Morgunblaðið - 15.04.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.04.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is 60 ára Hreinn ólst upp í Reykjavík en býr í Garðabæ. Hann er við- skiptafræðingur að mennt frá Háskóla Ís- lands og er eigandi og framkvæmdastjóri fjár- festingafélagsins Fjár- streymi. Maki: Aðalheiður Ásgrímsdóttir, f. 1965, viðskiptafræðingur og kennari í Versl- unarskólanum. Synir: Tryggvi Páll, f. 1993, og Egill Már, f. 1996. Foreldrar: Jakob Þórhallsson, f. 1928, d. 2019, húsgagnasmiður, og Guðný Þor- steinsdóttir, f. 1926, d. 1990, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Hreinn Jakobsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Allir þarfnast aðdáanda, líka þú og þú átt hann, veist bara ekki af því enn. Það verða miklar breytingar til góðs á lífi þínu seinni hluta ársins. 20. apríl - 20. maí  Naut Notaðu daginn til að taka til á heim- ilinu. Framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru munu taka lengri tíma en reiknað var með. Teldu upp að tíu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gerðu eitthvað sem er óvenjulegt og ólíkt því sem þú hefur áður tekið þér fyrir hendur. Einhver lofar þér gulli og grænum skógum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Ef þú stendur fast á þínu ættir þú að standa uppi sem sigurvegari. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Skyldurnar hvíla á þér eins og mara og þér finnst þær íþyngjandi. Passaðu þig á að láta fólk ekki nota þig. Eitt er víst, allir vilja vera í návist þinni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Farðu aðra leið í vinnuna en venjulega og líttu inn í verslun sem þú hefur ekki kíkt í áður, prófaðu nýjar mataruppskriftir. Litlar breytingar á venjum geta gert gæfumun. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sem betur fer hefur þú bein í nefinu og sjálfstraust til að hrista slúður af þér. Þetta er góður dagur til að hringja í vin sem þú hef- ur ekki heyrt í lengi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er svo mikið búið að vera í gangi að þig langar helst að fá að vera ein/n í ró og næði í nokkra daga. Áhugamálin hafa setið á hakanum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef heilsan er ekki upp á það besta væri ráð að minnka álagið og tala við lækni. Ástamálin eru í einhverri flækju en munu ganga betur eftir nokkrar vikur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt þér finnist gaman að gefa öðrum ráð verður þú að minnast þess að þú átt ekki að stjórna lífi annarra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sjáðu til þess að allir taki þátt í heimilisstörfunum, fólkið þitt á eftir að þakka þér fyrir það. Þú færð boð í brúðkaup sem verður síðar á árinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú rekst óvænt á fyrrverandi vinnu- félaga þinn og hann segir þér skrýtnar fréttir. Samskipti við nágranna ganga stirðlega en munu þó skána þegar líður á sumarið. Smekkleysu og var útgáfan tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Sigrún hefur alla tíð kennt við Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar. „Það sem stendur með okkur sem fram á tónleikum og tónlistar- hátíðum hér heima og erlendis. Árið 2011 hljóðritaði Sigrún öll sönglög Sigursveins D. Kristinssonar sem komu út á tvöföldum diski á vegum S igrún Valgerður Gests- dóttir er fædd 15. apríl 1950 í Hveragerði og ólst þar upp. „Sérstök stemn- ing samvinnu listamanna og garðyrkjubænda í Hveragerði setti svip á æsku okkar. Sum skáldin og rithöfundarnir voru kennarar í barnaskólanum og við fundum fyrir þessari sérstöku rómantík, þegar vísur gengu á milli andans manna í vesturþorpinu, og