Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020
Hrútakæti Í gær, á sumardaginn fyrsta, fengu gömlu hrútarnir í Fagradal að fara út á tún í fyrsta sinn eftir veturinn og var þá barist harkalega um virðingarstöðu innan hópsins.
Jónas Erlendsson
Í sjónvarpsþættinum Silfrinu í
RÚV um síðustu helgi var Heið-
rún Lind Marteinsdóttir lög-
fræðingur meðal viðmælenda, en
hún er framkvæmdastjóri Sam-
taka fyrirtækja í sjávarútvegi. Í
þættinum nefndi hún að Hæsti-
réttur hefði á undanförnum
misserum fellt refsidóma yfir
bankamönnum á þeim grundvelli
að þeir hefðu gerst sekir um um-
boðssvik, sem er auðgunarbrot
samkvæmt almennum hegn-
ingarlögum. Þetta hefði rétturinn gert án þess að sannaður
væri auðgunartilgangur sakborninga. Í stað tilgangs til
auðgunar hefði rétturinn talið nóg til sakfellingar að þeir
hefðu valdið viðkomandi banka áhættu á að verða fyrir tjóni
vegna lánveitinga til aðila sem ekki hefðu verið líklegir til að
endurgreiða lánin. Taldi hún að þetta væri áhyggjuefni fyrir
bankamenn nú þegar ráðgert er að bankar veiti fyrir-
tækjum í erfiðleikum svonefnd brúarlán.
Fyllsta ástæða er til að benda á þetta við þær aðstæður
sem nú eru uppi, þegar ríkisvaldið hvetur banka til að veita
fyrirtækjum lán, þó að víst megi telja að lántökum verði
ekki unnt að endurgreiða mörg þeirra. Menn geta svo sem
velt því fyrir sér hvort dómar Hæstaréttar í hrunmálum,
sem Heiðrún Lind
vísaði til, hafi verið
einnota. Þeim hafi
einungis verið ætl-
að að gilda um lán-
veitingar banka
fyrir hrun en sam-
bærilegir dómar
verði ekki framar
upp kveðnir.
Það var hins
vegar undarlegt að
sjá viðtal á mbl.is
sl. mánudag, þar
sem ágætur lög-
fræðingur, Jón Þór
Ólason, sagði að
ummæli Heiðrúnar
um málefnið væru „lögfræðilega röng og beint óskiljanleg“.
Virtist hann gefa í skyn að dómar Hæstaréttar í þessum
málum hefðu verið góðar og gildar lögfræðilegar úrlausnir.
Farið hefði fram heildarmat í hverju máli, sem ættu að geta
falið í sér leiðbeiningar um hver skilyrði væru til refsingar
fyrir umboðssvik. Ekki kom fram í viðtalinu hvaða atriði það
væru sem koma ættu við sögu í slíku mati, enda á ég ekki
von á að Jón geti skýrt það frekar en aðrir.
Kjarni málsins er sá að samkvæmt almennum hegningar-
lögum þarf að sanna auðgunarásetning á sakborning til þess
að honum verði refsað fyrir umboðssvik. Í þeim dómum sem
Heiðrún vísaði til var því hvergi einu sinni haldið fram að
slík sönnun hefði verið færð fram í málunum. Þess vegna
átti einfaldlega að sýkna sakborningana. Það var auðvitað
þarft verk hjá henni að nefna þessa dómaframkvæmd til
sögunar þegar nú er fjallað um hvatningu ríkisins til banka
um að veita lán sem ekki munu fást endurgreidd. Hafi hún
þökk fyrir.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
»Menn geta svo sem
velt því fyrir sér hvort
dómar Hæstaréttar í
hrunmálum, sem Heiðrún
Lind vísaði til, hafi verið
einnota. Þeim hafi ein-
ungis verið ætlað að gilda
um lánveitingar banka
fyrir hrun en sambæri-
legir dómar verði ekki
framar upp kveðnir.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
„Brúarlán“
„Skírlífur maður leggur
helsi á hold sitt vegna
frelsis sálar sinnar. Frelsið
skapast undir okinu og
hvergi nema þar. Aungvir
eru frjálsir nema skírlífir
menn.“
Að vega tjón og
efnahagsvanda
Það er erfitt að vega
saman tjón og efnahags-
vanda milli tímabila. Einn mælikvarði
er áhrif á landsframleiðslu. Annar mæli-
kvarði er áhrif á verðbólgu. Enn annar
mælikvarði er áhrif á atvinnuleysi. Það
er svo að atvinnuleysi verður aldrei
samþykkt sem hagstjórnartæki á Ís-
landi. Því munu ráðstafanir verða sem
líkastar þeim, er koma í veg fyrir at-
vinnuleysi. Atvinnulaus maður hefur
misst frelsi og sjálfstæði, það sem er
næst því að vera æðst á eftir lífinu
sjálfu.
