Morgunblaðið - 27.04.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð við myglu-gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 18.890 Verð kr. 49.920 Verð kr. 35.850Verð kr.15.960 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Salan geti minnkað þörf á lántökum  Hafnarfjarðarbær hefur sett rúmlega 15% hlut sinn í HS veitum í söluferli  Bæjarstjóri segir ljóst að þörf sé á innspýtingu  Áætlanir gera ráð fyrir tekjumissi og kostnaðarauka upp á 5-6 milljarða kr. Viðar Guðjónsson vidargudjons@gmail.com Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt í bæjarráði að setja ríflega 15% hlut sinn í HS veitum í söluferli. Rósa Guð- bjartsdóttir bæjarstjóri segir að áætl- anir geri ráð fyrir tekjufalli og kostn- aðarauka upp á 5-6 milljarða kr. á þessu ári og því næsta. Því sé leitað leiða til fjármögnunar. Hún segir þó að ekki verði tekin ákvörðun um það hvort hluturinn verði seldur fyrr en ljóst er hve mikið fæst fyrir hlutinn. Samkvæmt verðmati sem gert var í fyrra var verðmæti veitunnar metið á um 23 milljarða króna. Arðgreiðslur til bæjarfélagsins hafa numið 60-70 milljónum króna á ári síðustu ár að sögn Rósu. Sé miðað við hlut bæjarins og verð- mat sem gert var í fyrra nemur hann um 3,5 milljörðum króna. „Sveitar- félögin í kringum okkur eru fæst með eignarhlut í veitum og við vitum að það kemur ekki til með að hafa áhrif á notendur rafmagns í Hafnarfirði hvort sem við eigum þennan hlut eða ekki,“ segir Rósa. Þurfa að taka lán Hún segir að þegar ljóst verður hve mikið fæst fyrir hlut bæjarins verði hægt að meta hagkvæmni sölunnar. Horft verði til arðsemi sem bærinn hefur notið en einnig til þess kostn- aðar sem frekari lántaka hefur í för með sér áður en ákvörðun verður tek- in. Hún segir ljóst að bæjarfélögin á höfuðborgarsvæðinu séu öll á sama stað með það að þurfa að fara í miklar lántökur til þess að standa undir þjón- ustunni. „Það eina sem ég get sagt á þessum tíma er það að við munum líta til þess hvað fékkst fyrir hlut sem seldur var í fyrra. Svo í framhaldinu munum við skoða þetta í samhengi við það hver kjörin verða á því lánsfjár- magni sem við munum þurfa á að halda. Við munum alltaf þurfa að taka einhver lán en ef vel tekst til þá mun þessi sala minnka þörfina á lántöku,“ segir Rósa og bætir við: „Við erum mjög skuldsett sveitarfélag og því er vert að hugsa sig vel um áður en farið er út í frekari lántökur,“ segir Rósa. Þörf á innspýtingu fljótlega Hún segir að mjög fljótlega þurfi bæjarfélagið á innspýtingu fjármagns að halda. „Við erum að verða fyrir gríðarlegu tekjufalli og kostnaðar- auka samhliða,“ segir Rósa og bendir á að aukinn þungi hafi færst á félags- þjónustuna. Eins hafi sveitarfélög verið hvött til þess að fara í fram- kvæmdir. „Við viljum leggja okkar af mörkum þar og halda framkvæmdum áfram og jafnvel bæta við mannafls- frekum viðhaldsaðgerðum sem við teljum góða fjárfestingu fyrir bæjar- félagið,“ segir Rósa. Hún segir að einnig sé horft til sölu á fasteignum sem bæjarfélagið hefur ekki verið að nýta sér að undanförnu. Verið er að búa til lista yfir eignir sem á að selja. Þegar er eitt hús á Vestur- götu 8 komið í sölu. Rósa Guðbjartsdóttir Sambíóin munu að líkindum opna einn eða tvo sali í byrjun næstu viku þegar samkomubann stjórn- valda verður rýmkað. Undirbún- ingur stendur yfir. Árni