Morgunblaðið - 15.04.2020, Page 16

Morgunblaðið - 15.04.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: F lest kvöld í rúma tvo áratugi hef ég átt samtal við barn fyrir svefninn um daginn sem er að kveðja, eitt barn hefur tekið við af öðru, stund- um tvö í einu. Hvað var skemmtilegt og hvað var leið- inlegt? Hvað var gott og hvað var vont? Best og verst, köllum við þetta samtal stundum. Þarna fáum við tækifæri til að eiga trúnaðar- stund, mamman og barnið. Þarna fæ ég að vita ýmislegt sem stutta svarið við spurningunni: Hvernig var í skól- anum? segir fátt um. Þarna get ég miðlað veruleika foreldra- lífsins í mildum bún- ingi eftir aldri barns- ins, að sumt sé líka mömmum erfitt. Og þarna gefst okkur kostur á að finna sátt í nærveru Guðs, biðj- ast fyrirgefningar og veita hana, ef eitt- hvað einhver skuld er útistandandi eftir samskipti dagsins. Við látum ekki sólina setjast yfir reiði okk- ar. Við veljum að skulda ekki nein- um neitt nema það eitt að elska hvert annað. Gleðiefnin eru líka mikilvæg í kvöldhjalinu. Stundum er erfiðara að setja nákvæm orð á þau heldur en það sem fór úrskeiðis. „Það var bara allt svo gaman!“ Engin ástæða er til að rengja það og auðvitað þakkarefni að slíkir dagar séu til. En við æfum okkur í að finna orð yfir það sem gladdi okkur, var skemmtilegt, gekk vel. Litlu hlut- irnir skipta líka máli og þetta sem alltaf gerist, til dæmis að við burst- um í okkur tennurnar (hvernig er það gleðiefni?) og getum farið út að leika okkur. Hláturstundin þegar við köstuðum græna boltanum á milli okkar og hundurinn tók þátt í æsingnum með gelti og látum getur verið hápunktur dagsins. Eftir spjallið, sem oftast tekur bara örfáar mínútur, felum við hvort tveggja kærleika Guðs, það sem var best og það sem var verst. Þau sem voru okkur sérlega góð þann dag- inn, nú eða sérlega snúin, nefnum við með öllum hinum sem liggja á okkar bænahjarta og endum með söng eða gömlu góðu kvöldbæn- unum. Faðir vor og signingin eru líka á sínum stað. Þannig getum við lagt daginn að baki eftir að hafa gert hann upp og sofnað með sátt í hjarta. „Bless dagur, velkomin nótt og nýr morgun.“ Í lífinu skiptast á dagur og nótt, skin og skúrir. Að gráta hefur sinn tíma og að hlæja hefur sinn tíma, að harma hefur sinn tíma og að dansa hefur sinn tíma, segir Prédikarinn. Okkur gengur misvel að koma auga á það sem er gott og leyfa því að lita líf okkar. Kannski hlæjum við of lít- ið, dönsum of lítið? Einu sinni setti ég mér það markmið að syngja, dansa og hlæja með börnunum mín- um á hverjum einasta degi. Mikið væri nú gaman að dusta þétt ryklag- ið af því markmiði núna! Stundum erum við duglegri við að nefna það sem er miður gott. Okkur hættir til að mikla hlutina fyrir okk- ur, velta okkur upp úr því sem fór úrskeiðis, nú eða því sem hugsan- lega gæti farið úrskeiðis. Við gleym- um að við lifum bara þetta augna- blik. Það sem er liðið, það er liðið. Hvernig sem við reyn- um getum við ekki tekið forskot á fram- tíðina. Við þurfum að gefa okkur tóm til að tengjast því sem er núna. Og það getur auðvitað verið alls konar. Það sem er gleðilegt og það sem vekur depurð á sér stað, er hvort tveggja hluti af lífinu. Hvort tveggja er leyfilegt og líklega nauðsynlegt að kannast við. En við getum sjálf ráðið nokkru um hvað það er sem hefur mest áhrif á hugarfar okkar og framgöngu. Miklum við það sem er gleðilegt og gott eða