Morgunblaðið - 27.04.2020, Page 16

Morgunblaðið - 27.04.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020 Á vef Þjóðkirkj- unnar birtist eftirfar- andi niðurstaða 20. apríl sl. um starfslok sóknarprests: „Sr. Skírnir Garð- arsson hefur starfað sem héraðsprestur frá árinu 2016. Í viðtali við Vísi.is þann 11. apríl greindi Skírnir frá við- kvæmum málefnum sóknarbarns, frá þeim tíma sem hann starfaði sem prestur við Lága- fellssókn. Með viðtalinu rauf Skírnir trúnaðarskyldu presta og braut starfs- og siðareglur. Sr. Skírnir Garðarsson hefur lokið þjónustu fyrir íslensku þjóðkirkjuna.“ Með þessari opinberu birtingu þjóðkirkjunnar er sett fram röng fullyrðing um trúnaðarbrot. Bland- að er saman tveimur málum. Fyrra meinta trúnaðarbroti, sem varð op- inbert, var lokið, með því að færa prestinn til í starfi. Það gefur ekki tilefni til viðbótarrefsingar. Það seinna getur ekki undir nokkrum kringumstæðum reynst trún- aðarbrot, þegar presturinn tjáði sig um það sem hann taldi rétt og skylt að gera, að mál yrði kannað. Í tilkynningunni er einnig sagt að hann hafi brotið starfs- og siða- reglur með umræddu viðtali, án þess að vísa í þær reglur og hvar brotið hafi verið. Þar af leiðandi er ekki hægt að taka mark á þeirri framsetningu. Í viðbótarsamningi ríkis og kirkju frá 6. september 2019, sem staðfest var með lögum, er kveðið á um að prestar séu ekki lengur opinberir starfsmenn. Þar sem engar nýjar starfsreglur kirkju- þings um uppsögn presta hafa verið sam- þykktar, gilda lög nr. 78/1997 og starfsreglur nr. 1110/ 2011, sem vísa til málsmeðferðar eins og gildir um uppsögn opinberra starfsmanna eða um málsmeðferð varðandi tímabundið leyfi frá störf- um. Biskup hefur ekki farið eftir gild- andi lögum og starfsreglum kirkj- unnar með framsettri uppsögn á vef kirkjunnar og því misbeitt valdi sínu með alvarlegum hætti. Eftir Halldór Gunnarsson Halldór Gunnarsson » Biskup hefur ekki farið eftir gildandi lögum og starfsreglum með því að tilkynna á vef kirkjunnar að sr. Skírnir Garðarsson hafi lokið störfum Höfundur er fyrverandi sóknarprestur. Misbeiting valds Íslendingar hafa markað sér sérstöðu meðal þjóða heims í baráttunni við þann heimsfaraldur, sem dunið hefur yfir mann- kynið á allra síðustu mánuðum. Hver er sú sérstaða? Hún er sú, að ríkisstjórn Íslands hef- ur valið sér þá leið í bar- áttunni, sem engin önn- ur stjórnvöld hafa borið gæfu til. Ríkisstjórn Íslands hefur í baráttunni um að verja líf og eignir – sem er inntak allrar baráttu gegn vá- gesti eins og þeim, sem mannkynið hefur átt við að etja á undanförnum mánuðum – valið að einbeita sér að því eins og framast er kostur að varðveita lífið. Það hefur ríkisstjórnin gert með því að ákveða að daglegir stefnuráð- andi málsvarar almannavaldsins skuli vera þeir einstaklingar, sem hafa yfir mestri þekkingu að búa allra lands- manna á því meini, sem við er að fást, og hafa á bak við sig þær stofnanir sem og þá mörgu og ólíku starfshópa, sem þurfa daglega að horfast í augu við það vandamál að verja líf. Merki um styrk Þessir þrír einstaklingar, sem birst hafa okkur daglega sem stefnumark- andi fulltrúar almannavaldsins um verndun lífs, njóta meira trausts meðal þjóðarinnar en nokkrir kjörnir fulltrú- ar hafa nokkru sinni notið. Engar aðr- ar ríkisstjórnir en sú íslenska hafa val- ið þann kost í daglegri sambúð almannavalds og almennings að treysta öðrum betur en sjálfri sér fyrir því hlutverki, sem „þríeykinu“ var fal- ið. Það er ekki veikleikamerki heldur styrkleikamerki fyrir ríkisstjórn Ís- lands. Ímyndið ykkur, góðir lesendur, ef forseti Bandaríkjanna hefði haft gæfu og gjörvileika til þess að fela þeim, sem mest vita um verndun lífs, að veita almannavaldinu leiðsögn gegnum fjölmiðla og með beinu sam- bandi við almenning fremur en að reyna að gera það sjálfur. Þúsundir Bandaríkjamanna, sem nú eru ekki lengur á meðal viðmælenda, hefðu get- að borið vitni þar um hefðu stjórnvöld þar borið gæfu til þess að fara sömu leið og íslensk stjórnvöld hafa gert. Að verja líf – og