Morgunblaðið - 15.04.2020, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020
15. apríl 1966
Í umfjöllun Morgunblaðsins
um ósigur gegn Frakklandi,
16:15, í vin-
áttulandsleik
karla í hand-
bolta í Laugar-
dalshöll segir
m.a.: „Sænski
dómarinn sem
átti að dæma
náði ekki til landsins fyrr en
um það bil sem leiknum var
lokið vegna sólarhrings seink-
unar flugvélar í Glasgow.
Varð þá að samkomulagi að
Hannes Þ. Sigurðsson dæmdi
fyrri hálfleik en franski farar-
stjórinn Nelson Paillou dæmdi
síðari hálfleikinn. Hannes
slapp vel frá sínu hlutverki en
dómur Frakkans var fyrir
neðan allar hellur. Má hrein-
lega fullyrða að Paillou hafi
tryggt Frökkum sigurinn með
dómum sínum.“
15. apríl 1981
Ísland sigrar Sviss, 90:83, í síð-
asta leiknum í C-riðli Evrópu-
móts karla í körfubolta í Sviss
en verður að sætta sig við ann-
að sætið og kemst ekki upp í
B-riðil. Pétur Guðmundsson er
yfirburðamaður á vellinum og
skorar 35 stig. Í leikslok er
hann útnefndur besti leik-
maður mótsins og Jón Sig-
urðsson er einnig í fimm
manna úrvalsliði mótsins.
15. apríl 1986
Ísland sigrar Írland, 73:72, í
fyrsta leik sínum í C-riðli Evr-
ópumóts karla
í körfuknatt-
leik í Laugar-
dalshöll. Írar
ná ekki að
skora úr tveim-
ur vítaskotum
þegar tvær
sekúndur eru eftir. Valur Ingi-
mundarson skorar 26 stig fyr-
ir íslenska liðið og Guðni
Guðnason 16.
15. apríl 1989
Hillsborough-leikvangurinn í
Sheffield er vettvangur mesta
harmleiks í ensku knattspyrn-
unni á síðari árum. Í troðningi
á upphafsmínútunum í undan-
úrslitaleik Liverpool og Nott-
ingham Forest í bikarkeppn-
inni láta 96 stuðningsmenn
Liverpool lífið. Þeirra er
minnst um þetta leyti ár hvert.
15. apríl 1997
„Ég er sáttur við að hætta
núna. Ég hef verið heppinn og
sloppið við
slæm meiðsl á
ferlinum,“ seg-
ir Erlingur
Kristjánsson
við Morg-
unblaðið eftir
að hafa tekið
við Íslandsbik-
arnum í handbolta sem fyr-
irliði KA en Akureyrarliðið er
Íslandsmeistari í fyrsta sinn
eftir sigur á Aftureldingu í
KA-heimilinu. Erlingur er
jafnframt fyrstur Íslendinga
til að vera fyrirliði Íslands-
meistaraliðs bæði í handknatt-
leik og knattspyrnu.
15. apríl 2014
Ísland nær besta árangri sín-
um frá upphafi á heimsmeist-
aramóti karla í íshokkí með
því að sigra Ísrael, 4:3, eftir
framlengingu og bráðabana í
Belgrad. Emil Alengård skor-
ar sigurmarkið. Íslenska liðið
fær þar með silfurverðlaunin í
2. deild A. Ingvar Jónsson,
fyrirliði Íslands, er valinn
besti varnarmaður mótsins.
Á ÞESSUM DEGI
FRÉTTASKÝRING
Víðir Sigurðsson
Bjarni Helgason
Jóhann Ingi Hafþórsson
Formenn þriggja stærstu „utan-
hússíþróttasambandanna“ eru afar
ánægðir með niðurstöðu gærdags-
ins. Í hádeginu í gær tilkynnti ríkis-
stjórn Íslands á fréttamannafundi
að til stæði að hefja þann 4. maí til-
slökun á samkomubanninu sem stað-
ið hefur yfir hér á landi vegna kór-
ónuveirunnar frá 13. mars.
Banninu verður aflétt í áföngum
og að óbreyttu geta íþróttafélög haf-
ið æfingar utanhúss með ákveðnum
takmörkunum frá og með mánudeg-
inum 4. maí. Fyrstu vikurnar, vænt-
anlega til loka maímánaðar, mega þó
aðeins fjórir æfa saman í hópi hjá
meistaraflokkum og snertingar
verða ekki leyfðar. Fjöldasamkomur
eru takmarkaðar við 50 manns til að
byrja með en lagt er til að þær verið
síðan miðaðar við 2.000 manns að há-
marki út ágústmánuð.
Íslandsmótið í knattspyrnu átti að
hefjast 22. apríl og tímabilin í golfi
og frjálsíþróttum utanhúss fara
ávallt af stað í maí. Útlit er fyrir að
kylfingar og frjálsíþróttafólk geti
nánast farið eftir hefðbundinni dag-
skrá en málin eru flóknari í fótbolt-
anum og ljóst að Íslandsmótið hefst
ekki fyrr en í júnímánuði.
