Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020
Elsku amma
mín.
Fyrir nokkrum
árum baðst þú mig
að skrifa þér bréf. Þér fannst
heimsóknir mínar of stuttar og
of sjaldan og baðst mig því
innilega að skrifa þér bara bréf
„það yrði svona okkar“. Ég
byrjaði nokkrum sinnum, því
miður náði það aldrei lengra en
það.
Mér finnst það mjög leið-
inlegt núna því mig langaði allt-
af til þess.
Er það ástæðan fyrir því að
ég skrifa þér hér. Ég veit þér
þótti fátt skemmtilegra en að fá
skemmtileg bréf og þú talaðir
reglulega um að þú saknaðir
þess.
Það var einstakt samband á
milli okkar. Þú kallaðir mig
nöfnu þína þar sem við vorum
báðar kallaðar sama gælunafni.
Ég vildi láta hætta að kalla mig
gælunafninu mínu þegar ég
varð eldri, þá talaðir þú sér-
staklega um það við mig að þér
þætti það leiðinlegt og spurðir
hvort þú mættir ekki kalla mig
því áfram því þér þætti svo
vænt um að hafa aðra Diddu í
fjölskyldunni.
En ástæða fyrir sérstöku
sambandi okkar á milli skap-
aðist þó aðallega af því hversu
líkar við vorum.
Þú gerðir ekki lítið úr þess-
um líkindum og þegar ég gisti
hjá þér þegar ég var unglingur
vildir þú alltaf að ég mátaði
gömul föt frá þér. Mér fannst
nú ekki leiðinlegt að sitja með
þér og máta föt sem höfðu svo
mikla sögu, því öllum flíkum
sem ég mátaði fylgdu sögur um
það við hvaða tilefni þú hafðir
klæðst þeim. Oftar en ekki var
það við virðulegar samkomur
jafnvel erlendis með mjög virtu
og háttsettu fólki.
Mikið var gaman að máta og
sjá fyrir sér hvernig aðstæður
voru á þínum tímum.
Sérstaklega þegar þú varst
Guðbjörg Jóna
Ragnarsdóttir
✝ Guðbjörg JónaRagnarsdóttir
fæddist 3. febrúar
1930. Hún lést 26.
febrúar 2020.
Útför Guðbjarg-
ar fór fram 6. mars
2020 í kyrrþey.
búin blása hárið á
mér og mála mig.
Unglingurinn ég
hafði þó ekki eins
gaman af því að
mæta í þessum föt-
um í búðir þegar
þú varst komin í
stuð, enda þessi föt
ekki beint „móð-
ins“ þá.
Þú vissir það
vel, enda fylgdist
þú alltaf betur með tískunni en
ég. Alla mína tíð hef ég heyrt
sögur af því hversu stórglæsi-
leg kona þú varst, sérstaklega
þegar þú varst upp á þitt besta.
Það er auðvitað augljóst þeg-
ar maður skoðar myndir, en
mér finnst ég heppin að eiga
þessar minningar um okkur
saman.
Það voru ekki bara tískusýn-
ingar hjá þér heldur vorum við
stanslaust í æfingabúðum þar
sem þú kenndir mér hvernig
maður ætti að vera „settleg“ og
„pen“.
Þá fórst þú vel yfir hvernig
siðir við borðhald ættu að fara
fram og hvernig herramenn
ættu að koma fram við mig.
Þetta var allt mjög skemmti-
legt fyrir mig, sveitastelpuna
sem hafði ekki fengið mikla
innsýn í svona fyrr.
Á síðari árum fór ég reglu-
lega í heimsókn til þín við og
ræddum um alla heima og
geima.
Þú sagði mér hvað væri helst
„móðins“ og bentir mér á
hvernig ég gæti klætt mig
öðruvísi eða að ég yrði nú að
fara í megrun, en þá varð ég
oftast sár út í þig.
En aðallega ræddum við þó
um krakkana mína og hvað ég
væri að gera í vinnunni. Þér
fannst alltaf gaman að heyra
hvernig ég tækist á við hlutina
og mér fannst ekki leiðinlegt að
segja þér frá.
Elsku amma mín, ég mun
sakna þín og hugsa til þín með
hlýju. Það er margt sem þú
hefur kennt mér og með ár-
unum skil ég betur.
Ég kveð þig með hlýhug og
mun halda minningu þinni á
loft með því að rifja upp góðar
minningar.
Margrét Lilja
Gunnarsdóttir.
Kæri Eysteinn,
mér brá þegar ég
frétti að þú, kæri
vinur minn, værir
látinn.