eignir Ríkisstjórn Íslands hefur valið þann kostinn að heimila þeim, sem best eru að sér um verndun lífs, að fara með daglega stefnumótun undanfarnar vikur í bar- áttunni við faraldurinn. Sjálf hefur ríkisstjórnin ekki setið aðgerðalaus hjá. Síður en svo. Hún hefur einbeitt sér að því að reyna að verja eignir í fyllstu merkingu þess orðs. Eignir eru nefnilega miklu meira en bara pen- ingaleg verðmæti. Atvinna og atvinnu- tækifæri eru líka eignir. Samhygð og samábyrgð eru líka eignir. Heilbrigt fjölskyldulíf, gott mannlíf, heilbrigði og hamingja eru líka eignir. Ríkisstjórnin hefur gripið til margra úrræða til þess að verja eignir í þessum skilningi. Sumt má gagnrýna. Annað ekki. Sumt má betur gera og sumt gera öðruvísi. Allt eru þetta verkefni stjórnvalda. Vandmeðfarin verkefni, sem öðrum en stjórnvöldum er vart eða alls ekki unnt að sinna. Aldrei eign á kostnað lífs Það er gæfa okkar Íslendinga að stjórnvöld skuli hafa staðið að mál- um eins og þau hafa gert. Að ekki séu verndaðar eignir á kostnað lífs. Fyrir það á núverandi ríkisstjórn hrós skilið – og þá ekki síst frá þeim, sem hvorki er né hefur verið í stuðn- ingsliði hennar. Slíkt hrós er mér ljúft að veita. Vonandi verður ekki hvikað frá þeirri lífsreglu, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur sett sér umfram allar aðrar ríkisstjórnir í heiminum – að aldrei séu verndaðar eignir á kostnað lífs. Hrós – úr óvæntri átt Eftir Sighvat Björgvinsson Sighvatur Björgvinsson » Það er gæfa okkar Ís- lendinga að stjórn- völd skuli hafa staðið að málum eins og þau hafa gert. Að ekki séu vernd- aðar eignir á kostnað lífs. Höfundur er fv. ráðherra. S ystir mín kallar veiruna sem tröllríður öllum heiminum „kóríander- veiruna“. Hún þolir ekki kóríander, finnst hann vondur og segir að lyktin minni á sig helst á óhreina borð- tusku! Þessi örsmáa kórónuveira sem sést ekki með berum augum hefur haft gríðarleg áhrif á heim- inn allan svo ekki sér fyrir endann á og þar á meðal á samskiptahætti okkar. Við höfum af illri nauðsyn einangrað okkur hvert frá öðru, hætt að heilsast með venjulegum hætti og það er orðið eðlilegt að taka stóran sveig fram hjá hvert öðru þegar við mætumst á förnum vegi. Reyndar eru ekki allir sveigjanlegir. Nýverið mættum ég og vinkona mín manni á göngustíg sem staldraði við á sinni göngu með vísi- fingurinn á lofti til að benda okkur á hvert við ættum að fara. Honum var greini- lega í mun að halda tveggja metra regl- una en virtist ekki hafa dottið í hug að hann gæti sjálfur vikið til hliðar. Og þannig eru mannleg samskipti. Það reyn- ir á að vera mann- eskja og við erum öll að reyna að fóta okk- ur í tilverunni hvert með öðru. Oft erum við meðvitaðri um hvernig aðrir eiga að haga sér en eigum erfiðara með að sjá hvað við getum gert til að vera í góðum tengslum. Því miður er stundum hreinlega nauðsynlegt að halda fólki í hæfi- legri fjarlægð þó engin kór- ónuveira ógni. Fólk hefur nefnilega svo mismunandi nærveru. Með sumu fólki líður manni ætíð vel en aðrir geta með nálægð sinni valdið óþægindum og vanlíðan. Stundum er nauðsynlegt að halda fólki í hæfilegri fjarlægð vegna nei- kvæðra áhrifa þess og það er ekki gott. Í dag er hinsvegar æskilegt að hafa sem flesta þannig. Til þess að varna því að veiruskömmin æði um allt þurfum við að halda fólki í hæfi- legri fjarlægð og halda okkur sjálf- um í burtu. Einmitt á tímum þar sem við þurfum svo mikið hvert á öðru að halda og þegar við vildum svo gjarnan vera nálæg. Við finn- um sárt til þess að geta ekki umfaðmað þau sem við tengjumst fjöl- skyldu- og vinabönd- um. Við erum reyndar svo lánsöm að geta haft samband í gegnum alls- kyns nútímatækni sem kemur sér vel. Þetta ástand hefur opnað fyr- ir fólki möguleika snjalltækjanna og fjöl- margir hafa tileinkað sér nýja færni. En hvernig sem tjá- skiptin fara fram þá er mikilvægt að þora að vera nálægur. Að hlusta vel og skynja einnig það sem ekki er sagt. Pirringur og reiði er ef til vill merki um undirliggjandi ótta sem of sárt er að orða. Nöldrið og