Rökrétt fyrsta skref
„Þetta er ekki bara jákvætt fyrir
íþróttalífið í landinu heldur allt sam-
félagið í heild sinni,“ sagði Guðni
Bergsson, formaður Knattspyrnu-
sambands Íslands, við Morgunblaðið
þegar hann var inntur eftir við-
brögðum við tilslökunum yfirvalda.
„Þetta er eitthvað sem við áttum
von á og í takt við það sem aðrar
þjóðir hafa verið að gera. Mér finnst
þetta vera rökrétt fyrsta skref í að
aflétta samkomubanninu og það er
mjög mikilvægt fyrir börn og ung-
linga að geta hafið æfingar af fullum
krafti frá 4. maí.
Skrefin hjá meistaraflokkunum
eru aðeins minni en hjá yngri flokka
starfinu en það er skiljanlegt. Mark-
miðið var allan tímann að ná góðum
tökum á faraldrinum áður en við
gætum hafið venjubundið íþróttalíf
og núna vonumst við til þess að æf-
ingar og keppni geti hafist af fullum
krafti hjá öllum flokkum á næstu
mánuðum.“
Getum vonandi byrjað í júní
KSÍ mun funda með almanna-
vörnum og heilbrigðisyfirvöldum á
næstu dögum varðandi framtíð Ís-
landsmótsins sem átti að hefjast í
lok apríl en formaðurinn vonast nú
til þess að mótið fari af stað í júní.
„Það er of snemmt að segja til um
það hvenær Íslandsmótið geti hafist
á þessum tímapunkti. Við munum
funda með almannavörnum og heil-
brigðisyfirvöldum á næstu dögum til
þess að fara yfir sumarið. Í fram-
haldi af því munum við svo teikna
upp nokkrar sviðsmyndir sem hægt
verður að vinna eftir.
Ég ætla að leyfa mér að vera
bjartsýnn á að Íslandmótið 2020
verði spilað á árinu 2020. Hvað varð-
ar takmarkanir á mótinu, til dæmis
er varða áhorfendur og annað, er
eitthvað sem þarf svo bara að koma í
ljós á næstu vikum. Eins og staðan
er í dag getum við alveg vænst þess
að geta hafið mótið í júní og þá er
bara spurning hvenær. Við vonumst
til þess að það gangi eftir en það þarf
að koma betur í ljós,“ sagði Guðni.
Getum leikið við nánast
eðlilegar kringumstæður
„Við í golfíþróttinni erum mjög
ánægð með þessar fréttir og þær til-
lögur sem kynntar voru,“ sagði
Haukur Örn Birgisson, forseti Golf-
sambands Íslands.
„Eins og þetta horfir við mér er
fyrst og fremst verið að slaka á
taumnum þegar kemur að allri
íþróttaiðkun utandyra. Golfíþróttin
hefur sjaldan verið talin mikil snerti-
íþrótt og þær tillögur sem kynntar
voru leiða að stórum hluta til þess að
hægt verði að leika golf undir nánast
eðlilegum kringumstæðum.
Ólíkt öðrum íþróttagreinum þá
höfum við í golfinu verið nokkuð
heppin svona miðað við aðstæður.
Tímabilið okkar fer í raun ekki al-
mennilega af stað fyrr en í maí og 11.
apríl heimilaði heilbrigðisráðuneytið
okkur að stunda golfið undir ströng-
um ófrávíkjanlegum reglum. Við
þolum því alveg að leika undir þeim
þangað til annað kemur í ljós.“
Haukur Örn er mjög bjartsýnn á
golfsumarið og bindur miklar vonir
við það. Þá á hann ekki von á því að
mótum verði aflýst eða frestað
vegna kórónuveirunnar.
Aldrei meira golf en í sumar
„Ég tel að sumarið í ár eigi eftir að
verða frábært og ég geri fastlega
ráð fyrir því að golfiðkun verði aldrei
meiri en í sumar. Vegna almennra
ferðatakmarkana í heiminum í dag
er nokkuð ljóst að Íslendingar munu
ferðast innanlands og nýta sér þar af
leiðandi hina fjölmörgu golfvelli sem
á landinu.
Hvað varðar mótahald og annað
þá höfum við ekki tekið neina
ákvörðun um að fresta eða fella nið-
ur mót og við munum ekki gera það
nema nauðsyn krefji. Eins og staðan
er í dag ætlum við ekki að taka ein-
hverjar langtímaákvarðanir heldur
munum við taka allar ákvarðanir er
snúa að mótahaldi á réttum for-
sendum þegar að því kemur. Allt
mótahald GSÍ er því óbreytt þar til
annað kemur í ljós,“ sagði Haukur.