eru sum tilsvörin enn lifandi. Meðal listamannanna var Ingunn Bjarnadóttir tónskáld, sem ég kynntist og átti síðar eftir að syngja lögin hennar, m.a. inn á hljómplötu 1975 ásamt fleirum. Pabbi minn var listrænn, söng stundum gamanvísur, tók ríkan þátt í starfi leikfélagsins og söng alltaf í kirkjukórnum. Mér var snemma falið hlutverk í sambandi við píanóið á árshátíðum skólans, 12 ára tók ég að mér að spila undir í sunnudagaskólanum og frá 16 ára aldri stundaði ég þrjú ár píanókennslu í Hveragerði. Allt þetta var mjög þroskandi og gaman. Ég minnist Hveragerðis og fólksins þar með hlýju og þakklæti.“ Sigrún fór í píanótíma frá 7 ára aldri, fyrst hjá Guðlaugu Björns- dóttur og síðar hjá Guðmundi Gils- syni og Karli Sigurðssyni við Tón- listarskóla Árnessýslu. Síðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Sigrún naut leiðsagnar Hermínu Kristjánsson á píanó og lauk tónmenntakennaraprófi 1971. Þar kynntist Sigrún söngkenn- urunum Guðrúnu Sveinsdóttur og Engel Lund sem varð til þess að hún fór í söngnám við Royal Academy of Music í London hjá Marjorie Thom- as og svo til Kalamazoo, Bandaríkj- unum við söngstúdíó Fay Smith. Síðar átti Sigrún námsár við Tónlist- arháskólann í Vínarborg og annað í Danmörku þar sem hún, ásamt manni sínum, Sigursveini Magnús- syni, bjó í Kongegaarden lista- miðstöðinni á Vestur-Sjálandi. Sigrún hefur komið fram á Sumartónleikum í Skálholti, með Kammersveit Reykjavíkur, sungið í Íslensku óperunni, starfað með sönghópnum Hljómeyki og komið manneskjum eru áhrif og stemning fjölskyldunnar, föðursystkini, móð- ursystkini, minningar um samveru áranna, fjölskyldusamkomur og heimsóknir og gleðin af því að hitt- ast, spjalla og syngja og vinátta sem gefur lífinu gildi. Þetta allt mótar mann. Þannig standa Kirkjuferju- hjáleiga í Ölfusi, en þar bjuggu afa- systur mínar, Júlía og Valgerður, og Húsatóftir á Skeiðum skýrt í minni mínu. Afmælisdagurinn minn hefur allt- af verið mér sérstakur. Bestu af- mælisgjöfina fékk ég 6 ára, en þá fæddist Guðríður systir mín, hún Gurrý, báðar fæddumst við milli kl. 16 og 17 og höfum síðan glaðst sam- an á þessum degi.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigrúnar er Sigur- sveinn Magnússon, f. 26.3. 1950, tón- listarmaður og leiðsögumaður. For- eldrar hans voru hjónin Sigríður Kristinsdóttir, f. 23.12. 1913, d. 16.11. 2011, húsmóðir, og Magnús Sigrún Valgerður Gestsdóttir, tónlistarkennari og söngkona – 70 ára Ljósmynd/Jón Óskar Hafsteinsson Fjölskyldan Frá vinstri: Ísak Aryan Goyal, Ólöf Sigursveinsdóttir, Sigursveinn, Sigrún, Diljá Sigursveinsdóttir, Sigursveinn Valdimar Kristinsson, Jakob Árni Kristinsson og Madhav Davíð Goyal. Sérstök samvinna í Hveragerði Hjónin Sigursveinn og Sigrún. Söngkonan Sigrún Valgerður. 50 ára Katrín er Sel- tirningur og er félags- ráðgjafi og þroskaþjálfi að mennt frá HÍ. Hún er deildarstjóri á skrif- stofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Maki: Sveinn Ingiberg Magnússon, f. 1970, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara. Börn: Elín Helga, f. 1993, Sveinn Fannar, f. 1998, og Magnús Ingi, f. 2000. Dóttur- sonur er Daniel Ingi, f. 2020. Foreldrar: Katrín Jóhannsdóttir, f. 1934, fv. stjórnarráðsfulltrúi, og Egill Ágúst Jacobsen, f. 1933, d. 2010, yfirlæknir á Landspítalanum. Þau voru búsett á Seltjarnarnesi. Katrín Þórdís Jacobsen Til hamingju með daginn Twickenham Daniel Ingi Kehinde fæddist 2. apríl 2020 kl. 5.57 á heimili sínu í Twickenham í London, Bretlandi. Hann vó 3.320 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Elín Helga Sveins- dóttir og Daniel Olamide Kehinde. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.