Þú áttir sætið skáhallt á móti
mér í matsalnum á Hrafnistu
hér við Brúnaveg 13, Reykjavík.
Ég dáðist að þér og það gleður
mig að þú hafðir sama starf og
ég, þ.e.a.s. þú varst kennari, ís-
lenskukennari. Ég starfaði í 20
ár við Kvennaskólann í Reykja-
vík.
Þar kenndi ég mitt móðurmál,
sem er þýska. Mér líkaði þetta
starf afar vel. Aðalsteinn Eiríks-
son var síðasti skólastjóri
Kvennaskólans.
Ég kenndi meira að segja
dóttur Vigdísar Finnbogadóttur
þýsku. Einn daginn lagði ég fyr-
Eysteinn
Sigurðsson
✝ Eysteinn Sig-urðsson fædd-
ist 11. nóvember
1939. Hann lést 21.
mars 2020.
Útför hans fór
fram í kyrrþey.
ir nemendur mína
verkefni, þau ættu
að skrifa ævisögu
sína. Ástríður, dótt-
ir Vigdísar, skrifaði:
Móðir mín er for-
seti Íslands. Ég
brosti og að sjálf-
sögðu fékk Ástríður
mjög góða einkunn
í þýsku. Ég dvel
áfram hér á Hrafn-
istu við ágæta
heilsu, þótt ég sé orðin 83 ára
gömul kerling.
Ég samdi meira að segja
þýskukennslubókina Þýska fyrir
þig ásamt 6-7 öðrum þýskukenn-
urum.
Ég læt hér fylgja nokkur
guðsorð úr Gamla testamentinu
(Hebreabréfið 13.9) í lauslegri
þýðingu minni: „Það dásamleg-
asta er fyrir oss, að trúa á Guðs
náð, og varast því, að gleyma
náð Guðs.“
Kæri Eysteinn, hvíl í friði. Ég
veit að það hefur verið tekið vel
á móti þér í efra. Þín
Ingrid María.
✝ Nína ÞóraRafnsdóttir,
framhalds-
skólakennari,
fæddist 18. mars
1964 á Fæðing-
arheimili Kópa-
vogs. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 29. apríl
2020.
Foreldrar henn-
ar eru Rafn Har-
aldsson, f. 5. september 1938,
d. 6. janúar 2007, og Unnbjörg
Eygló Sigurjónsdóttir, f. 22.
janúar 1940. Albróðir hennar
er Sigurjón Rúnar Rafnsson, f.
28. desember 1965, aðstoð-
arkaupfélagsstjóri á Sauð-
árkróki. Hálfbróðir hennar
samfeðra er Daniel Alexander
Haraldsson, f. 7. júní 1986,
starfsmaður breska innanríkis-
ráðuneytisins.
Nína giftist Unnari Rafni
Ingvarssyni sagnfræðingi árið
2005. Börn þeirra
eru Sigríður Eygló
lyfjafræðingur, f.
1995, og Aldís Ósk,
f. 1997, nemi í
grafískri hönnun.
Nína Þóra ólst
upp í Reykjavík en
fluttist ásamt fjöl-
skyldunni til Sauð-
árkróks árið 1995.
Árið 2014 flutti
fjölskyldan aftur á
höfðborgarsvæðið. Hún nam
hjúkrunarfræði við Háskólann
á Akureyri og lauk síðan MA-
prófi í kennslufræði við Há-
skóla Íslands. Nína Þóra starf-
aði sem hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík og á Sauðárkróki en
varð síðan kennari við Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra
á Sauðárkróki þar sem hún
starfaði til dauðadags.
Útför hennar er gerð frá
kapellunni í Fossvogi í dag 15.
apríl 2020.
Elsku Nína frænka mín. Það
er ótrúlega sárt að kveðja þig og
reyna að sjá einhvern tilgang í
því að þú sért farin allt of
snemma. Það er erfitt að skilja
hvernig ung kona sem átti lífið
framundan sé hrifsuð frá okkur.
Ég vil trúa því að þér hafi verið
ætlað annað mikilvægara hlut-
verk hinum megin og veit að
það hefur verið tekið vel á móti
þér.
Minningarnar hrannast upp
og ég sé þig fyrir mér með fal-
lega rauða hárið þitt brosandi út
að eyrum. Öll aðfangadagskvöld-
in hjá ömmu Ástu þegar alltaf
þurfti að hafa tvírétta þar sem
langamma okkar hún Steinunn
sagðist ekki borða rjúpur. Svo
endaði hún alltaf með að borða
bæði rjúpu og svínalærissneið
og alltaf var hlegið jafn mikið að
þessu. Þetta voru dásamlegir
tímar og yndisleg barnæska.
