Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 32

Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 32
Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á menningar- dagskrá í netstreymi á meðan samkomubann stendur yfir undir yfirskriftinni Kúltúr klukkan 13, á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum. Í dag mun Sævar Helgi Bragason, jarðfræð- ingur og vísindamiðlari, fá til sín í Nátt- úrufræðistofu Kópavogs Hrönn Egilsdóttur sjáv- arvistfræðing og munu þau spjalla um súrnun sjávar og lífríki hafsins. Viðburðinum, eins og öðrum í röðinni, verður streymt á stundin.is, á Fa- cebook-síðu Stundarinnar og síðum Menn- ingarhúsanna í Kópavogi. Súrnun sjávar og lífríki hafsins Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nýlega var ákveðið að jeppi sem Þórólfur Gunnarsson og Margrét Jónsdóttir gáfu Unicef í Síerra Leóne yrði notaður til að aðstoða við dreifingu á vörum, sem íslenska ríkið fjármagnar, að sögn Þórólfs. „Unicef vinnur að góðum og göf- ugum málum börnum til heilla í Síerra Leóne og jeppinn kemur sér vel í því starfi,“ segir Þórólfur. Hjónin tóku þátt í Buda- pest- Bamako- rallinu snemma árs á uppgerðum 15 ára Land Crusier og gáfu Unicef farartækið ásamt fylgihlutum á leiðarenda. Með- an á ferðinni stóð söfnuðu þau einnig áheitum fyrir Unicef. Hjónin óku um 11.800 km á 25 dögum. Aksturinn hófst í Hirtshals í Danmörku, en fyrsti hluti keppn- innar var frá Ungverjalandi í gegn- um Slóveníu, Ítalíu, Frakkland, Spán og Gíbraltar. Síðan með ferju til Marokkó og ekið áfram til Marra- kech. „Þessi hluti var maraþonakstur, um 3.700 kílómetrar á þremur sólar- hringum,“ segir Þórólfur. Í vestur- hluta Afríku var ekið frá Marokkó um Vestur-Sahara, Máritaníu, Sene- gal, Gíneu og til Freetown í Síerra Leóne, þar sem keppninni lauk. Keppnin fór nú fram í 11. sinn og til þessa var Bamako í Malí endastöð, en vegna óstöðugleika í Malí var farið til Freetown í staðinn. Um 700 manns hófu keppni á yfir 200 ökutækjum. Þórólfur segir að seinni hlutinn hafi verið meira krefjandi. Þau hafi þurft að fara krókaleiðir, takast á við óvænta hluti eins og óeirðir í Gíneu og jarðsprengjusvæði í Marokkó, en ekki orðið fyrir neinum áföllum. Heimsforeldrar í 13 ár „Ein leið í Gíneu var sérstaklega slæm og það tók okkur um átta tíma að aka 180 kílómetra, en ferðin gekk sérstaklega vel og við erum reynsl- unni ríkari,“ segir Þórólfur. Undir- búningurinn hafi verið góður og ekk- ert hafi klikkað nema hvað eitt bremsurör hafi farið í sundur á leið- inni. „Ævintýraþráin var ástæða þess að við fórum í ferðina, en við höfum verið heimsforeldrar hjá Unicef í um 13 ár og þegar við sáum hvað ung- barnadauði er mikill í Síerra Leóne vildum við leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn honum.“ Þórólfur segir að keppnisfólkinu hafi verið vel tekið í Síerra Leóne. „Þar mættu okkur allir með bros á vör en í Gíneu voru menn þungir á brún vegna ástandsins í landinu.“ Keppt var í nokkrum flokkum tor- færubíla og venjulegra bíla. Síðar- nefndi hópurinn fór aðeins styttri og greiðfærari leið og ákváðu Þórólfur og Margrét að fylgja honum. „Bíllinn hefði ekki verið í eins góðu ásig- komulagi á leiðarenda ef við hefðum farið erfiðari leiðina og gjöfin því ekki eins verðmæt auk þess sem við fengum alveg eins mikið út úr því að fara með venjulegu bílunum,“ segir Þórólfur. Ferðin fór fram úr væntingum og Þórólfur segir að þau hafi áhuga á að endurtaka leikinn. „Þá myndum við gera margt öðruvísi,“ segir hann og leggur áherslu á að best væri að far- ið yrði á þremur bílum í samfloti. „Það er erfitt að vera svona einbíla.“ Þórólfur segist vita um fjóra bíla sem hafi verið gefnir eftir keppnina, en margir hafi selt ökutækin í Freetown og fengið gott verð fyrir. „Borga má ferðina með því að selja bílinn á endastöð,“ segir hann. Í Búdapest Þórólfur Gunnarsson og Margrét Jónsdóttir við bílinn sem þau síðan gáfu Unicef í Síerra Leóne. Óku gjöfinni um 11.800 km  „Íslenski“ jeppinn kemur sér vel fyrir íbúa í Síerra Leóne MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 106. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Svona var bara staðan og maður verður að bera virð- ingu fyrir þessari niðurstöðu enda ekki annað hægt. Á sama tíma er þetta líka sárt þar sem við vorum að eiga besta tímabil okkar í mjög langan tíma. Framliðið í vet- ur hefur verið eitt best spilandi kvennalið landsins í langan tíma og það var því leiðinlegt að geta ekki land- að deildarmeistaratitlinum á formlegan hátt,“ segir Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sem varð af tæki- færi til að vinna þrefalt á handboltatímabilinu. »27 Sárt en svona var bara staðan ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.