Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Streymisfundur meðBjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæð- isflokksins, og Þórdísi KolbrúnuReykfjörðGylfadóttur varafor- manni verður í hádeginu í dag, föstudaginn 24. apríl kl. 12:00. Farið á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins til þess að fylgjast með fundinum og senda inn spurningar. Streymisfundurmeð Bjarna&Þórdísi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Í HÁDEGINU NÚ ÍDAG: Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Engar hvalveiðar verða í ár, ef að líkum lætur. Aðalástæða þess að Hvalur hf. hefur ekki hval- veiðar annað árið í röð er erfiðleikar á mark- aðnum í Japan, að sögn Kristjáns Loftssonar framkvæmdastjóra. Stjórnvöld niðurgreiða veiðar heimamanna þannig að hvalaafurðir héðan verða ekki samkeppnisfærar. Auk þess eru gerðar aðrar kröfur til heilbrigðisvottunar afurða sem fluttar eru héðan en þeirra eigin af- urða. „Við leggjum ekki keisarann í Japan, hann er öflugri en það,“ segir Kristján. Eftir að Jap- anir sögðu sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu á árinu 2018 hafa þeir stundað hvalveiðar í eigin landhelgi. Eru það bæði sandreyður og undir- tegund hennar og hrefna. Veiðarnar fara fram frá bátum sem leggja upp hjá móðurskipi úti á miðunum. Einnig á minni bátum sem veiða hrefnu nær landi og landa aflanum ferskum á markað. Telur Kristján að kvótinn samsvari af- urðum af um 100 langreyðum. Endalausar kröfur „Veiðarnar eru svo mikið niðurgreiddar að verðið á afurðunum skiptir útgerðirnar engu máli. Greiðslurnar eru líka faldar á ýmsan hátt. Það gengur ekki fyrir okkur að keppa við þetta,“ segir Kristján. Hann segir að enn séu gerðar endalausar kröfur um prufur og efna- greiningar hér og í sumum tilvikum endur- tekningar í Japan en engar kröfur gerðar til af- urða frá japönskum útgerðum. Segir Kristján að þótt markaðurinn í Japan væri í lagi hefði verið nánast vonlaust að hefja veiðar og vinnslu vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Menn séu að vinna við hvalskurð í miklu návígi. Ef einhver veiktist þyrfti að setja marga menn í sóttkví og þá gengi dæmið ekki upp. Unnið að rannsóknum Kristján er þó ekki af baki dottinn með að hefja hvalveiðar að nýju. Hann segir að rann- sóknir sem unnið hafi verið að á úrvinnslu úr hvalaafurðum séu í fullum gangi. Þær felast í því að athuga möguleika á því að nýta lang- reyðarkjöt í járnríkt fæðubótarefni fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi og framleiða gelatín úr beinum og hvalspiki til lækninga og matvæla- vinnslu. Heimilt er að veiða 161 langreyði á ári vest- an við landið og 48 austan við það og 217 hrefn- ur á landgrunninu. Engar hvalveiðar voru stundaðar á síðasta ári en árið 2018 voru veidd- ar 146 langreyðar en aðeins 6 hrefnur. Leggjum ekki keisarann í Japan  Engar hvalveiðar í ár  Kristján Loftsson segir að hvalveiðar í Japan séu svo mikið niðurgreiddar að ekki sé hægt að keppa við þær  Þróa efni úr hvalaafurðum til fæðubótar og lækninga Morgunblaðið/Júlíus Hlé Hvalbátarnir liggja bundnir við bryggju. Í Laugarneshverfinu fögnuðu nokkrir íbúar sumardeginum fyrsta með því að leika á hljóð- færi sín úti á tröppum, hver heima hjá sér vegna samkomubannsins. Hvatti íþróttafélagið Þróttur alla í hverfinu til þess að taka þátt í fögnuðnum. Þau Kristján Valur Árnason, Helga Júlía Árna- dóttir og Árni Snorri Valsson urðu við áskorun- inni og liðu frá þeim ljúfir tónar, nágrönnum og vegfarendum til mikillar ánægju. Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Spilað og sungið á tröppunum heima Hundrað og sextíu björgunar- sveitarmenn af höfuðborgarsvæð- inu og Vesturlandi leituðu að tíu ára dreng sem varð viðskila við fjölskyldu sína við Hreðavatn í Borgarfirði eftir hádegi í gær. Drengurinn fannst heill á húfi á sjötta tímanum við gíginn Grábrók, nokkrum kílómetrum norðaustan við staðinn þar sem hann hafði orð- ið viðskila við foreldra sína. Þyrlan kölluð út Að sögn Davíðs Más Bjarna- sonar, upplýsingafulltrúa Lands- bjargar, var leitarsvæðið seinfarið, en þar er mikið kjarrlendi, hraun og klettar. Leitað var fótgangandi og á fjór- hjólum og voru leitarhundar, spor- hundar og drónar nýttir við leitina, auk þess sem þyrlusveit Land- helgisgæslunnar var kölluð út. Þá voru 40 björgunarsveitarmenn til viðbótar á leið að vatninu er drengurinn fannst. „Það hjálpaði til þegar mikill mannskapur var kominn á svæðið að þá fóru að berast ábendingar frá björgunarsveitarfólki sem hafði séð til hans svo það var hægt að þrengja hringinn aðeins,“ segir Davíð í samtali við mbl.is Fannst eftir fjöl- menna leit  160 leituðu að tíu ára dreng í Borgarfirði Um 750 manns hafa svarað þjóð- háttakönnun Þjóðminjasafnsins, spurningakönnun um lífið á dögum kórónuveirunnar sem finna má á heimasíðu safnsins. Ágúst Ólafur Georgsson, sérfræðingur þjóð- háttasafns Þjóðminjasafnsins, seg- ist mjög ánægður með viðtökurnar. „Við erum að reyna að safna heim- ildum fyrir framtíðina um það hvernig lífið er á þessum sögulegu tímum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir fræðimenn til að safna heim- ildum,“ segir hann og bætir við að ráðist hafi verið í álíka verkefni í nágrannalöndum okkar. Þjóðminjasafnið hefur um 60 ára skeið staðið fyrir þjóðháttakönnun, þar sem landsmenn geta sent inn heimildir um líf sitt. Segir Ágúst að könnunin hafi reynst ómetanlegur fjársjóður og margar ritgerðir verið skrifaðar upp úr henni. Könnunin nú sé hins vegar sú mikil- vægasta frá upphafi. Góðar viðtökur við þjóðháttakönnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.