Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Málarar. Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu, mjög sangjarnir í verðum. Upplýsingar í síma 782-4540 eða loggildurmalari@gmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Bústaðakirkja Ég óska ykkur gleðilegs sumars. Við hittumst vonandi fljótt eftir að Þríeykið gefur okkur grænt ljós. Bestu kveðjur og Guðsblessun til ykkar. Hólmfríður djákni Korpúlfar. Yndislegu Korpúlfar og co., Allt félagsstarf liggur niðri en hvetjum alla til að hreyfa sig eftir getu, borða hollt og fara varlega á óvissutímum. Takk fyrir hversu vel þið haldið utan um hvert annað með símhringingum og samskiptum á veraldarvefnum. Hlýjar kveðjur til ykkar allra og velkomið er að hafa samband rafrænt t.d. í gegnum fb. síðu Korpúlfa eða hringja í síma 662-5058. Kærleikskveðja. Seltjarnarnes Gleðilegt sumar kæru vinir. Tíminn líður og nú fer vonandi að styttast í að við fáum einhverjar upplýsingar varðandi okkar áframhald. Höldum áfram að sýna þolinmæði og bjartsýni. Höldum líka áfram að viðhalda hreinlæti og spritta. Hugið að nærinu og hreyfingu. Vonum að allir séu við góða heilsu. Eins og áður getur fólk sent ábendingar á fb síðuna. Einnig má hringja í Kristínu í síma 893 9800. Færir þér fréttirnar mbl.is ✝ Beinteinn Sig-urðsson fædd- ist í Hafnarfirði 26. júní 1928. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. apríl 2020. For- eldrar hans voru Sigurður Árnason kaupmaður, f. 7.8. 1879, d. 9.9. 1942, og Gíslína Sigur- veig Gísladóttir húsmóðir, f. 29.9. 1896, d. 26.10. 1975. Systkini Beinteins eru Friðþjófur, f. 20.7. 1924; Hulda Júlíana, f. 26.10. 1926, d. 24.8. 1928; Hulda Júlíana, f. 30.7. 1929, d. 19.4. 2004, og Sigríður Beinteins, f. 4.11. 1931. Systkini sammæðra voru Sigurgísli Melberg Sigurjóns- Gunnarsdóttir, f. 11.2. 1968. Dætur þeirra eru Ásta Björk, Auður Ýr og Helga Sif. Beinteinn bjó allt sitt líf í Hafnarfirði. Að loknu gagn- fræðaprófi hóf hann nám í húsasmíði í Iðnskóla Hafnar- fjarðar. Meistaraprófi í húsa- smíði lauk hann árið 1955. Árið 1953 stofnaði hann, ásamt Skúla Bjarnasyni, Tré- smíðaverkstæði Benna og Skúla í Hafnarfirði. Fyrstu árin var verkstæðið til húsa á Hverfisgötu 25, í húsinu sem Beinteinn fæddist og ólst upp í. Seinna fluttu þeir Skúli verk- stæðið að Hjallahrauni 7. Þar vann hann þar til þeir félagar seldu fyrirtækið árið 2000. Beinteinn var áhugamaður um tónlist og spilaði á trompet í Lúðrasveit Hafnarfjarðar á sínum yngri árum. Einnig stundaði hann golf til margra ára ásamt Ástu konu sinni. Útför Beinteins fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 24. apríl 2020. son, Sigríður Dag- björt Sigurjóns- dóttir og Sigurjón Melberg Sigurjóns- son. Hálfbræður samfeðra voru Árni, Halldór og Þráinn. Hinn 22. maí 1960 kvæntist Beinteinn eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ástu Ólu Gunnarsdóttur, f. 20.11. 1936. Foreldrar hennar voru Gunnar Ágúst Sigurfinnsson, f. 8.8. 1895, d. 12.8. 