tautið er kannski tákn um væntumþykju sem erfitt er að tjá. Við gætum öll hlustað betur hvert á annað. Verið með eyrun opin og ekki bara upp- tekin af því sem við ætlum að segja næst. Það jafnast fátt á við góðan hlustanda sem leggur sig fram um að heyra og hefur lifandi áhuga á því sem þú hefur fram að færa. Þegar við eigum gott samtal við fólk sem kann að hlusta þá finnst okkur sem svo margt dýrmætt hafi verið sagt þó að orðin hafi ekki ver- ið ýkja mörg. Í góðu samtali tengj- umst við öðrum sterkum böndum og upplifum nánd. Já, sem betur fer felst nándin við aðra ekki aðeins í því að hittast og knúsast. Við mætumst einnig þegar við hugsum hlýtt hvert til annars, finn- um til hvert með öðru og biðjum hvert fyrir öðru. Bænin er dýr- mætt verkfæri sem Guð hefur gefið okkur. Við þurfum ekki einu sinni orð til þess að iðka hana. Á þeirri stundu sem við nálgumst Guð í bæn er eins og við opnum fyrir Jesú sem kemur til okkar. Hann er okkur nálægur í anda sínum og við getum fundið frið hans innra með okkur. Kannski er langt síðan þú hefur beðið. Þú baðst ef til vill sem barn en hefur ekki vanið þig á það á fullorðinsárum. Nú er kjörið tæki- færi til að prófa bænina og láta á það reyna hvort hún breyti ein- hverju. Gott er að gefa sér ákveð- inn tíma, á morgnana eða kvöldin og jafnvel ákveðinn stað. Setjast niður í næði og nota eigin orð þó það hljómi skringilega til að byrja með. Nú eða bænavers sem við kunnum frá bernsku eða lærum al- veg upp á nýtt. Á veraldarvefnum er til dæmis hægt að finna ýmsar bænir með því að fletta upp bæn sem leitarorði. Þegar við gerum þetta að reglu og gefum bæninni tíma í lífi okkar þá mun bænin hafa sín áhrif til góðs. Við finnum innri frið og ró sem eflir okkur og nærir. Við sjáum hlutina í skýrara ljósi. Við finnum að við erum hluti af stærri biðjandi heild um heim allan og skynjum nálægð Guðs sem er engu öðru lík. Bænin breytir miklu og mun örugglega breyta okkur sjálfum til hins betra. Á tímum sem nú er ótrúlega dýr- mætt að vita af því að Jesús kemur til okkar og er hjá okkur. Hann hjálpar okkur í óvissunni sem við glímum öll við og gefur okkur styrk til þess að styðja við aðra. Í bæn- inni erum við á sérstakan hátt ná- læg Jesú og hvert öðru þó að við séum landfræðilega í órafjarlægð hvert frá öðru. Við getum öll verið í hæfilegri fjarlægð og nauðsynlegri nálægð með því að vera með hvert öðru í andanum. Kirkjan til fólksins Hæfileg fjarlægð og nauðsynleg nálægð Hugvekja Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Höfundur er prestur í Árbæjarkirkju. petrina@arbaejarkirkja.is Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Nú er kjörið tækifæri til að prófa bænina og láta á það reyna hvort hún breyti einhverju. Ljósmynd/Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Samvera „Það reynir á að vera manneskja og við erum öll að reyna að fóta okkur í tilverunni hvert með öðru.“ Það rigndi fjörutíu daga og fjörutíu nætur í Nóaflóðinu og heimurinn varð allur annar á eftir. Nú eru sextíu dag- ar og sextíu nætur frá fyrstu smitgreiningu hér og óhætt að segja að heimsmyndin sé önnur en var. Um framhaldið og framtíðina veit enginn en menn láta sig dreyma um að allt geti fallið í ljúfa löð með haustinu. Þjóðinni hafi gengið vel í þessu andstreymi með góðri leiðsögn og sífelldum áminningum sem eru nauðsynlegar því ástandið er svo óvenjulegt að auðvelt er að gleyma sér og halda að þetta hafi allt verið draumur og við séum að vakna til gömlu, góðu tilverunnar á ný. Gott væri það, en við verðum að hafa þolinmæði drjúg- an teyming enn. Svo er það umheimurinn. Hvar stendur hann eftir veiru? Ónýt flugfélög, efnahagur i rúst. Hröpuð kaup- geta og bullandi atvinnuleysi. Menn munu þykjast góðir að komast af, hitt verður að bíða. Við skulum samt vona á fortíðina í framtíðinni, og kannski hringir heimasíminn einn góðan veðurdag, en það verður að tengja hann fyrst. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Að lifa samtímasöguna Senn vorar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.