Morgunblaðið - 27.04.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 27.04.2020, Síða 13
AFP Óvissuástand Kim Jong-un veifar á leið inn í lest sína. Myndin er úr safni. Járnbrautarlest sem tilheyrir Kim Jong-un, einræðisherra Norður- Kóreu, sást í vikunni í austurhluta landsins í borginni Wonsan, sem þekkt er fyrir sjóböð. Ekkert hefur dregið úr vangaveltum síðustu daga um heilsufar Kim sem er sagður alvarlega veikur, ef ekki dauðvona. Lestin kom fram á gervihnatta- myndum sem bandarísk hugveita birti í gær, en samkvæmt þeim var lestin í Wonsan í þrjá daga fyrri hluta vikunnar, 21. til 23. apríl. Var henni lagt á sérstakri stöð sem ein- göngu er ætluð ríkislest þessari. Þar er að finna hvíldarhallir fyrir fyrirmenn Norður-Kóreu, að sögn vefsíðunnar 38North. Hún segir veru lestarinnar ekki sanna að Kim hafi verið í bænum eða segja nokk- uð um heilsu hans. Hún ýti hins vegar undir getgátur um að Kim hafi farið þangað sér til hvíldar. Mjög hefur verið fjallað um heilsufar Kim eftir að hann mætti ekki til hátíðarhalda 15. apríl, á af- mælisdegi afa hans, Kim Il Sung, stofnanda ríkisins. Er það jafnan mikilvægasti dagur pólitískrar dagskrár Kim á ári hverju. Hann hefur ekki sést opinber- lega frá því hann stýrði fundi stjórnmálaráðs Verkamanna- flokksins og skoðaði æfingar norð- urkóreska flughersins daginn eftir. Vefmiðillinn Daily NK, sem að mestu er mannaður flóttamönnum frá Norður-Kóreu, segir að Kim hafi gengist undir blóðrásaraðgerð fyrr í mánuðinum og hafi hvílt sig eftir hana í villu í héraðinu Norður- Pyongan. Hafði miðillinn eftir heimildarmanni í Norður-Kóreu að Kim, sem er á fertugsaldri, hefði þurft á bráðaaðgerð að halda vegna stórreykinga, offitu og þreytu. agas@mbl.is  Kim er talinn hafa farið á hvíldarhæli elítunnar í Wonsan eftir aðgerð Kim nær áttum á sjóbaðsströnd FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020 ÖNDUNARGRÍMUR RYKGRÍMUR, LÆKNAMASKAR, HÁLFGRÍMUR OG HEILGRÍMUR Franska stjórnin hefur ákveðið að koma tveimur af nafntoguðustu fyrirtækjum landsins til hjálpar vegna tekjufalls af völdum kórónuveirufaraldursins. Björgunarpakki flugfélagsins Air France-KLM hljóðar upp á um það bil tíu milljarða evra, eða um 1.500 milljarða króna. Fær Air France þriggja milljarða lán frá ríkinu og ríkisábyrgð fyrir fjög- urra milljarða láni til viðbótar. Hollenska ríkisstjórnin er talin munu bæta þar við tveimur til fjórum milljörðum evra. Forstjóri Air France, Ben Smith, sagði að ekki væri um „óútfyllta ávísun“ að ræða, heldur aðstoð sem kallaði á erfiðar hag- ræðingaraðgerðir til að ná niður kostnaði og tryggja afkomu. „Fjármögnunin gerir okkur kleift að endurbyggja fyrirtækið. Við þurfum að hugsa rekstrarmódel okkar strax upp á nýtt,“ bætti hann við. Hið sameinaða félag varð til 2004. Franska stjórnin ákvað um helgina að bjarga bílrisanum Re- nault með fimm milljarða evra rík- istryggðu láni. agas@mbl.is FRAKKLAND AFP Á lofti Air France fær mikla aðstoð. Air France-KLM fær um 1.500 milljarða Boris Johnson tekur í dag að nýju við starfi breska forsætis- ráðherrans, hálfum mánuði eftir að hann fékk að fara heim af spítala þar sem hann dvaldist eftir að hafa veikst af völdum kór- ónuveirunnar. „Það er kraftur í honum, hann getur vart beðið eftir því að taka aftur við,“ sagði Dominic Raab utanríkisráðherra sem gekk í störf Johnsons í veikindum hans. Breska stjórnin sætir vaxandi gagnrýni vegna