Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 32
Þurrk- grindur Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 verslun@brynja.is | brynja.is 3 stærðir Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Frí heimsending út apríl Innan- og utandyra 60 cm x 3,6 lm, ber 10 kg Verð kr. 7.960 80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg Verð kr. 9.850 100 cm x 8,5 lm, ber 20 kg Verð kr. 10.980 Berglind Svavarsdóttir opnar einkasýningu sína Mi- mesis í Gallerí Fold á morgun, 25. apríl, kl. 14, en vegna Covid-19-faraldursins og samkomubanns verður ekki um hefðbundna opnun að ræða heldur opnun í beinu streymi á Facebook-síðu gallerísins. Berglind mun svara fyrirspurnum sem koma í gegnum streymið á meðan opnunin stendur yfir. Berglind sýnir röð mál- verka sem eru eins konar könnunarleiðangur inn í nátt- úru gróðurs og smádýra. Þetta er fyrsta einkasýning hennar í Gallerí Fold. Opnun málverkasýningar Berg- lindar í beinu streymi á Facebook FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 115. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Lasse Virén frá Finnlandi varð fyrstur til að sigra bæði í 5 og 10 kílómetra hlaupi á tvennum Ólympíuleikum í röð, en þetta afrekaði hann í München árið 1972 og í Montréal árið 1976. Á milli leikanna varð hann fyrir vægast sagt óvenjulegum meiðslum. Um þessi afrek Finnans og lífshlaup hans er fjallað í Sögustund á íþróttasíðum blaðsins í dag. »27 Afrekið sem Finninn vann fyrstur ÍÞRÓTTIR MENNING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við höfum fengið mjög góð við- brögð við þessu. Söngáhugi þjóðar- innar hefur jafnan verið mikill en líklega aldrei meiri en nú. Við leitum gjarnan meira í listina þegar annað brest- ur,“ segir Gunnar Guð- björnsson, óperusöngvari og skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, en skólinn býður nú almenningi upp á ókeypis söngtíma á netinu. Búið er að setja tvo tíma á vefinn, m.a. á Youtube og vef skólans, songskoli.is. Gunnar var með fyrsta tímann og í fyrradag bættist við annar tími með Hönnu Dóru Sturludóttur, óperu- söngkonu og kennara við skólann. Að sögn Gunnars hafa viðtökurnar verið frábærar og hátt í þúsund manns horft á söngtímana. „Hugmyndin að baki þessu fram- taki er ekki síst að vekja athygli á heilsueflandi söngnámi, sem ég hef aðeins verið að vinna með og þróa að undanförnu. Heilsueflandi söngnám styðst við fjölmargar rannsóknir á áhrifum söngs á fólk og nú þegar kvíði sækir á og einangrunin er farin að hafa áhrif á andlega líðan okkar er ekki verra að geta tekið lagið,“ segir Gunnar og bendir á að sl. haust hafi komið út skýrsla á vegum Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar, WHO, um áhrif listanna á heilsu fólks. Þar hafi sannast að söngur sé meðal sterkustu afla. Líkja megi áhrifum hans við að stunda hreyfingu, þegar leysist úr læðingi efni í líkamanum sem hafi já- kvæð áhrif á andlega líðan og heilsu. „Það var hugsunin á bak við þetta verkefni okkar, að veita þeim sem vilja meira út úr söngnum sínum smá aðstoð við sönginn og dreifa út í samfélagið örlítilli gleði á erfiðum tímum,“ segir Gunnar enn fremur. Starfsemi söngskólans hefur rask- ast vegna veirufaraldursins en kennsla þó haldið áfram að hluta gegnum netið, með fjarbúnaði á borð við Zoom, Teams eða Skype. Hóp- tímar hafa frestast en Gunnar reikn- ar með að það takist að ljúka vetrar- starfinu fyrir lok maí eða í byrjun júní. Það sé þó einstaklingsbundið hvenær nemendur nái að klára nám sitt, eða ljúka áföngum fyrir frekara söngnám. Skráðir nemendur eru 115 talsins og segir Gunnar ásóknina alltaf að aukast. Nú sé byrjað að taka við um- sóknum fyrir næsta skólaár og eftir- spurnin sé mikil. Skjáskot/Youtube Kynning Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri með fyrsta söngtímann sem Söngskóli Sigurðar Demetz bauð á netinu. Leitað meira í listina þegar annað brestur  Söngskóli býður almenningi ókeypis söngtíma á netinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.