1966, og Sigrún Ólafsdóttir, f. 30.6. 1907, d. 16.5. 1986. Sonur Beinteins og Ástu er Gunnar Ágúst, f. 26.9. 1966. Kona hans er Þuríður Edda Ég man fyrst eftir mér á Arnarhrauni 32 í húsinu sem pabbi byggði sjálfur af mikilli vandvirkni og vinnusemi. Þessi tvö orð lýsa honum vel í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Pabbi stofnaði Trésmíða- verkstæði Benna & Skúla árið 1953, ásamt Skúla Bjarnasyni. Þar vann hann í 47 ár þar til þeir félagar seldu fyrirtækið ár- ið 2000. Af og til hjálpaði ég til á verkstæðinu en snemma varð ljóst að ég yrði aldrei smiður. Hversdagurinn var í föstum skorðum hjá pabba. Hádegin voru vel skipulögð. Skúli skutl- aði honum heim, svo hitaði hann upp mat frá kvöldinu áður eða hrærði saman hreint skyr og sykur, að því búnu var nestið fyrir eftirmiðdagskaffið sett í bitaboxið. Að lokum lagðist hann í sófann í stofunni og hlustaði á hádegisfréttir og náði sér í smá kríu áður en Skúli kom að sækja hann. Pabbi var góður smiður og verkstæðið var þekkt fyrir gæði og snyrti- mennsku, svo mikla að sumir sem þangað komu fóru úr skón- um áður en þeir gengu inn. Pabbi og mamma giftu sig 22. maí 1960. Það var síðan sex ár- um síðar að það fjölgaði á Arnarhrauninu þegar ég var ættleiddur. Pabbi og mamma bjuggu til einstaklega fallegt og gott heimili og æskuminning- arnar eru góðar og ljúfar frá þessum tíma. Eitt skipti sem oftar hafði ég verið pínu óþekkur. Pabbi sendi mig upp í herbergi þar sem ég átti að dúsa. Ekki var ég sáttur við það og skreið út um gluggann á annarri hæð, niður á bílskúrsþakið og þaðan kom ég mér niður í garð. Pabbi sá mig og rauk út á eftir mér, en þá tók ég mitt fyrsta alvöru hraðaupp- hlaup og stakk pabba af. Þegar ég leit við sá ég að hann hafði dottið kylliflatur í kartöflugarð- inum hjá nágrannanum. Þegar ég kom heim bjóst ég við skömmum en fékk bara hlátur og knús, reiðin risti aldr- ei djúpt hjá pabba. Pabbi studdi mig vel í gegn- um allt sem ég tók mér fyrir hendur. Hann hafði gaman af því að koma á handboltaleiki og horfa á mig spila með FH og landsliðinu. Hann spilaði fót- bolta á sínum yngri árum með ÍBH og hélt því bæði með FH og Haukum! Pabbi var síðastliðin sex ár á Hrafnistu, fyrst í dagdvöl og frá því í september síðastliðnum bjó hann þar. Þar leið honum alltaf mjög vel og hann tók þátt í félagsstarfinu af fullum krafti, brosandi, syngjandi og kátur. Hann talaði sérstaklega stoltur um árangur sinn í pílukasti, en hann vann iðulega til verðlauna í þeirri keppni. Ég vil þakka starfsfólki Hrafnistu sérstak- lega fyrir að hugsa vel um hann og láta honum líða svona vel. Honum þótti einstaklega vænt um Þuru og afastelpurnar sínar þrjár. Þær sakna hans mjög mikið. Alltaf þegar við hittumst spurði hann um mömmu og bað mig að passa hana. Hann spurði mig líka allt- af hvenær ég myndi flytja al- kominn heim til Íslands og fékk alltaf sama svarið frá mér: „Það styttist í það.