Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
• Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun
• Tilbúið til matreiðslu á 3-5 mínútum
• Afkastamikið og öflugt
• Mjög góð hitastýring á kolum
• Ytra byrði hitnar ekki
• Færanlegt á meðan það er í notkun
• Innra byrði má fara í uppþvottavél
• Taska fylgir
• Mikið úrval aukahluta
STÓRSNIÐUGT GRILL
Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á FASTUS.IS/LOTUSGRILL
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„KOMDU NÚ, TRYGGUR. ÞÚ ÁTT AÐ MÆTA Í
PÍANÓTÍMANN ÞINN.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... sitt eigið tungumál.
SJÁÐU ÓGNANDI
AUGNARÁÐIÐ
NEI, NEI, BÍDDU.
ÉG GET GERT
BETUR
NEI, ÞETTA
VAR FREKAR
ÓGNVEKJANDI
HVÍ EKKI?!
BANNAÐU MÉR AÐ PANTA ÞETTA
NOKKURN TÍMANN AFTUR!
„ÞETTA ERU BARA HUGSANIR – ÞÚ ÞARFT
EKKI AÐ KRASSA YFIR ÞÆR.”
VILJIÐ ÞIÐ PRÓFA „TVEIR FYRIR EINN”
DRYKK AF TILBOÐSSEÐLINUM
OKKAR?
slagurinn um næstu krónu? „Jú, ís-
lenska leiðin til að vera tónlistar-
maður er að vera að gera rosalega
marga hluti, nú er það til dæmis al-
veg dottið upp fyrir að spila á böllum
og tónleikar hafa í raun tekið við af
þeim, margir eru að kenna og oft
þarf að róa öllum árum til að lifa af
þessu. Þetta var að mörgu leyti góð-
ur tími þegar böllin voru og hægt að
hafa mjög góðar tekjur af þeim, en
það sem er að mörgu leyti komið í
staðinn er þessi tónleikamenning og
tónleikahúsin sem nú eru komin, til
dæmis Harpan og Salurinn í Kópa-
vogi, að ógleymdum þessum jóla-
tónleikum, fyrirbæri sem var nánast
varla til fyrir tíu árum. Þannig að
möguleikarnir eru ýmsir og maður
þarf bara að vera skapandi í hugsun.
Þessar streymisveitur geta til dæm-
is gefið þokkalegar tekjur en þú
þarft að hafa rosalega mikla spilun
til að fá einhverjar tekjur af þeim.
Þannig að það eru ýmsar leiðir, en
maður þarf að vera eiginlega bara í
öllu til að láta hlutina ganga,“ segir
Friðrik Karlsson gítarleikari að
lokum, sextugur í dag.
Fjölskylda
Sambýliskona Friðriks er Laufey
Birkisdóttir, f. 22.1. 1961, snyrti-
fræðingur. Börn Laufeyjar eru
Birkir Thor Björnsson háskólanemi,
f. 5.3. 1999, og María Elísabet
Björnsdóttir háskólanemi, f. 1.11.
2000.
Barnsmóðir Friðriks er Steindóra
Gunnlaugsdóttir, f. 30.12. 1968,
kennari. Foreldrar Steindóru eru
Gunnlaugur Sigurðsson rann-
sóknarlögreglumaður, f. 2.1. 1932,
og Jóhanna Guðrún Steinsdóttir
verkakona, f. 18.7.1934. Dóttir Frið-
riks er María Von Friðriksdóttir
menntaskólanemi, f. 4.2. 2002. Bróð-
ir Friðriks er Sigurbjörn Karlsson
bifvélavirki, f. 23.12. 1956, maki
Steinunn Gunnarsdóttir, f. 20.9.
1953. Sammæðra hálfsystkini eru
Guðrún Björg Karlsdóttir, f. 3.10.
1972, námsráðgjafi, Kolbrún Kristín
Karlsdóttir, f. 21.2. 1975, vefstjóri,
og Jón Einar Karlsson, f. 7.8. 1976,
rafeindavirki. Samfeðra þýsk hálf-
systkini eru Werner og Ingeborg
Sawitzky.
Friðrik Karlsson
Maria Sawitzky
sporvagnstjóri í Berlín
Frederich Sawitzky
veitingamaður í Berlín
Karl Friðrik Karlsson
efnaverkfræðingur í
Manheim í Þýskalandi
Þóra Einarsdóttir
húsmóðir á Húsavík
Erlendur Guðlaugsson
sjómaður á Húsavík
Einar Sveinn Erlendsson
hafnarverkamaður
Sigurbjörg Björnsdóttir
verkakona í Álafossi í
Mosfellssveit
Sigþrúður Dagbjartsdóttir
húsmóðir á Hryggjum í Skaftafelli
Björn Björnsson
bóndi á Hryggjum í
Skaftafelli
Úr frændgarði Friðriks Karlssonar
Guðbjörg Einarsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Hafsteinn Reykjalín Jóhannes-son byrjaði að yrkja eftir
miðjan aldur. Fyrsta ljóðabók hans
„Út úr þokunni“ kom út 2012 og nú
í apríl sú fimmta, „Gengin slóð“.
Yrkisefnin sækir hann í daglega
lífið. Hann tók sér það fyrir hendur
á árinu 1918 að yrkja eina vísu eða
ljóð á dag og þetta er afraksturinn,
- 225 sýnishorn af skáldskap þess-
um. Það er sérstaða þessarar bókar
að geta þannig fylgst með höfund-
inum og því sem hann er að hugsa
frá degi til dags. Hafsteinn er fædd-
ur og uppalinn á Hauganesi við
Eyjafjörð og ólst upp við sjósókn og
saltfiskverkun. Það á því ekki að
koma á óvart, að „Norðangarri“
nefnist fyrsta erindið í bókinni:
Nú spáir hann norðan og versnandi
veðri,
verða mun snjókoma um Norðurland.
Eins gott að klæðast þá íslensku leðri,
ískaldur snjórinn mun nýtast í bland.
Hafsteinn hefur fengist við
margt. Hann var vélstjóri á fiski-
skipum og fossum Eimskipafélags-
ins, var í sjálfstæðum atvinnu-
rekstri, hélt málverkasýningar og
hefur samið ljóð og lög fyrir kirkju-
kóra. Ekki að furða þótt hann yrki:
Allt finnst mér snúast í heiminum hratt,
allt hverfult og margt við að glíma.
Lífið er snúið en líður þó glatt,
mig langar að fá meiri tíma.
Matarsmekkur hans kemur ekki
á óvart:
Siginn fisk og selspik þykkt
segist kunna að meta,
kartöflur og kjöt með lykt
og kjamma sviðna eta.
Smáskemmtilegt er „Hver sem
er“:
Ef stein á dettur dropinn
dæld þá byrjuð er.
Hver sem er með opin
augu þetta sér.
Menn velta ýmsu fyrir sér í dags-
ins önn:
Ef að heilsan þjakar þig
þarftu ást og hlýju.
Þeir sem lækna sjálfa sig
sjá gott líf að nýju.
Það er léttur húmor í „stutt-
ljóðum“ Hafsteins:
Nú borða ég ljúffengt og lekkert
og lít ekki sykri við.
Ég vil fá allt eða ekkert
en alls ekki síðan kvið.
Ein stakan ber yfirskriftina „5.3.
2018“:
Ég hef þennan dýrðar dag
í dagbók mína skráð,
því að ég hef ljóð og lag
lokið við í bráð.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ort um daglega lífið