Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Atvinnuleysier enn áuppleið og enginn veit hvar toppurinn er eða hvenær honum verður náð. Þó má ætla að hann sé ekki langt undan. Vinnu- málastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi fari upp í 17%, sem væri það mesta sem mælst hefði hér á landi og auðvitað ískyggileg tala hvernig sem á er litið. Margvísleg óvissa er um þróunina á næstunni en ætla má að um næstu mánaðamót verði nokkuð um uppsagnir, enda er þegar vitað um aðgerð- ir sem verið er að undirbúa. Eitt þeirra fyrirtækja sem gera ráð fyrir slíku er risastór vinnuveitandi á íslenskan mælikvarða, Icelandair Group, sem hefur tilkynnt til Kaup- hallarinnar um verulega fækk- un starfsfólks þegar í þessum mánuði. Þetta er mikið alvörumál en kemur auðvitað ekki á óvart. Flugfélög hafa orðið fyrir höggi sem á sér engan líka og geta ekki haldið úti nema mjög litlum hluta starfsemi sinnar. Engin leið er að gagnrýna slíka ráðstöfun við þessar aðstæður, en hún er jafn sár fyrir það. Óvíst er um framhald hluta- bótaleiðarinnar svokölluðu sem ríkið kom á í fyrsta að- gerðapakka sínum. Hún er í gildi fram í næsta mánuð en margir hafa talið sig mega gera ráð fyrir að hún verði fram- lengd. Þetta hefur verið talin lykilleið í þeim aðgerðum sem settar voru á, en nýtist alls ekki öllum og getur aldrei ver- ið langtímaúrræði. Það hvort hún verður framlengd inn í sumarið skiptir hins vegar verulegu máli fyrir sum þeirra fyrirtækja sem velta því fyrir sér þessa dagana hvort þau eigi að segja upp fólki fyrir næstu mánaðamót eða reyna að þrauka lengur í þeirri von að ástandið taki að batna í júní eða júlí. Af þessum sökum skiptir miklu að því verði svar- að á allra næstu dögum hver afdrif þessarar leiðar verða á næstu mánuðum, jafnvel þó að ekki sé hægt að veita endanleg svör til langrar framtíðar. Sérkennilegt er, mitt í þessu ört vaxandi atvinnuleysi og óvissu um framtíð fjölda starfa, að horfa á launaþróunina. Sam- kvæmt Hagstofunni var árs- hækkun launavísitölunnar síð- ustu þrjá mánuði 4,6% í mars og þá voru ekki komnar inn samningsbundnar hækkanir um síðustu mánaðamót. Öllum má ljóst vera að fyrir- tækin í landinu standa ekki undir þessum launa- hækkunum sem samið var um í fyrra og halda áfram að skila sér inn í þungan og jafnvel óbærilegan rekstur fyrirtækjanna eins og ekkert hafi í skorist. Þetta er eitt það brýnasta sem taka þarf á til að verja störfin í landinu. Annað sem myndi hjálpa er að gefa eftir, tímabundið í það minnsta, hluta af framlögum í lífeyrissjóði. Enn fremur mætti ná niður launatengdum kostnaði með því að lækka tryggingagjaldið verulega. Sá skattur er alveg sérstaklega skaðlegur við núverandi að- stæður og er líklegt að stjórn- völd hafi vanmetið skaðsemi hans. Fleira mætti nefna sem létt getur fyrirtækjunum róðurinn og auðveldað þeim að halda í störfin. Meðal þess er að bank- arnir lækkuðu vexti, en útlána- vextir hafa haldist óeðlilega háir og leggja ætti aukna áherslu á að ná þeim niður. Það er auðvitað óásættanlegt, með- al annars þegar horft er til eignarhalds bankanna, að þeir haldi uppi vaxtastigi fyrir- tækja í landinu þegar brýn þörf er á að lækka kostnað í at- vinnulífinu til að verja störfin. Óvissan er mjög mikil um þessar mundir og einmitt þess vegna er mikilvægt að draga úr þeim þáttum hennar sem mögulegt er, meðal annars með því að fyrirtæki viti eins og kostur er á hvað bíður þeirra í aðgerðum hins opin- bera. Það er líka algerlega nauð- synlegt til að verja störf al- mennings að ná niður launa- kostnaði með öllum ráðum. Launakostnaður er lang- stærsti útgjaldaþáttur flestra fyrirtækja og framhjá honum verður ekki horft