Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 24. apríl 1979 Morgunblaðið skýrir frá því að belgíska knattspyrnufélagið Lokeren vilji semja að nýju við hinn 17 ára gamla Arnór Guð- johnsen sem er að ljúka fyrsta tímabili sínu hjá félaginu. Arn- ór skoraði eitt mark og lagði upp þrjú í síðasta leik liðsins, 7:0 sigri á La Louviere þar sem Keflvíkingurinn Þor- steinn Bjarnason varði mark mótherjanna. 24. apríl 1982 Kraftajötunninn Jón Páll Sig- marsson setur tvö Evrópumet í kraftlyftingum á móti í beinni útsendingu í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins. „Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál,“ hrópar hann með 362,5 kg í hönd- unum í réttstöðulyftu en um leið setur hann Evrópumet í samanlögðu í sínum þyngdarflokki, 940 kg. 24. apríl 1987 Ragnheiður Ólafsdóttir setur Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi kvenna þegar hún hleypur vega- lengdina á 4:14,94 mínútum á háskólamóti í Des Moines í Bandaríkjunum. Hún bætti eigið sex ára met um eina sek- úndu og þetta met hennar stóð í 30 ár, eða þar til Aníta Hin- riksdóttir hljóp á 4:06,43 mín- útum árið 2017. 24. apríl 1994 Ísland sigrar Bandaríkin, 2:1, í vináttulandsleik karla í knatt- spyrnu í Kaliforníu, aðeins 55 dögum áður en bandaríska lið- ið spilar fyrsta leik sinn á heimavelli á HM 1994. Helgi Sigurðsson kemur Íslandi yfir snemma leiks og Bjarki Gunn- laugsson skorar sigurmarkið á 86. mínútu eftir fyrirgjöf Ólafs Þórðarsonar. 24. apríl 1996 Eiður Smári Guðjohnsen, 17 ára gamall leikmaður PSV Eindhoven, kemur inn á sem varamaður í sínum fyrsta A- landsleik í knattspyrnu, fyrir Arnór Guðjohnsen, föður sinn, þegar Ísland sigrar Eistland, 3:0, í vináttulandsleik í Tall- inn. Þeir eru þar með fyrstu feðgar heims til að taka þátt í sama landsleiknum. Bjarki Gunnlaugsson skorar öll þrjú mörk íslenska liðsins. 24. apríl 2000 Haukar tryggja sér Íslands- meistaratitil karla í fyrsta skipti í 57 ár með því að sigra Fram, 24:23, í fjórða úrslita- leik liðanna um titilinn í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Guðmundur Karlsson stýrir Haukum til sigurs en honum hafði nokkr- um mánuðum fyrr verið til- kynnt að hann yrði ekki endurráðinn eftir tímabilið. 24. apríl 2010 Morgunblaðið segir frá því að Ragna Ingólfsdóttir badmin- tonkona hafi flogið upp um 29 sæti á heimslist- anum í íþróttinni eftir frammi- stöðu sína á EM í Manchester. Þar komst hún í sex- tán liða úrslit, fyrst íslenskra kvenna. Á ÞESSUM DEGI FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslands- meistara KR, á von á því að knatt- spyrnumenn hér á landi verði eins og beljur á vorin þegar þeir mega byrja að æfa saman á nýjan leik 4. maí næstkomandi. Samkomubann hefur ríkt hér á landi frá 13. mars vegna kórónuveir- unnar en 4. maí verður slakað á banninu. Þá mega íþróttamenn með- al annars byrja að æfa saman, sjö í einu, en í upphafi stóð til að aðeins fjórir leikmenn gætu æft saman eftir tilslakanirnar. Þá gaf Knattspyrnusamband Ís- lands, KSÍ, það út á dögunum að til stæði að hefja leik í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildinni, 14. júní og styttist því óðum í að knatt- spyrnusumarið fari af stað hér á landi. „Við erum farnir að huga að næstu skrefum varðandi æfingar og und- irbúning eftir þessar góðu fréttir sem bárust í vikunni,“ sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið. „Það er ansi stór munur á því að geta æft sjö saman í einu og fjórir saman í einu. Að vera sjö saman í hópi býður upp á mun meiri möguleika og það er miklu meira hægt að gera á æfing- unni sjálfri. Það eru líka miklar gleðifréttir að við getum farið að hittast meira, allt liðið, þótt við þurfum vissulega að halda góðri fjarlægð á milli manna. Það er mjög mikilvægt fyrir strák- ana að hittast reglulega og menn var farið að lengja mikið eftir því að geta hreyft sig almennilega. Ég finn ekki fyrir neinu öðru en mikilli tilhlökkun í öllum hópnum að hefja leik.“ Krefjandi áskorun Rúnar viðurkennir að það hafi ver- ið mikil áskorun að undirbúa og þjálfa liðið á meðan samkomubannið stóð yfir en ítrekar að þjálfarateymi liðsins hafi fylgst vel með öllum leik- mönnum liðsins í millitíðinni. „Þetta hafa vissulega verið krefj- andi tímar fyrir okkur þjálfarana. Það eru ekki margir möguleikar í stöðunni þegar menn geta ekki æft. Við höfum sent leikmönnum æf- ingaáætlun sem hefur aðallega snúið að hlaupum og úthaldsæfingum. Við höfum reynt að hafa einhvern smá fjölbreytileika í þessu svo menn séu ekki eingöngu að hlaupa Neshring- inn aftur og aftur á sama hraðanum. Við höfum reynt að snerta á eins mörgum þáttum og við getum varð- andi alla styrktarþjálfun. Þetta hef- ur verið áskorun og alls ekki auðvelt en ég tel að liðið sé í góðu standi á þessum tímapunkti. Við höfum not- ast við Playertek-æfingavestin og þau hafa gefið okkur mjög greinar- góðar upplýsingar og það er mikill munur fyrir okkur að geta fylgst svona vel með strákunum.“ Þreyttir á einverunni Valur og KR áttu að mætast í upp- hafsleik Íslandsmótsins síðasta mið- vikudagskvöld, 22. apríl, en ekkert varð úr því vegna kórónuveirunnar. KSÍ stefnir á að fyrstu leikir úrvals- deildarinnar fari fram 14. júní og Rúnar viðurkennir að það sé gott að hafa ákveðna dagsetningu til þess að miða við. „Það styttist í að við getum farið að hittast með allt liðið. Menn eru orðnir þreyttir á að æfa einir og geta ekki gert meira, sem er bara eðlilegt. Við í þjálfarateyminu erum búnir að vera duglegir að taka reglulega púls- inn á mönnum og það eru allir mjög spenntir að fara aftur af stað. Við erum farnir að sjá ljósið í myrkrinu og menn hafa aðeins áttað sig á því, almennt bara, hversu stór hluti fótboltinn er af lífi okkar og hvað hann gefur manni mikið. Það er gríðarleg tilhlökkun hjá öllu félag- inu, leikmönnum, þjálfurum og öllum sem standa í kringum það að gera vel í sumar.“ Fullmannaður hópur Mörg félög eiga í miklum rekstrarvanda vegna efnahagsáhrif- anna sem kórónuveiran hefur valdið og tóku allir leikmenn KR á sig launalækkun fyrr í mánuðinum. Rúnar er ánægður með leikmanna- hóp sinn og ætlar sér ekki að styrkja hann frekar fyrir átökin í sumar. „Við erum ekki að fara að bæta við leikmönnum. Hópurinn er fullmann- aður og staðan á honum er góð að undanskildum Emil Ásmundssyni, sem sleit krossband í hné í upphafi undirbúningstímabilsins og missir þar af leiðandi af tímabilinu. Við tók- um þá ákvörðun fyrir áramótin, áður en kórónuveiran hóf að herja á okk- ur, að við værum með fullmótaðan hóp og það hefur ekki breyst. Það styttist í að við getum farið að spila líka og það hafa átt sér stað umræður varðandi æfingaleiki og annað um leið og lög og reglur gera ráð fyrir. Við vitum ekki ennþá