Fjöldatakmarkanir ekki vanda-
mál og nær engar snertingar
Freyr Ólafsson, formaður Frjáls-
íþróttasambands Íslands, var hæst-
ánægður með þær fréttir að æfingar
íþróttafélaga hér á landi gætu hafist
á ný þann 4. maí næstkomandi.
„Það er dagsetning sem ég var að
láta mig dreyma um. Það hefur sem
betur fer gengið vel undanfarið og
maður vonaðist eftir þessari lausn,“
sagði Freyr við Morgunblaðið.
Freyr segir að hægt verði að
halda stærstu mót sumarsins í
frjálsum, þar með talið Íslands-
mótið, þrátt fyrir að fjölda-
samkomur verði takmarkaðar við að
hámarki 2.000 manns.
„Við vitum ekki meira en sagt hef-
ur verið í fjölmiðlum og við áttum
okkur ekki alveg á næstu skrefum á
þessum tímapunkti en ef viðmiðið er
samkomur undir 2.000 manns þá
ætti það ekki að vera vandamál hjá
okkur. Við erum án snertinga í okk-
ar íþrótt svo að smithættan er í
rauninni takmörkuð. Við pössum
upp á að nota ekki sömu áhöld og
þrífa áhöldin á milli. Það er eitthvað
sem þarf að passa í kastgreinum,“
sagði Freyr, sem er bjartsýnn, en
mikla vinnu þarf til að halda mót á
borð við Íslandsmót.
„Við erum í rauninni enn að bíða
eftir næstu skrefum. Ef samkomu-
banninu verður aflétt eins og til
stendur ættum við að geta haldið Ís-
landsmót. Þetta er hins vegar áskor-
un því það þarf að finna mótsstað og
mótshaldara. Þá þurfa sjálfboðaliðar
að vera klárir svo hægt sé að halda
svoleiðis mót.“
Mismunandi eftir greinum
Freyr viðurkennir að það gæti
þurft að finna mismunandi leiðir fyr-
ir mismunandi greinar, þar sem
hlauparar í langhlaupum eru mun
nær hver öðrum heldur en kepp-
endur í kastgreinum.
„Hlauparar eru að kljást hver við
annan í hringhlaupunum yfir 1.500
metra og það verður mesta áskor-
unin. Í spretthlaupum væri hægt að
vera með auða braut á milli hlaup-
ara. Í öðrum greinum, fyrir utan
áhöldin, er þetta ekkert vandamál.
Það er hægt að kasta kringlu og
sleggju o.s.frv.“
Búið er að fresta fjölmörgum mót-
um erlendis sem íslenskir íþrótta-
menn voru skráðir á. Freyr á helst
von á því að íslenskir íþróttamenn
geti sótt mót á Norðurlöndunum síð-
ar á árinu, þá sérstaklega í Svíþjóð.
„Það er ekki enn þá búið að aflýsa
Evrópumeistaramótinu í París, sem
er sett á í lok ágúst. Það er ekki búið
að gefa neitt út, en það kæmi mér
verulega á óvart ef það verður hald-
ið. Svo er búið að loka glugganum
fyrir ólympíulágmörk, svo þetta ár
gildir ekki. Það er vísbending um að
það verði ekki Evrópumót í ágúst. Á
Norðurlöndunum höfum við haldið
opnu því að halda mót í ágúst en við
verðum að bíða og sjá. Svíarnir nálg-
ast þetta talsvert öðruvísi en aðrir.
Þar gætum við frekar haldið mót en
annars staðar á Norðurlöndum.“
Okkar fólk hefur getað æft
Freyr segir frjálsíþróttafólk í
betri stöðu en margt annað íþrótta-
fólk, þar sem það getur æft sig í
sinni grein, þrátt fyrir samkomu-
bann. „Við reynum að bera okkur
þokkalega vel. Það er allt stopp
formlega, en í okkar íþrótt geta
menn æft einir og sér. Frjáls-
íþróttavellir hafa verið opnir og fólk
hefur getað hlaupið hringinn og
kastað áhöldum. Að því leyti höfum
við náð að halda ágætu tempói en
allir þessir föstu viðburðir fyrir sum-
arið eru í upplausn. Þetta verður að
koma í ljós,“ sagði Freyr.
Bjartsýnir
fyrir sum-
artímabilið
Formenn KSÍ, GSÍ og FRÍ lýsa yfir
mikilli ánægju með fyrsta skrefið
í afnámi samkomubannsins
Morgunblaðið/Hari
Fótbolti Tímabilið á að hefjast með stórleik Vals og KR en hvenær það
verður er ekki ljóst. Vonast er eftir því að það verði snemma í júnímánuði.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Golf Kylfingar geta haldið góðri fjarlægð og keppnistímabil þeirra ætti að
geta hafist á tiltölulega eðlilegum nótum í maímánuði.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Frjálsar Tiltölulega auðvelt er að halda tilskilinni fjarlægð í flestum grein-
um frjálsíþrótta og horfurnar eru því góðar fyrir tímabilið.