Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 GRÆNT ALLA LEIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fiskur verður ekki unninn í fiskiðju- veri Brims hf. á Norðurgarði í Reykjavík næstu tvo mánuðina. Að loknum vinnudeginum í dag hefst undirbúningur að uppsetningu á full- komnum vinnslubúnaði og hugbúnaði fyrir bolfiskvinnslu, auk endurbóta og nauðsynlegra lagfæringa á húsnæð- inu. Áætlað er að hefja vinnslu á Norðurgarði að nýju í lok júní. Brim og Marel skrifuðu undir samning um verkefnið í október í fyrra og áætlar Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri Brims, að í heild nemi fjárfestingin um þremur milljörðum. Unnið af krafti í Hafnarfirði Undanfarnar vikur hefur verið lögð áhersla á veiðar og vinnslu á karfa og ufsa vegna aðstæðna á erlendum mörkuðum. Tveir ísfisktogarar í stað þriggja verða gerðir út þann tíma sem breytingar standa yfir, einn ísfisk- togari Brims fer í slipp á tímabilinu og annar í önnur verkefni. Starfsfólk á Norðurgarði fer í sumarleyfi meðan á framkvæmdum stendur. Brim keypti Fiskvinnsluna Kamb hf. í Hafnarfirði síðastliðið haust, meðal annars með það að markmiði að nýta þá fiskvinnslu á meðan á framkvæmdum við Norðurgarð í Reykjavík stæði. Bætt verður veru- lega í starfsemina þar á meðan unnið verður að breytingum á Norðurgarði og er stefnt að því að hluta starfs- fólksins verði boðin vinna í Kambi meðan á framkvæmdum stendur. Ægir Páll segir að rólegt hafi verið á mörkuðum erlendis síðustu vikur og sala á afurðum verið mjög hæg. Þetta eigi sérstaklega við um sölu á sjó- frystum afurðum, þar sem t.d. Bret- landsmarkaði var lokað, og um fersk- an fisk en salan sé aðeins farin að taka við sér á ný á ferskum afurðum. Nýjasta tækni Þegar greint var frá samningi Brims og Marels sagði m.a. í frétta- tilkynningu: „Kerfið felur í sér ýmsar nýjungar, þar á meðal öflugt gæða- eftirlitskerfi og nýjustu róbótatækni sem mun sjálfvirknivæða og strauml- ínulaga vinnsluna til muna. Meðal þess sem Brim hefur fest kaup á er háþróað pökkunarkerfi með tíu róbótahausum sem mun strauml- ínulaga allt pökkunarferlið. Jafn- framt felur vinnslukerfið í sér þrjár FleXicut vatnsskurðarvélar ásamt til- heyrandi forsnyrtilínum og sjálfvirkri afurðadreifingu, auk þess sem Brim verður fyrst til að innleiða nýtt SensorX beinaleitarkerfi fyrir fersk- ar afurðir. Hugbúnaður verður í lyk- ilhlutverki í nýja vinnslukerfinu, þar sem hann tengir tækin í hverju vinnsluþrepi hvert við annað og tryggir jafnframt rekjanleika gegn- um allt vinnsluferlið.“ Morgunblaðið/Eggert Viðey RE Einn ísfisktogara Brims. Fullkominn bún- aður settur upp á Norðurgarði  Lokað í fiskiðju- verinu í tvo mánuði Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsmenn RVK Studios eru að undirbúa tökur á vísindaskáldsögu- þáttunum Kötlu, þar sem Vík í Mýr- dal og nágrenni er sögusviðið. Þættirnir verða sýndir á Netflix. Verkefnið kemur á besta tíma inn í samfélagið, þar sem ferðamennirnir sem bera atvinnulífið uppi skila sér ekki vegna kórónuveirufaraldursins. Sveitarstjórinn segir að íbúarnir taki þessu verkefni fagnandi. Þættirnir, sem eru úr smiðju Balt- asar Kormáks, eiga að gerast þegar Katla hefur gosið nær samfellt í heilt ár með tilheyrandi afleiðingum fyrir Víkurbúa. Hluti Víkur mun í samræmi við þetta breyta um svip á meðan á tök- um stendur, frá því sem nú er. Aska verður yfir öllu og staðurinn hálf yfirgefinn og eyðilegur. Þegar er byrjað að dreifa ösku á helstu töku- staði en einnig verður útliti staðarins breytt í eftirvinnslu, að því er fram kemur í tilkynningu RVK Studios til íbúa. Kemur á besta tíma „Við höfðum áhyggjur af þessu umstangi þegar það fór að dragast að tökur hæfust, enda áttum við von á því að bærinn yrði fullur af ferða- mönnum. En nú kemur þetta á besta tíma. Mér skilst að þættirnir verði sýndir í febrúar á næsta ári og held að þeir hljóti að verða mjög góð kynning fyrir okkur,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri í Vík. Kvikmyndatökufólkið áformar að hefja undirbúning á staðnum strax og samkomubannið breytist, 4. maí, og að mannskapurinn mæti 7. maí og verði meira og minna í Vík út mánuð- inn og jafnvel fram í júní. Í tilkynningu RVK Studios til íbúa kemur fram að mikil áhersla verði lögð á hreinlæti og sóttvarnir og að skila staðnum síðan vel af sér að tök- um loknum. 