Með frelsi hugans að leiðarljósi er
rétt að nálgast þá viðsjá er steðjar að.
Yfir land hefur gengið margt böl og um
heim hafa geisað stríð. Það eru liðin
tæp 50 ár frá því hér varð eldgos, og at-
vinnulíf, sem framleiddi um 17% út-
flutningsframleiðslu, lagðist af um sinn.
Þá glataðist frelsi og viðsjár jukust.
Tæpum tveimur árum síðar varð
mannskætt snjóflóð, sem eyðilagði fiski-
mjölsverksmiðju og lamaði framleiðslu í
frystihúsi um sinn. Sama vetur eyði-
lagðist önnur fiskimjölsverksmiðja á há-
bjargræðistíma.
Vestmannaeyjar urðu blómlegar eftir
eldgos. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað
er með blómlega starfsemi í dag. Fram-
lag Viðlagasjóðs og banka átti hér
drjúgan hlut að máli. Það varð líf og
frelsi eftir tjón.
Viðlagasjóður og réttlæti
Það var stofnaður Viðlagasjóður, sem
tókst á við þessi tjón. Niðurstaða bóta-
greiðslna var hæfilegt réttlæti. Full-
komið réttlæti er því miður ekki til.
„Réttlæti og skammdegi eru af sama
toga. Maður skilur það best á vorin
þegar sólin skín að þau voru bæði
vond.“
Hagsmunir við borð
Það kann einhverjum að þykja ofur-
áhersla lögð á að vernda hagsmuni fyr-
irtækja. Það er miklu fremur verið að
vernda vinnuréttarsamband starfsfólks
og fyrirtækja. Það er verið að vernda
hagsmuni starfsfólks á vinnumarkaði.
Jafnvel þótt hver einstaklingur eigi
laun þriggja mánaða á bankareikningi
bjargar það litlu fyrir rík-
issjóð, því fjármálafyrirtæki
verða að selja Seðlabanka
ríkisskuldabréf til að geta
staðið við skuldbindingar
við innistæðueigendur. Þar
með er vandi af lokun fyrir-
tækja strax kominn í fangið
á ríkissjóði.
Aðrir hagsmunir eru
þeir, að ef fyrirtæki fara í
þrot, þá fara forgörðum
mikil verðmæti í skipulags-
heildum. Það er verið að
vernda fyrirtæki til að þau
geti staðið við kjarasamninga við starfs-
fólk í bráð og lengd. Þegar líf færist í
eðlilegt horf, þá verði einfalt að endur-
ræsa fyrirtækin til að veita þjónustu við
ferðamenn.
Það þarf að vernda hagsmuni þeirra
sveitarfélaga, sem eiga mikið undir
ferðaþjónustu á sínu svæði. Nærtækt er
að nefna Suðurnes, Mývatnssveit og Vík
í Mýrdal. Hrun í ferðaþjónustu dregur
úr möguleikum sveitarfélaga til að veita
almenna og skyldubundna þjónustu
sveitarfélaga.
Það er jafnframt verið að vernda
hagsmuni ríkissjóðs, því þær skyldur
eru lagðar á ríkissjóð að greiða bætur í
atvinnuleysi og laun í uppsagnarfresti
við gjaldþrot fyrirtækja, enda þótt laun
séu forgangskrafa í þrotabú. Það þarf
að lágmarka það tjón sem ríkissjóður
verður fyrir vegna gjaldþrots fyrir-
tækja.