miklum við það sem miður fer? Getum við brosað í gegn um tárin? Svo er lífið oft bara svona mitt á milli, hvorki né. Kannski er það oftast þannig, ekki síst þegar við þvæl- umst í gegnum dagana meðvitund- arlítil, án þess að taka eftir líðan okkar og annarra, án þess að vera vakandi fyrir því sem hvert augna- blik færir okkur. Kristin trú vill rífa okkur upp úr þessum doða, benda okkur á uppsprettu lífsins, hjálpa okkur að tengjast Guði sem er lífið, Guði sem gefur okkur mennskuna í Jesú Kristi, Guði sem í nærveru sinni veitir hjarta okkar meiri gleði en nokkuð annað. Til þess höfum við meðal annars mismunandi takt í trúarlífinu. Fast- an sem nú er liðin er tími kyrrlátrar íhugunar þar sem við fetum okkur nær því sem býr innra með okkur, finnum kannski til undan því á köfl- um en það er allt í lagi því nærvera Guðs er með okkur í dýpinu. Og nú eru gleðidagar trúarlífsins, allt frá páskadegi til hvítasunnu, gleðidagar vegna þess að lífið hefur sigrað, lífið sigrar og lífið mun sigra. Lífið sigrar dauðann innra með okkur, lífið sem feykir burt doða og drunga, lífið sem gerir okkur kleift að fagna og gleðj- ast jafnvel í þrengingum. Kæru samborgarar. Látum ekki áhyggjur og kvíða yfirbuga okkur þó farsótt herji á. Leyfum gleðinni að blómstra í hjartanu, leitum uppi gleðiefnin, gerum gleðina mikla. Gef sál þína eigi sorg á vald, angra ekki sjálfan þig á áhyggjum. Gleði í hjarta er mönnum lífgjafi, gleði manns fjölgar lífdögum, segir í Sí- raksbók. Nærvera Guðs gefi okkur þessa gleði í hjarta, gleði í smáu sem stóru, nærveran sem eykur stórum fögnuðinn. Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gert, fögnum og ver- um glöð á honum. Kirkjan til fólksins Gleðidagar Hugvekja María Guðrúnar. Ágústsdóttir Höfundur er prestur í Fossvogsprestakalli. maria@kirkja.is Við getum sjálf ráðið nokkru um hvað það er sem hefur mest áhrif á líf okkar. Mikl- um við það sem er gleðilegt eða miklum við það sem miður fer? María Guðrúnar. Ágústsdóttir Fossvogskirkja Páskahátíð og sum- arkoma í miðjum lífs- hættulegum heimsfar- aldri sem sér ekki fyrir enda á með af- leiðingum sem varla nokkur maður hefði getað ímyndað sér að yrði bláköld stað- reynd, ekki einu sinni í kvikmynd eða skáld- sögu. Þetta er samt staðreynd. Banka- hrunið hafði geigvænlegar afleið- ingar fyrir íslenskan vinnumarkað en áhrif kórónuveirunnar eru önn- ur, umfangsmeiri og mun alvar- legri. Á þeim fagfélagsvettvangi sem ég starfa á sætir fastráðið starfsfólk mikilli skerðingu starfshlutfalls með tilheyrandi tekjutapi, ef því hefur þá ekki verið sagt upp störfum í þrengingum fyrirtækja sinna. Verst er ástandið samt meðal sjálfstætt starfandi félagsmanna okkar. Þar sviðnar jörðin alveg niður í rót í mörgum tilvikum. Fátt eða ekkert er um verkefni. Algjör óvissa ríkir um hvað gerist næstu mánuði og misseri. Staðan er slæm og horfur ískyggilegar. Svo vill til að ákveðið er að sam- eina síðar á árinu Félag tæknifólks í rafiðnaði, kjaradeild Félag kvik- myndagerðarmanna og Félag sýn- ingarstjóra í kvikmyndahúsum. Oft er þörf en nú er nauðsyn að snúa bökum saman. Innan vébanda sam- einaðs fagfélags verða margir þeirra hópa sem hvað verst fara út úr hamförunum sem geisa í sam- félaginu. Við erum til að mynda að tala um kvikmyndagerðarfólk, tæknifólk í leikhúsum, á tónleikum, við útsendingar frá kappleikjum og íþróttamótum og á hvers kyns sam- komum, fólk sem