90% tengjast ferðaþjónutu Staðan í atvinnumálum í Mýrdals- hreppi er afar erfið enda byggist at- vinnulífið á ferðaþjónustu. Þorbjörg segir að 90% íbúanna séu í störfum sem tengist ferðaþjónustu. Það hafi því áhrif á öll heimili þegar ferða- menn komi ekki. Margir eru á hluta- bótum eða fullum atvinnuleysisbót- um og mælist atvinnuleysið 42% af vinnuaflinu nú um stundir. Þorbjörg er ekki bjartsýn um að atvinnuleysið muni minnka í maí, eins og Vinnu- málastofnun spáir, og telur að það gæti farið upp í 50%. Þeir fáu sem halda fullri vinnu eru starfsmenn sveitarfélagsins og dvalarheimilisins og bændur á fjórum kúabúum. Hún segir að kvikmyndaverkefn- inu fylgi stór hópur fólks. Það gistir á Hótel Kötlu, hvar annars staðar, og vonast Þorbjörg til að það nýti veit- ingahúsin og aðra þjónustu. Aska fellur á Vík í rúman mánuð  Umsvif sem fylgja tökum á vísindaskáldsöguþáttunum Kötlu eru kærkomin þegar ferðaþjónustan er í lamasessi  Flestir íbúarnir vinna við ferðaþjónustu og stefnir í 50% atvinnuleysi í næsta mánuði Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Öskufall Gamli sýslumannsbústaðurinn í Vík hefur greinilega eitthvert hlutverk í sviðsmyndinni. „Við þurfum aðstoð til að kom- ast í gegnum þessa mánuði. Við vitum að hingað koma ferða- menn þegar ferðamenn fara aft- ur að koma til landsins. Búið er að byggja mikið upp, bæði stór og lítil fyrirtæki, og það væri mikil sóun ef við þyrftum að bakka aftur í tímann og byrja upp á nýtt,“ segir Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri. Hún segir að ástandið sé ekki enn farið að hafa mikil áhrif á hag sveitarfélagsins sjálfs. „Ég óttast að fyrirtækin gefist upp á að halda ráðningarsambandi við starfsfólk og þá fari fólkið að flytja úr sveitarfélaginu. Þetta er kvikur hópur, margir af er- lendum uppruna.“ Tvær framkvæmdir á vegum ríkisins eru að hefjast. Lagfær- ingar á veginum í gegnum þorp- ið og gerð hringtorgs eru að hefjast og verið er að bjóða út varnargarð austan við þorpið vegna Kötluhlaupa. Þorbjörg segir að framkvæmdunum fylgi einhver vinna og umsvif. Óttast að fólkið flytji KVIKUR HÓPUR Starfsfólk Auðkennis hringir nú í alla handhafa rafrænna skilríkja þegar skilríkin eru við það að renna út, til þess að minna þá á. Það er gert til þess að fólk lendi síður í þeim erfiðu aðstæðum að vera með útrunnin skil- ríki og ef til vill bundið heima í sóttkví eða einangrun vegna kórónu- veirufaraldursins. Hingað til hefur Auðkenni sent smáskilaboð í þá síma sem eru með rafræn skilríki. Nú hefur símtalinu verið bætt við, vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Haraldur A. Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Auðkennis, segir mis- jafnt hversu marga hringt sé í á dag en hópurinn sé ekki stór. Skilríkin duga í fimm ár og er sá tími kominn núna hjá mörgum. Fólk getur endurnýjað skilríkin sjálft í gegnum vef Auð- kennis eða mætt á starfsstöðina í Kringlunni, í bankaútibú eða til símafyrirtækis. Nú hefur aðgengi að þessari þjón- ustu minnkað, þar sem mörg banka- útibú eru með takmarkaðan aðgang og sumar verslana símafyrirtækja eru lokaðar. Þá þurfti Auðkenni að loka afgreiðslu sinni vegna slæmrar aðstöðu til sóttvarna. Haraldur segir að fyrirtækið hafi í staðinn opnað að- stöðu í Kringlunni tímabundið. Hún er í göngugötunni og einnig í aðstöðu Sambíóanna. Fólk geti alltaf snúið sér þangað. Erfitt í sóttkví og einangrun Haraldur segir að vandinn sé meiri þegar skilríkin renni út á meðan fólk er í sóttkví eða einangrun, þess vegna sé betra að huga að endur- nýjun í tíma. Skilríkin endurnýjast til fimm ára og eru endurgjaldslaus. Um 80% landsmanna eru með rafræn skilríki og hlutfallið er yfir 90% í aldurs- hópnum 30 til 70 ára. helgi@mbl.is Fólk er minnt á endurnýjun  Auðkenni sendir SMS og hringir ef fólk gleymir sér Haraldur A. Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.