þegar tekjur hrynja og óhjákvæmilegt er að spara í rekstri. Kjarasamningar hljóta að koma til skoðunar í þessu sam- bandi en einnig aðrir þættir sem tengjast launakostnaði, ekki síst tryggingagjaldið eins og nefnt var hér að ofan. Háir skattar eru augljóslega til þess fallnir að draga þrótt úr at- vinnulífinu og þar með að minnka möguleika þess til að hafa fólk í vinnu. Sérstök skattlagning vinnu við þær að- stæður sem nú ríkja er hins vegar sérstaklega skaðleg og hlýtur sú staðreynd að endur- speglast í þeim aðgerðapökk- um sem ríkisstjórnin hefur kynnt að von sé á. Vinna þarf að því að ná niður kostnaði fyrirtækja, ekki síst launatengdum kostnaði} Atvinnuleysi og aðgerðapakkar Ó vissan er mikil og hefur farið vax- andi eftir því sem á líður. Það má auðveldlega rökstyðja að hlut- verk stjórnvalda sé að minnka eða helst eyða óvissu, þó ekki nema bara af því að stjórnvöld geta það. Inn- an skynsamlegra marka auðvitað. Nálgun stjórnvalda í þessu kófi er því dálítið undar- leg. Fyrst kom einn pakki sem átti að leysa ákveðin vandamál. Nú er kominn annar pakki sem á að laga og fylla upp í og á sama tíma er boðað að það verða örugglega tveir pakkar í viðbót. Að koma með smá lagfæringar hér og þar er skiljanleg nálgun en þegar óvissan er mikil þá viltu og þarftu að stíga stór skref í upphafi. Skref sem enn á eftir að taka. Til að byrja með viltu vera viss um að hvaða sértækar aðgerðir sem stjórnvöld komi með sé ákveðið lágmark sem enginn fellur undir. Að glufurnar í sértæku aðgerðunum, sem ná aldrei að grípa alla, séu fóðraðar með almennum reglum. Það væri ekki óeðlilegt að setja samræmt lágmarks framfærsluviðmið þannig að þeir sem passa ekki alveg inn í mót sértæku lausnanna falli að minnsta kosti ekki undir þau viðmið. Það væri mjög eðlilegt, sem varn- araðgerð, að koma í veg fyrir aðför og nauðungarsölur. Að passa upp á að á meðan kófið stendur yfir séu allir með þak yfir höfuðið. Líka leigjendur. Að lokum verður að passa upp á skuldastöðu fólks, þannig að þegar allt kemst í eðlilegra ástand standi fólk ekki uppi með hrúgu af skuldum sem það þarf allt í einu að standa skil á. Það vantar pásutakka. Þetta eru stóru skrefin sem þurfa að vera fyrstu skrefin. Hingað til hafa pakkar stjórn- valda aðeins tryggt þetta lágmark með óbein- um hætti. Það getur verið að það dugi, það getur verið að næsti pakki komi nægilega tímanlega til þess að forða tjóni. Ef svo er kostar nákvæmlega ekkert að taka stóru skrefin fyrst. Þau eyða óvissu. Eins og er fæ ég ýmiss konar skilaboð sem lýsa aðstæðum sem passa ekki inn í sértæk úrræði stjórn- valda. Skilaboð sem eru smekkfull af óvissu. Fólk sem veit ekki í hvaða úrræði það á að leita eða útskýrir hvernig það passar ekki í neitt af úrræðunum. Ég hef kallað eftir því að fyrst sé hugsað um lausnir fyrir fólk, en pakkar stjórnvalda virðast frekar einbeita sér að fyrirtækjum. Það þýðir ekki að stjórnvöld setji ekki fólk í forgang, þau setja bara fyrirtæki framar. Lausnir þeirra fyrir fólk eru fyrst í gegnum fyrirtæki en ekki öfugt. Von stjórnvalda virðist vera að við komum úr kófinu og getum bara haldið áfram þar sem frá var horfið. Það er bjartsýnasta íhaldssemi sem ég hef séð. Auðvitað verðum við að bregðast við og breyta. Við verðum að skipuleggja okkur fyrir sjálfbær- ara samfélag. Samfélag sem byggir á velsæld en ekki bara hagvexti. Samfélag fyrir fólk fyrst, svo fyrirtæki. Björn Leví Gunnarsson Pistill Einn litlir, tveir litlir, þrír litlir pakkar Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þúsundir Íslendinga sinna nústarfi sínu úr heimaranni.Vegna smitvarna á tímumkórónuveirunnar hefur starfsemi flestra fyrirtækja verið breytt. Oft