hve- nær við megum byrja að æfa allir saman en ég á von á því að við byrj- um að spila fljótlega eftir það,“ bætti Rúnar við í samtali við Morgun- blaðið. Erum farnir að sjá ljósið í myrkrinu  Rúnar kveðst finna fyrir mikilli tilhlökkun hjá leikmönnum KR Morgunblaðið/Hari Meistarar Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í KR fögnuðu Íslands- meistaratitlinum í haust og gætu hafið titilvörnina um miðjan júní. Bjarni Magnússon hefur verið ráð- inn þjálfari kvennaliðs Hauka í úr- valsdeildinni í körfuknattleik. Ingvar Guðjónsson, annar fyrrver- andi þjálfari liðsins, verður Bjarna til aðstoðar, en þeir voru ráðnir til tveggja ára. Bjarni var til aðstoðar í þjálfarateymi hjá báðum Hauka- liðunum á síðasta tímabili og stýrði kvennaliðinu í lokaleikjum tíma- bilsins eftir að þjálfaranum Ólöfu Helgu Pálsdóttur var sagt upp störfum í lok febrúar. Undir stjórn Bjarna varð kvennalið Hauka bikarmeistari árið 2014. Bjarni þjálfar Hauka næstu ár Ljósmynd/Haukar Þjálfari Bjarni Magnússon stjórnar Haukum næstu tvö tímabil. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, staðfesti í gær að Evrópu- keppni kvenna í knattspyrnu sem fram átti að fara á Englandi sum- arið 2021 yrði frestað um eitt ár og færi fram þar í landi 6. til 31. júlí 2022. Reiknað var með að þetta yrði niðurstaðan eftir að Ólympíu- leikunum var seinkað um eitt ár, til sumarsins 2021, því A-landslið kvenna eru þar á meðal keppnis- liða. Ísland hefur lokið þremur leikjum af átta í undankeppninni og unnið þá alla en hinir fimm áttu að fara fram á þessu ári. EM frestað til sumarsins 2022 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon EM Ísland á eftir að leika fimm leiki í undanriðlinum fyrir keppnina. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti að loknum fundi framkvæmdastjórnar sinnar í gær að áfram væri lögð þung áhersla á að öllum deildakeppnum tímabilsins 2019-20 yrði lokið með því að spila þær til enda. Aðildarþjóðunum var þó gefið ákveðið svigrúm í þeim tilfellum þar sem ómögulegt kynni að reyn- ast að ljúka keppni af völdum útbreiðslu kórónu- veirunnar. Í þeim tilvikum yrði viðkomandi deild að taka ákvörðun um hvernig það væri framkvæmt og fá síðan staðfestingu á því frá knattspyrnusambandi sinnar þjóðar. Lykilatriði, að sögn UEFA, er að staðið sé að slíku á algjörlega óvéfengjanlegan hátt og æski- legast væri að niðurstaða fengist með keppni inn- an vallar. UEFA áskilur sér síðan rétt til þess að sam- þykkja eða hafna því að lið frá umræddum löndum fái keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu og Evr- ópudeild UEFA á næsta keppnistímabili.  Þá var tilkynnt að UEFA myndi strax senda greiðslur til félagsliða vegna þátttöku leikmanna með landsliðum sínum í undankeppni EM karla sem stóð yfir allt árið 2019. Samtals fá félög leik- manna þeirra 55 landsliða sem léku í undan- keppninni 10,7 milljarða íslenskra króna. Meðal þeirra félaga eru Valur og Víkingur, þar sem Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævars- son úr Val og Kári Árnason úr Víkingi léku með íslenska landsliðinu í undankeppninni. Sérstaklega verður síðan greitt fyrir EM- umspilið að því loknu, samtals 426 milljónir króna. Áherslan á að ljúka tímabilinu  UEFA gefur ákveðið svigrúm ef ekki reynist mögulegt að ljúka deildakeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.