fæst við forritun, kerfisstjórn, vefumsjón og marga fleiri. Stundum göntumst við með að okkar fólk sé hinir ósýnilegu, menn- irnir á bak við tjöldin, en samt ómissandi starfs- kraftar sem stuðla að því að gera árshátíð- ina, útsendinguna frá fótboltaleiknum, kvik- myndina, sjónvarps- þáttinn, ráðstefnuna, leiksýninguna og margmiðlunarefnið að því sem það er. Störf framan við myndavélar eru sýnileg en störf aftan við þær ósýnileg, eðli máls samkvæmt. Hvoru tveggja nauð- synlegur hluti af heild. Félagið okkar er í evrópskum og alþjóðlegum samtökum fagfólks tengdum kvikmyndagerð, fram- leiðslu sjónvarpsefnis, sviðslistum og margvíslegri margmiðlun. Í sam- eiginlegri yfirlýsingu þessara sam- taka og samtaka framleiðenda og stofnana er kallað eftir því að stjórnvöld á hverjum stað grípi skjótt til beinna og áhrifaríkra að- gerða til stuðnings félögum, launa- mönnum, lausráðnum og einyrkjum í geirum sjónvarps- og kvikmynda- framleiðslu til að reyna að afstýra menningarlegum skaða sem við blasir þegar kvikmyndagerð og framleiðsla sjónvarpsefnis hefur stöðvast og liggur niðri um víða veröld. Bent er á ýmsar leiðir sem stjórnvöld geti farið. Beint liggi við að tryggja auknar atvinnuleys- isbætur en ríkisaðstoð við faggrein- arnar hljóti að koma til álita og sömuleiðis opinberir styrkir til til- tekinna verkefna, lækkun skatta og gjalda á fyrirtæki og einstaklinga. Skammtímaaðgerðir séu vissulega skref í rétta átt en horfa verði lengra fram á veginn. Auðvitað erum við í þessu öll og tökumst sameiginlega á við samko- mubann, kjaraskerðingu, atvinnu- leysi og félagslega erfiðleika sem tilheyra dæmalausu ástandi. Margir í samfélaginu halda sem betur fer starfi sínu og tekjum. Aðrir eru illa settir og ég er í forsvari fyrir nokkra slíka hópa. Augljóst er að rafrænar leiðir verða fetaðar í hraðvaxandi mæli í námi og miðlun til fróðleiks og af- þreyingar. Það skyldi nú ekki vera að einmitt í veirufaraldri með tug- þúsundir heimavinnandi á vegum fyrirtækja sinna eða á eigin vegum opnist augu ráðamanna og annarra fyrir ýmsum möguleikum á þessu sviði! Rökrétt væri að grípa nú tæki- færið og verja verulegum fjár- munum í að byggja upp fjarkennsl- unet, skapa gagnvirkt námsefni og miðlunarkerfi til að treysta nauð- synlegar stoðir innviða upplýsinga- samfélags á tímum fjórðu iðnbylt- ingarinnar. Það hlýtur að vera vænlegra að virkja frekar krafta fagfólks en benda því bara á að skrá sig atvinnulaust! Þá er ég með í huga alla þá sem hafa þekkingu og reynslu af því að vinna með mynd, ljós, hljóð, grafík, hreyfimyndir og fleira slíkt en skortir vinnu og verk- efni. Nú er um að gera að finna hug- myndum farveg og tryggja fjár- hagslegan stuðning til að hrinda þeim í framkvæmd. Stefna saman fólki í hópa til að vinna að rafrænu, gagnvirku námsefni. Stofna hópa til að veita ráð, aðstoð og þjálfun í skólakerfinu til að bæta til dæmis fjarnám og færa þar út kvíar tækni- lega. Með þessu móti myndu stjórn- völd stuðla að því að snúa vörn í sókn, skapa vonir og auka bjartsýni í samfélaginu. Kreppa skapar tæki- færi, okkar er að grípa þau. Kreppan skapar tækifæri, grípum þau Eftir Jakob Tryggvason » Verst er ástandið meðal sjálfstætt starfandi félagsmanna okkar. Þar sviðnar jörð- in alveg niður í rót í mörgum tilvikum. Jakob Tryggvason Höfundur er formaður Félags tæknifólks í rafiðnaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.