Þú háðir hetjulega baráttu við
krabbamein undanfarin 6 ár og
dáðist ég að styrk þínum og
æðruleysi í að takast á við það
verkefni sem fyrir lá.
Annars var það svo með þig,
elsku frænka, að það var alveg
sama hvaða verkefni lágu fyrir í
þínu lífi þau voru öll fram-
kvæmd upp á tíu hvort sem það
snéri að heimilinu, uppeldi dætr-
anna, menntun þinni, hjóna-
bandi eða vinnu. Þú varst með
einstaklega góða skapgerð og
alltaf man ég eftir þér brosandi
og tilbúinni að spjalla um allt
milli himins og jarðar. Ég er því
mjög þakklát fyrir öll samtölin
okkar undanfarin ár þar sem við
áttum oft djúpar samræður um
þetta líf og hversu mikilvægt
það væri að forgangsraða rétt
og nýta tímann sinn í það sem
raunverulega skipti máli. Þú
varst með forgangsröðunina á
hreinu og var það fjölskyldan
sem skipaði fyrsta sætið en það
var dásamlegt að sjá hversu
samstillt þið Unnar voruð þegar
kom að uppeldi og menntun
dætranna. Ég fann hversu stolt
þú varst af stelpunum þínum.
Það skipti þig miklu máli hversu
vel þeim hafði vegnað í námi því
þú vissir vel hversu mikilvæg
góð menntun væri fyrir framtíð
þeirra.
Vönduð, gáfuð, skemmtileg,
hugrökk, sterk og góð eru lýs-
ingaorð sem koma upp í hugann
og lýsa þér svo vel. Þú lást ekki
á skoðunum þínum, elsku
frænka, og hafðir svo flotta sýn
á hlutina og varst algjörlega
laus við allan hroka eða yfirlæti
og gafst lítið fyrir prjál eða
punt. Þú varst baráttukona sem
gafst ekki upp þrátt fyrir kröft-
ugan mótvind og þessir eigin-
leikar gerðu þig að einstakri
manneskju.
Missirinn er því mikill en
mestur er þó missirinn fyrir
dæturnar, eiginmann, móður og
bróður. Til þeirra sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Elsku Unnar, Sigríður, Aldís,
Læla og Sigurjón, ég óska þess
að þið öðlist styrk til að takast á
við sorgina og minningar muni
lýsa ykkur veginn fram.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín
Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða
sýn.
Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin
mín.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér
ber.
Þótt farin þú sért, þá veistu sem er.
Að sorg okkar hjörtu nístir og sker.
Við sjáumst á ný þegar kemur að
mér.
(KK. Þýð. ÓGK.)
Ég kveð þig í bili, elsku
frænka, og þú munt ávallt eiga
stað í hjarta mínu.
Ásta Einarsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Margs er að minnast og því
margs að sakna. Samverustund-
irnar óteljandi sem fólust í kaffi-
spjalli, matarboðum, bíltúrum,
sumarbústaðaferðum og utan-
landsferðum verða vel geymdar
í minningabankanum. Nína var
sterkur persónuleiki, umhyggju-
söm, samviskusöm, heiðarleg,
skoðanaföst og stundum bein-
skeytt í orðum. Nína var líka
þrautseig og þrjósk sem sýndi
sig vel þegar hún fékk úthlutað
erfiðu verkefni fyrir rúmum
fimm árum. Hún var ákveðin í
að láta veikindin ekki skilgreina
sig á nokkurn hátt heldur hélt
sínu striki sem best hún gat,
staðráðin í að njóta lífsins. Dæt-
urnar Sigríður og Aldís voru
stoltið hennar enda einstaklega
vel gerðar og hafa báðar markað
sér framtíðarstefnu með mennt-
un sinni. Það veit ég að var
Nínu mikils virði. Vinnan var
henni ætíð mikilvæg enda harð-
dugleg að upplagi og mikil fag-
manneskja hvort sem hún var í
hlutverki hjúkrunarfræðingsins
eða kennarans.
Áhugamálin voru líka fjöl-
mörg og þar má nefna göngu-
ferðir og útivera, bakstur, ferða-
lög innanlands og erlendis og
golfiðkunin.
Elsku Nína mín, ég þakka
þér vináttu, umhyggju og
tryggð við mig og mína síðast-
liðin 25 ár. Ég ætla að muna þig
lífsglaða og keika því þannig
varstu í mínum huga. Elsku
Unnar, Sigríður, Aldís, Læla og
fjölskylda, mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur til ykkar allra.