“ Elsku besti pabbi, takk fyrir þann yndislega tíma sem við áttum saman. Gunnar Ágúst Beinteinsson. Nú er tengdafaðir minn hann Beinteinn eða Benni, eins og hann var alltaf kallaður, fallinn frá. Þrátt fyrir háan aldur bar andlát hans brátt að og kom okkur fjölskyldunni mjög á óvart. Benni var ekta gaflari, fædd- ur og uppalinn í Hafnarfirði, þar sem hann bjó alla tíð. Allan sinn starfsferil vann hann við smíðar, en hann var jú líka húsasmíðameistari. Meist- arasmiður var hann og þegar þau Ásta fóru að vera saman hafði hann þá þegar hafið smíði á Arnarhrauni 32, þar sem þau áttu svo eftir að búa allt til árs- ins 1985, er þau fluttu í minna húsnæði á Álfabergi 28. Benna og Ástu kynntist ég árið 1990 þegar ég fór að vera með Gunnari syni þeirra. Á þeim tíma voru þau á kafi í golfi og fannst mér þau tala um lítið annað og botnaði oft ekkert í um hvað var verið að tala. En þau voru samrýnd hjón og nutu þess að fara út á golfvöll og spila hring. Og ekki spillti fé- lagsskapurinn fyrir. Það voru ótal golfmót og ferðir, bæði inn- anlands og utan, sem áttu hug þeirra allan. Benni stundaði golfið meðan hann gat, en síð- ustu árin var sjónin farin að daprast mjög og lét hann því nægja að kíkja í kaffisopa upp í golfskála. En það var fleira sem Benni elskaði, hann elskaði matseldina hennar Ástu og tert- urnar sem hún bakaði. Þegar Ásta bar fram eina af sínum glæsilegu tertum sagði hann gjarnan: „Sjáðu hvað þetta er flott terta!“ og svo brosti hann og iðaði af tilhlökkun að mega smakka. Okkur Benna þótti líka gott að fá okkur rauðvínstár og skáluðum gjarnan þegar við hittumst. Benni var alltaf léttur í lund og hafði gaman af tónlist. Á sín- um yngri árum spilaði hann á trompet í Lúðrasveit Hafnar- fjarðar. Hann var alltaf raul- andi einhvern lagstúf og átti mörg uppáhaldslög, eins og Capri Katarina og Rósina. Ég og stelpurnar okkar, Ásta, Auður og Helga, þakka þér samfylgdina, elsku Benni. Þær minnast afa Benna með hlýju og söknuði. Skál í rauðvíni fyrir þér. Rósin Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Þuríður Edda Gunnarsdóttir. Beinteinn Sigurðsson ✝ Gunnar ÞórMagnússon framkvæmdastjóri fæddist á Hóli í Breiðdal 4. júlí 1938. Hann lést á Hornbrekku í Ólafsfirði 9. apríl 2020 eftir langvinn veikindi. Foreldrar Gunn- ars Þórs voru hjón- in Anna S. Sig- urpálsdóttir kennari, f. 16. maí 1919, d. 7. ágúst 1974, og Magnús E. Þórarinsson, kenn- ari og skólastjóri, f. 14. nóv. 1897, d. 28. sept. 1967. Bróðir Gunnars Þórs er Páll R., f. 7. júní 1939. Hann er kvæntur Kristínu M. Hafsteinsdóttur, f. 12. des. 1942, og eiga þau tvo syni og eina dóttur. Árið 1960 giftist Gunnar Þór eftirlifandi eiginkonu sinni, Brynju Sigurðar- dóttur frá Ólafs- firði, f. 25. nóv. 1939. Þau eign- uðust þrjá syni: Sigurð Gunnlaug, f. 15. júlí 1960, Magnús, f. 1. nóv. 1965, og Sigurpál Þór, f. 23. sept. 1967. Sigurður Gunn- laugur var giftur Hólmfríði Jónsdóttur, börn þeirra eru Björgvin Karl, Brynja og Davíð Fannar. Kona Magnúsar er Jana Sigfúsdóttir, börn Kristófer Þór, Karen Sif og Tómas Karl. Kona Sigurpáls Þórs er Signý