðvegum. Mikil umferð er um hringveginn frá höfuðborgarsvæðinu og um Suður- og Suðausturland og hafa orðið mörg alvarleg slys á brúnum sem margar hverjar eru orðnar gamlar og erfitt að halda þeim við. Einbreiðu brýrnar eru 4 metra breiðar eða jafnvel heldur mjórri en það. Til að vara við hættunni, ekki síst erlenda ferðamenn sem margir eru óvanir slíkum hindrunum, setti Vega- gerðin hámarkshraðann á umferð- armiklum einbreiðum brúm niður í 50 kílómetra á klukkustund. Ístak byggir fjórar brýr Tókst að fækka einbreiðum brúm um sjö á síðasta ári en einhver verk frestuðust til þessa árs, eins og til dæm- is Brunná sem er austan við Kirkjubæj- arklaustur. Vegagerðin fékk engin eða óviðunandi tilboð í brýr á Suðurlandi sem boðnar voru út síðasta sumar. Eftir endurtekin útboð samdi Vegagerðin við Ístak um að byggja brýr á Steinavötn og Fellsá í Suð- ursveit. Átti fyrirtækið lægsta tilboð, 770 milljónir kr., sem var lítilsháttar yf- ir áætluðum verktakakostnaði. Brúin yfir Steinavötn á að vera rúmlega 100 metra löng og koma í stað bráða- birgðabrúar sem gerð var þegar gamla brúin skemmdist í flóðum. Hún á að vera tilbúin í haust en framkvæmdum við Fellsá lýkur ekki fyrr en á næsta ári. Sú brú verður 46 metra löng og er gamla brúin frá árinu 1968. Vegagerðin hafnaði einnig öllum tilboðum sem bárust í smíði brúa á Kvíá í Öræfum og Brunná í Fljóts- hverfi við endurtekin útboð á síðasta ári. Eftir viðræður við verktaka sem áttu hagstæðustu tilboð náðust samn- ingar við Ístak. Báðar brýrnar eru frá því um 1970. Verksamningur hljóðar upp á 590 milljónir kr. og eiga brýrnar að vera tilbúnar fyrir 1. nóvember í haust. Brúarflokkur Vegagerðarinnar byrjar í þessari viku að byggja bráða- birgðabrú, við hlið gömlu brúarinnar á Brunná, sem notuð verður á meðan á framkvæmdum stendur. Ístak hefur því tekið að sér smíði fjögurra brúa á Suðurlandi fyrir alls um 1.360 milljónir kr. Tvö stór verk undirbúin Vegagerðin hefur stefnt að því að bjóða í ár út smíði brúnna á Jökulsá á Sólheimasandi og á Hverfisfljót Skaft- árhreppi. Brúin á Jökulsá verður nærri 160 m löng. Hún er umferð- armesta einbreiða brú landsins enda á leiðinni á milli höfuðborgarsvæðisins og vinsælla ferðamannastaða í Mýrdal og á Suðurlandi Báðar eru brýrnar frá því fyrir 1970. Brúin yfir Hverfisfljót verður um 60 m löng. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær útboðin verða aug- lýst. Fækkar um sex ein- breiðar brýr á 2 árum Ljósmynd/Þórhallur Helgason Brunná Lagður vegur að ánni þar sem bráðabirgðabrú verður sett upp. Kortagrunnur: OpenStreetMap Verklok 2020 Lengd Byggð Verktaki Steinavötn, Suðursveit 104 m 2017* Ístak Kvíá, Öræfasveit 38 m 1974 Ístak Brunná, Fljótshverfi 24 m 1970 Ístak Áætluð verklok 2021 Lengd Byggð Verktaki Fellsá, Suðursveit 46 m 1968 Ístak Jökulsá, Sólheimasandi 159 m 1967 Hverfi sfl jót, Fljótshverfi 60 m 1968 *Bráðabirgðabrú Einbreiðum brúm fækkar Fellsá Suðursveit Kvíá Öræfasveit Brunná Fljótshverfi Jökulsá Sólheimasandi Steinavötn, Suðursveit Vík í Mýrdal Kirkjubæjarklaustur Hverfi sfl jót Fljótshverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.