Megi kærleikurinn styrkja ykk-
ur og styðja.
Anna Steinunn
Friðriksdóttir.
Þann 29. mars síðastliðinn
bárust okkur sorgarfréttir. Kær
vinkona og samstarfsfélagi var
látinn, langt fyrir aldur fram,
eftir harða baráttu við illvígan
sjúkdóm. Hennar er sárt sakn-
að, við höfum öll misst góðan
vin.
Ég var svo lánsöm að kynnast
Nínu fyrir um 20 árum, en þá
hóf hún störf við Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra. Nína
var kraftmikil, hugmyndarík,
hreinskilin og skemmtileg. Síð-
ast en ekki síst var hún traustur
og góður vinur. Það var auðvelt
að leita til Nínu og hún átti allt-
af góð ráð.
Við Nína urðum fljótt vinkon-
ur og vinátta okkar óx og
styrktist með árunum. Við hjón-
in eigum óteljandi góðar minn-
ingar með þeim Nínu og Unnari.
Það voru notalegar og góðar
stundir þegar við hittumst til að
spila hring á golfvellinum á
Sauðárkróki eða í Borgarnesi.
Ferðirnar á Snæfellsnesið til að
spila saman eða þegar vinahóp-
urinn hittist í tengslum við
Skagfirðingamótið.
Það var mikið hlegið og
spjallað um allt milli himins og
jarðar. Við erum þakklát fyrir
að eiga allar þessar góðu minn-
ingar.
Nína var bundin Fjölbrauta-
skóla Norðurlands sterkum
böndum. Hún var frábær kenn-
ari og átti auðvelt með að hrífa
nemendur með sér. Þegar fjöl-
skyldan fluttist til höfuðborgar-
svæðisins hélt hún áfram að
vinna fyrir skólann, þá sem fjar-
námskennari og verkefnisstjóri
sjúkraliðanáms. Við söknuðum
Nínu mikið þegar hún fluttist
suður.
Hún hafði alltaf sett svip sinn
á starfshópinn með krafti sínum,
lífsgleði og sterkum skoðunum.
Vinnan var Nínu mikilvæg og
hún sinnti störfum sínum af
mikilli alúð. Eftir að hún veiktist
var hún ekki tilbúin að láta af
störfum fyrr en undir það allra
síðasta. Hún sinnti starfinu af líf
og sál allt til enda.
Nína var þó fyrst og síðast
mikil fjölskyldukona. Líf hennar
snerist um fjölskylduna og hún
var óskaplega stolt af dætrum
sínum. Þau hafa misst mikið.
Elsku Unnar, Sigríður, Aldís
og fjölskylda, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð. Megi Guð
styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum
F.h. hönd starfsfólks Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra,
Ingileif Oddsdóttir
skólameistari.
Nína Þóra
Rafnsdóttir
Hjartkær eiginmaður minn, faðir og afi,
STEINGRÍMUR BALDURSSON
prófessor,
Sléttuvegi 29, Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans aðfaranótt
fimmtudagsins 2. apríl.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fór úförin fram í kyrrþey.
Fríða Vala Ásbjörnsdóttir
Baldur Steingrímsson
Héðinn Steingrímsson Mayel Yepez
Gunnar Steingrímsson Anna Stollberg
Steingrímur, Jon, Lilja, Kristy, Ívar og Aron
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN RAGNA PÁLSDÓTTIR,
Lautarsmára 1, Kópavogi,
lést laugardaginn 11. apríl á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu mun
kistulagning og bálför fara fram með nánustu aðstandendum.
Minningarathöfn mun fara fram síðar og verður auglýst.
Gunnar Páll Guðbjörnsson
Björgvin Jens Guðbjörnsson Steinunn G. Jónsdóttir
Rafnar Þór Guðbjörnsson Guðrún Á. Eðvarðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
MAGNÚS SIGURÐSSON
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
sunnudaginn 12. apríl.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 17. apríl klukkan 14.
Sökum aðstæðna verður eingöngu nánasta fjölskylda viðstödd
athöfnina. Athöfninni verður streymt og hægt að nálgast slóðina
hjá ættingjum.
Minningarstund verður haldin síðar.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands, Selfossi.
Brynja Ingadóttir
Hrafnhildur Magnúsdóttir Jóhann Ólafur Sigurðsson
Sigurður Ingi Magnússon
Unnar Magnússon
Hrafnhildur Sveinsdóttir Sigurður Magnússon
Ingimar Bjartur og Unnar Þeyr