er gangurinn sá að starfsmannahópum er tvískipt; eitt gengi mætir á fasta starfsstöð en annað situr heima og sinnir sínu í gegnum tölvuna. Erindum við- skiptavina er sinnt yfir netið eða í gegnum síma, komið er saman til skrafs og ráðagerða á fjarfundum, sem margir hafa á orðið að séu styttri, snarpari og árangursríkari en þegar hópur mætir í eitt her- bergi. Þá eru samskipta- og spjall- rásir mikið notaðar meðal vinnu- félaga sem nú eru hver á sínum staðnum. Sakna kaffistofuspjalls Margir hafa tjáð sig um reynsluna af fjarvinnslu síðustu vikna, til dæm- is í innslögum á samfélagsmiðlum. Rauði þráðurinn þar er sá að allt sé þetta vel mögulegt tæknilega og ekkert verði samt að fenginni reynslu. Til framtíðar litið muni fólk í ríkari mæli sinna störfum sínum að heiman en mæta á fasta starfsstöð ef þarf, til dæmis vegna funda, að sinna sérstökum erindum, hitta við- skiptavini og svo framvegis. Flestir segjast hins vegar sakna daglegra samskipta við vinnufélag- anna og þess að skiptast á hug- myndum og spjalla um daginn og veginn á kaffistofunni. Slík sam- skipti séu gefandi, sbr. speki Háva- mála um að maður er manns gaman. Rútínan er best Á vef Reykjavíkurborgar eru birt nokkur heilræði um hvernig haga beri fjarvinnu. Rútínan er best, er inntakið þar, svo sem að best sé fyrir fólk að hefja og ljúka vinnudegi sín- um á svipuðum tíma og alla jafna gerist, hafa gott skipulag á öllum málum, halda vinnurýminu hreinu og taka reglulegar pásur og fara út í göngutúra, sem komi blóðinu á hreyfingu og vinni gegn innilokunar- kennd. Kórónuveiran og röskun vegna hennar sé tímabundið ástand og mikilvægt sé því að hugsa já- kvætt þótt aðstæðurnar séu óvenju- legar. Bráðum komi betri tíð. Gjörbreytt atvinnulíf með fjarvinnunni Heima Hildur Sveinsdóttir, starfsmaður Landsbankans, við borðstofuborðið þar sem vinnuaðstaðan er. Sonurinn Óttar Halldórsson með á myndinni. „Dagarnir og umhverfið renna svolítið saman þegar unnið er heima. Það er líka talsverð áskor- un að halda fókus á starfinu á sama tíma og synir okkar hjóna, sem eru þrír, eru mikið hér á heimilinu þegar enginn er skólinn. Því er oft fjör hér. En þetta geng- ur allt upp og litið til baka verða þetta eftirminnilegir tímar,“ segir Hildur Sveinsdóttir, deildarstjóri í viðskiptalausnum einstaklinga hjá Landsbankanum. Hildur hefur síðustu vikur alfar- ið sinnt starfi sínu af heimili sínu í Reykjavík og tölvur eru á stofu- borðinu. Í gegnum tölvutengingar þessar er Hildur með samband á kerfi bankans – sem og vinnu- félaga í gegnum fjarfundabúnað, tölvupóst og samskiptaforritið Teams. Í höfuðstöðvum Landsbankans í Kvosinni í Reykjavík starfa um 600 manns og tæplega 90% eru í fjarvinnu um þessar mundir. Það fólk sem mætir í hús situr þar dreift, samanber tveggja metra regluna svonefndu. Í útibúunum er meginreglan síðan sú að helm- ingur starfsliðsins kemur á starfsstað en aðrir vinna að heiman. Svona er þetta til skiptis. „Við í Landsbankanum erum öll saman í því verkefni að láta dæmið ganga upp og þó höfum við þurft að takast á við mörg krefjandi verkefni að undanförnu, svo sem frestun greiðslna á íbúðalánum sem nú er hægt að undirrita rafrænt. Þá hefur verið lokað fyrir aðgengi að viðskipta- vina að útibúum. Já, ég held að fjarvinna sé komin til að vera. Viðvera á starfsstað er oft nauð- synleg en verkefni sem krefjast einbeitingar má leysa heima. Einnig ef starfsfólk kemst í tilfall- andi aðstæðum ekki að heiman en getur sinnt vinnu sinni þaðan er slíkt minna mál en áður var raunin.“ Erum saman í því verkefni að láta dæmið ganga upp MARGIR STARFSMANNA LANDSBANKANS VINNA HEIMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.