þess hvernig hún hefur haldið á málum í stríðinu gegn kórónuveirunni sem kostað hefur rúmlega 20.000 manns lífið þar í landi. Raab hafnaði því þó í gær að slaka á reglum stríðsins gegn veirunni. Sagði að það yrði ekki gert fyrr en öruggt væri tal- ið, en útgöngubann í Bretlandi gildir til 7. maí. BRETLAND Boris aftur í vinnuna Boris Johnson Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Alls höfðu 202.994 manns um heim allan dáið af völdum kórónuveirunnar frá því hún blossaði upp í Kína í desember og þar til í gærmorgun, sunnu- dag. Alls hafa 2,9 milljónir í 193 löndum smitast af veirunni á þessu tímabili, að sögn AFP-frétta- stofunnar. Langflest hafa dauðsföllin orðið í Bandaríkj- unum, eða 53.934. Þar næst á Ítalíu en þar hafa 26.384 látist. Í þriðja sæti er svo Spánn með 23.190 dauðsföll, í fjórða sæti Frakkland með 22.614 og í fimmta sæti er Bretland með 20.319. Sé tekið mið af íbúafjölda landa er dánartíðnin hæst í Belgíu eða 612 dauðsföll á hverja milljón íbúa. Á Spáni er tíðnin 496 dauðsföll, Ítalíu 436, Frakklandi 346 og í Bretlandi er hún 299 dauðs- föll á hverja milljón íbúa. Bandaríkin eru langt að baki með 163. Slakað á klónni Einstök ríki eru farin að aflétta ströngum reglum sem bundið hafa fólk um heim allan heima við. Í Ísrael eru allar verslanir nema verslunar- kringlur opnar í dag. Í Sádi-Arabíu verður aflétt útgöngubanni sem gilt hefur frá kl. 9 að morgni til fimm síðdegis og banni við lokun allra verslana var í dag frestað til 13. maí. Áfram verður út- göngubann allan sólarhringinn á spennusvæðum, eins og í hinni helgu borg, Mekku. Börn á Spáni hafa verið lokuð innandyra frá miðjum mars en geta loks nú gengið, hlaupið eða leikið sér utandyra í heimahverfi sínu allt að klukkustund á dag, í fylgd foreldris. Mega þau þó ekki fara lengra frá heimili sínu en einn kíló- metra. Andlitsgrímur undir smásjá Andlitsgrímur koma mjög við sögu stríðsins gegn kórónuveirunni og hefur verið skortur á þeim fyrir aðra en lækna, hjúkrunarfólk og aðra í framlínu stríðsins. Hafa einhverjir freistast til framleiðslu gríma en ekki alltaf vandað sig nóg. Þannig sögðust Kínverjar í gær hafa lagt hald á rúmlega 89 milljónir gríma sem stóðust engan veginn kröfur. Hafa Kínverjar sætt gagnrýni um heim allan fyrir að senda gallaðan hlífðarbúnað um jarðir allar. Í mörgum löndum er skylt að bera andlitsgrímur á almannafæri og bættist La- gos í Nígeríu í þann hóp í gær. Í Ástralíu var hleypt af stokkum um helgina snjallsímaappi sem leitar uppi einstaklinga sem komist hafa í snertingu við fólk sem smitast hefur af kórónuveirunni. COVIDSafe-appið styðst við þráðlaust blátannarmerki til að varðveita gögn um samskipti fólks. Banna ósiðsemi Yfirvöld í Peking í Kína sögðust ætla að grípa til banns gegn „ósiðsamlegu“ athæfi á borð við að taka ekki fyrir vit sér þegar hóstað eða hnerrað er. Verður bannið liður í nýjum reglum sem ætlað er að auka og bæta almennt hreinlæti. Skylda þær veikt fólk til að bera andlitsgrímur og vera „vel tilhaft“ í klæðaburði. Brot gegn banninu varða sektum. Rúmlega 200.000 andlát  Spænsk börn fengu að fara út úr húsi í gær í fyrsta sinn í hálfan annan mánuð AFP Útivera leyfð Spænsk börn gripu gæsina og spruttu út úr húsum í gær eftir að hafa verið innilokuð undanfarnar vikur. Hér sparkar snáði bolta til föður síns á Can Pere Antoni-ströndinni á Majorka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.