Hreiðarsdóttir, börn Kristlaug Inga og Erla Marý. Útför fer fram í Ólafsfjarðar- kirkju í dag, 24. apríl 2020, kl. 14. Góður vinur okkar og samferða- maður í fleiri en einum skilningi, Gunnar Þór Magnússon, hefur nú kvatt þetta tilverustig. Hann kom að austan, nánar til- tekið úr Breiðdalnum, þar sem hann sleit barnsskónum að nokkru leyti. Var snemma sendur milli bæja með póst o.fl. sem ábyrgð fylgdi því að búa í sveit auk smala- mennskunnar. Hann mótaðist mjög af sveitamennskunni sem var rík í honum alla tíð og röskur var hann og fótfrár. Fjölskyldan fluttist að Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal þar sem faðir hans varð skólastjóri, síðan í Fljóts- hlíðina, þar sem faðir hans var kennari og skólastjóri. Þar átti Gunnar Þór heima fram yfir ferm- ingu og síðan komu nokkur ár þar sem hann sótti nám í Samvinnu- skólanum og Bændaskólanum Hvanneyri. Síðan gerðist hann starfsmaður Kaupfélagsins í Haganesvík í Fljót- um. Um það leyti kynntist hann til- vonandi eiginkonu sinni, Brynju Sigurðardóttur frá Árgerði á Kleif- um í Ólafsfirði, en þá var Gunnar starfsmaður hjá Kaupfélagi Ólafs- fjarðar. Rak hann um skeið flutn- ingafyrirtæki, en síðan starfaði hann með Sigurði Baldvinssyni, tengdaföður sínum, við útgerð og fiskverkun og tók við rekstri fyrir- tækis hans að honum gengnum. Gunnar átti auk þess alla tíð kindur og hesta með sonum sínum. Mikilvirkur var hann í félagsmál- um og var í forystusveit sjálfstæð- ismanna í nefndum og ráðum, sat í sóknarnefnd, var safnaðarfulltrúi Ólafsfjarðarkirkju um skeið og meðhjálpari. Er fram liðu stundir stofnuðu nokkrir vinir gönguhóp sem hittist daglega og gekk sér til heilsubótar oftast á Kleifarnar. Þá kemur til sögunnar Guðni Aðalsteinsson frá Vík í Fáskrúðsfirði, frændi Gunn- ars Þórs og jafnaldri, sem nú er lát- inn. Hann var mikill göngumaður og slóst í hópinn sem tók sér nafnið Útigangsmenn. Seinna útvíkkaði þessi hópur sviðið, með mökum og nokkrum fleirum og úr varð ferðahópurinn Brynjuferðir. Tilgangur hans var að skoða landið vítt og breitt sem við höfum gert saman á hverju sumri síðan 2011 og alltaf á nýjar slóðir. Þetta hafa verið skemmti- legar, fróðlegar og ævintýralegar ferðir. Við höfum sett okkur niður á ákveðnum stað og haft þar bæki- stöð og farið þaðan í skoðunarferð daglega. Þannig höfum við skoðað Strandir, Snæfellsnes, N-Austur- land, Suðausturland, Suðurland, Reykjanesið, o.fl. Sérstaklega hafði Gunnar Þór gaman af að koma á sínar æskuslóðir fyrir austan og sunnan. Við hefðum ekki séð svona mik- ið af landinu ef þessar ferðir hefðu ekki komið til og erum við mjög þakklát Gunnari Þór og Brynju vináttu og samfylgd fyrr og síðar. Við sendum Brynju og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd göngu- og ferða- félaga, Óskar Þór Sigurbjörnsson. Kveðja frá Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar Gunnar Þór var góður rótarý- félagi og ávallt tilbúinn í verkefni sem svona klúbbur eins og okkar tekur sér fyrir