Sam- úelsson forstjóri segir að fleiri salir verði opnaðir þegar í ljós kemur hvernig aðsókn verður. Kvikmyndahúsum var lokað eft- ir að leyfilegur fjöldi samkomu- gesta var minnkaður niður í 20 manns 22. mars. Árni segist hafa orðið var við að sumir bíði eftir að komast út og í bíó, eftir allan þennan tíma. Stærstu salirnir hjá Sambíóun- um rúma 300-400 gesti og því auð- velt að koma þar fyrir 50 manns, samkvæmt reglum yfirvalda um að tveir metrar séu á milli fólks. Erfiðara er að eiga við minni sali, þar yrðu enn færri gestir. Árni segir að tveggja metra reglan sé nokkuð ströng. Vonast hann til að hún færist niður í einn metra og hægt verði að hækka töluna í 100 sem fyrst, ef baráttan gegn kórónuveirunni heldur áfram að ganga vel. Hælir hann sérstaklega teyminu sem hér hefur unnið að málum tengdum veirunni og segist hafa trú á því. Rekstrargrundvöllur bíóa er á mörkunum, að sögn Árna, miðað við þær takmarkanir sem verða eftir 4. maí. Eigi að síður þurfi að opna til að þjóna fólkinu. Frumsýningum seinkað Árni reiknar með að þráðurinn verði tekinn upp frá því sem frá var horfið 22. mars. Þá hafi verið nýbyrjað að sýna einhverjar myndir og eitthvað hafi borist af nýjum myndum síðan. Hann bend- ir á að kvikmyndaverin hafi seink- að frumsýningum á stórmyndum fram í júlí og jafnvel út árið. Það helgist af ástandinu á stóru mörk- uðunum í Ameríku og Asíu. helgi@mbl.is Opna 1-2 bíósali 4. maí  Árni Samúelsson vonast til að reglurnar verði rýmkaðar frekar  Segir að fólk bíði eftir því að komast í bíó Árni Samúelsson Ef fram fer sem horfir fara 350 af þeim 400 millj- ónum sem gert var ráð fyrir að nota í fyrirhugað fjölmiðlafrumvarp í staðinn í ein- greiðslu til fjöl- miðla vegna heimsfaraldurs. Að tryggja frum- varpinu aftur fé er því „framtíðar- mál“ að sögn Willums Þórs Þórs- sonar, þingmanns Framsóknarflokks og formanns fjárlaganefndar. „Eins og málin koma inn í þingið núna er það hugmyndin að nýta þess- ar fjögur hundruð milljónir sem ætl- aðar voru í fjölmiðlafrumvarpið, sem liggur inni í allsherjar- og mennta- málanefnd,“ sagði Willum í samtali við mbl.is, aðspurður hvernig um- rædd eingreiðsla hins opinbera til fjölmiðla yrði fjármögnuð. Eingreiðslan hljóðar upp á 350 milljónir og óljóst hefur verið hvaðan fjármagnið verði tekið, þ.e. hvort skapað verði nýtt svigrúm í fjárauka- lagafrumvarpi, sem ekki stefnir í, eða hvort fjármagnið sem ætlað var í fjöl- miðlafrumvarpið verði nýtt í þessa sérstöku aðgerð. Willum segir þó ekki útilokað að fjárheimildarbeiðni komi fram. Frumvarp- ið nú fram- tíðarmál Willum Þór Þórsson  Eingreiðslan tefur fjölmiðlafrumvarp Líf er að færast í miðbæ Reykjavíkur að nýju, eftir erfiðan tíma í kórónuveirufaraldrinum. Líklega á sumarblíðan sem lék við höfuðborgar- búa, eins og flesta landsmenn, í gær stærstan hlut að máli. Einnig eru fréttir af kórónuveir- unni uppörvandi og auka fólki kjark til að fara út að hreyfa sig og njóta veðurblíðunnar. Ekki var annað að sjá í miðbænum, við Tjörnina og víða á göngustígum en að fólk virti tilmæli heil- brigðisyfirvalda um fjarlægð. Fjölskyldur sátu, gengu eða stóðu saman en pössuðu upp á fjar- lægðina við næsta einstakling eða fjölskyldu. Líf færist í miðbæ Reykjavíkur á ný Ljósmynd/Sigurður Ragnarsson Einmuna veðurblíða á landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.