Vandi hótela og veitingastaða
Sennilega má skipta vandamálum
hótela og veitingastaða í þrennt;
greiðslur af lánum og leigu á fast-
eignum, launakostnað og ýmsan fastan
kostnað.
Það eru mjög margir einstaklingar,
sem eiga verulega hagsmuni undir í
þessum rekstri. Hafa lagt ævi og æru í
sinn rekstur. Þessi rekstur kann að
hafa gengið ásættanlega þar til erfið-
leikar hafa gengið yfir og verðmæti far-
ið forgörðum. Erfiðleika þessara ein-
staklinga og fórnir má ekki vanmeta ef
allt fer á versta veg í viðsjánni.
Hafa ber í huga að einhver hótel og
veitingahús voru komin í vonda og von-
lausa stöðu áður en alda erfiðleika gekk
yfir. Slíkt hefur sinn gang.
Lausafjárkröfur
Í raun er staðan sú að einungis þrjú
fyrirtæki í landinu hafa svo sterka
lausafjárstöðu að þau geta stundað
rekstur án tekna í þrjá mánuði. Það eru
ISAVIA, Icelandair hf. og Lands-
virkjun. Sennilega hefur veirufaraldur-
inn ekki áhrif á Landsvirkjun.
Hagsmunir eins þessara fyrirtækja
eru nú undir. Icelandair hf. ætti að vera
að sigla inn í hábjargræðistímann núna
þegar viðsjár verða vegna alræmdrar
veirusýkingar. Það kann að ganga á
lausafé hjá Icelandair hf. ef veirufarald-
urinn verður svo árum skiptir. En þá
eru sennilega allar bjargir bannaðar
hvort eð er.
Rekstur stórra flugfélaga í Banda-
ríkjunum er þjóðaröryggismál. Alríkið
hefur veitt flugfélögum styrk, sem nem-
ur 3.500 milljörðum íslenskra króna, til
að takast á við veirufaraldurinn, í þeim
tilgangi að vernda hagsmuni ríkisins og
starfsfólks.
Fólk eða fyrirtæki?
Það kann að vera að mörgum þyki vel
í lagt við að aðstoða fyrirtæki til að
komast yfir erfiðleika af völdum veiru-
faraldurs og áhrif faraldursins á ferða-
þjónustu. Fyrirtæki eru fyrst og fremst
það fólk sem þar starfar og veitir þjón-
ustu. Margir eigenda hafa lagt mikið
undir við að stofna og viðhalda rekstr-
inum. Og greitt tryggingagjald. Trygg-
ing fyrir hvaða tjóni?
Markmiðið er að lágmarka tjón. Með
ýmissi löggjöf hafa verið lagðar veru-
legar skyldur á ríkissjóð. Aðgerðir lög-
gjafarvaldsins og ríkisstjórnarinnar eru
og verða að lágmarka áhrifin af þeim
skyldum sem löggjafinn hefur lagt á
ríkissjóð. Allar aðgerðir fram að þessu
hafa miðast við að viðhalda vinnuréttar-
sambandi.
„Eigið fé“ og lausafé
Þeim, er þetta ritar, finnst stundum
nóg um þegar talað er á þann veg að
fyrirtækin geti borið sitt tjón með því
að ganga á „eigið fé“! „Eigið fé“ er ekki
fé, þaðan af síður lausafé, og því dugar
það skammt. Það er í raun dapurt að
heyra að síðast af öllu eigi að aðstoða
Icelandair hf. Sterk staða Icelandair hf.
að veirufaraldri og stríði loknu er lykill-
inn að upprisu ferðaþjónustunnar eftir
viðsjár.
Eins og konan sagði
„Að vakna við að maður hefur mist
alt og að maður á ekki leingur neitt, er
það þá að vera manneskja?“ Þá er ekki
verið að vernda það frelsi sálarinnar,
sem fólk hefur þráð með skírlífinu.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Atvinnulaus maður
hefur misst frelsi og
sjálfstæði, það sem er
næst því að vera æðst
á eftir lífinu sjálfu.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Viðlög í viðsjárverðu