hendur. Oftast eru þau á einhvern hátt tengd nánasta umhverfi og sam- félagi fólks og til þess að þau gangi þarf fólk að vinna þétt saman og styðja hvert annað og það þarf oft- ar en ekki eitthvert fjármagn til þeirra. Í Gunnari Þór hafði klúbburinn hugmyndaríkan mann til fjáröfl- unarverkefna, sem gat í starfi sínu sem framkvæmdastjóri haft ýmis- legt til málanna að leggja. Minnist sá sem þessi orð skrifar ógleymanlegra kvöldstunda í fisk- húsi Stíganda, þar sem menn unnu við ýmis fiskvinnslustörf svo sem að kippa hausa, spyrða og hengja upp fisk svo eitthvað sé nefnt. Ýmist einir og sér eða með starfs- fólki Stíganda. Auðveldaði þessi vinna mjög fjármögnun þeirra verkefna sem biðu klúbbsins og voru það einkar gefandi stundir. Fyrirtæki Gunnars Þórs gaf klúbbnum í mörg ár eða jafnvel í áratugi jólatré sem sett voru upp í kirkjugarði Ólafsfjarðar fyrir hver jól. Gunnar Þór fylgdist jafnan með að þau tré stæðust útlitskröf- ur hans og haft er fyrir satt að hann hafi eitt sinn skilað tré og krafið seljendur annars í staðinn. Eftir það voru að sjálfsögðu eingöngu fallegustu trén send til Ólafsfjarðar. Það hefur alla tíð verið gæfa klúbbsins að hafa virkjað maka og fjölskyldur með í leik og starf og þar hafa þau hjón Gunnar Þór og Brynja verið í fremsta flokki. Í seinni tíð hefur Brynja tekið að sér að vera fulltrúi þeirra beggja sökum veikinda Gunnars Þórs. Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar var þekktur fyrir viðamikið skipti- nemastarf og komu þau hjónin talsvert að þeim málum. Tveir synir þeirra voru skiptinemar; Magnús í Bandaríkjunum og Sig- urpáll fór til Ástralíu. Samkvæmt hefðinni tóku þau erlenda skiptinema inn á heimili sitt í staðinn. Gunnar Þór og fjölskylda voru hvað duglegust að hýsa skipti- nema og námshópa GSE sem heimsóttu okkur á leið sinni um landið og við heimsóttum erlendis. Hjá þeim hópum var vinsælast að fara á hestbak og lagði Gunni Þór til hestana, sem alltaf voru til- búnir. Þetta var ómetanlegt og ber að þakka. Gunnar Þór gerðist rótarý- félagi 26. apríl 1973; félagi í 47 ár og heiðursfélagi þau síðustu. Gunnar Þór var þrisvar á ferli sín- um forseti klúbbsins og er hann annar af tveimur félögum sem það hafa verið, hinn er Óskar Þór Sigurbjörnsson. Klúbbfélagar vilja nú þegar leiðir skilja þakka Gunnari Þór, framlög og ómetan- leg störf í þágu klúbbsins og sam- félagsins. Í lok hvers fundar syngja fé- lagar klúbbsöng sinn sem Hart- mann Pálsson orti við lag sr. Ing- ólfs Þorvaldssonar. Lýsandi kvæði, fyrir eðli og áskoranir lífsins. Eldarnir brenna, elfur tímans renna. Ólgandi lífið hefur margt að bjóða. Einn lyftir bjargi, annar stýrir penna, en orðið var fyrsti hreyfimáttur þjóða. Höfundi lífsins helgum starfið góða. Klúbbfélagar senda Brynju og ættingjum öllum innilegustu sam- úðarkveðjur um leið og við minn- umst góðs félaga. F.h. Rótarýklúbbs Ólafs- fjarðar, K. Haraldur Gunnlaugsson, forseti. Gunnar Þór Magnússon Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.