Morgunblaðið - 27.04.2020, Side 19
✝ Jóhanna Stef-ánsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 2.
júní 1932. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Droplaug-
arstöðum 11. apríl
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Oddný Vil-
borg Guðjónsdóttir
frá Kolmúla við
Reyðarfjörð, f. 19.
ágúst 1902, d. 13. maí 1989, og
Stefán Hermannsson, f. 7. júní
1905, stýrimaður á togaranum
Gullfossi sem fórst í febrúar
1941.
Systkini Jóhönnu voru: 1)
Hrafnhildur Erla (Stella), f.
1926. Hún giftist árið 1952
bandarískum verkfræðingi, My-
ron Kisselburg að nafni, og
fluttist með honum til Banda-
ríkjanna. Þau eignuðust tvær
starfaði hjá Skýrr mestallt sitt
líf.
Börn Jóhönnu og Óttars eru:
1) Stefán, f. 20. júní 1967, d. 24.
júní sama ár. 2) Oddný Kristín,
f. 9. ágúst 1968. 3) Kjartan Sæv-
ar, f. 6. maí 1974. Búsettur í
Svíþjóð. Dóttir hans er Karen
Birta, f. 27. júlí 2000.
Jóhanna lauk námi í Kvenna-
skólanum í Reykjavík 1950 og
prófi frá Hjúkrunarskóla Ís-
lands 1964. Hún lauk námi í
uppeldis- og kennslufræði 1979
og sérfræðinámi í geðhjúkrun
1983. Hún starfaði við hjúkrun
með hléum frá 1964, vann mikið
á geðdeildum Landspítalans og
var meðal annars á tímabili
framkvæmdastjóri þar. Hún tók
þátt í félagsmálum, var í hand-
knattleiksdeild KR og tók þátt í
starfi ITC á Íslandi, söng í kór-
um, virkur aðili í félagsstarfi
aldraðra, hafði gaman af útivist
og hreyfingu, stundaði göngu-
ferðir, hestamennsku og var í
sundleikfimi svo eitthvað sé
nefnt. Útför Jóhönnu fer fram
27. apríl 2020 í kyrrþey vegna
ástands í samfélaginu. Minning-
arathöfn verður auglýst síðar.
dætur, Jóhönnu og
Stephanie. Stella
lést árið 1977. 2)
Hermann banka-
starfsmaður, f.
1934, kona hans
var Olga Halldórs-
dóttir. Þau áttu
ekki börn, en Her-
mann á son, Sigurð
Inga. Hermann lést
2013. 3) Kristín
Jóna, f. 1939, d.
1985.
Hinn 30. janúar 1965 gengu
Jóhanna og Óttar Kjartansson,
f. í Reykjavík 7. ágúst 1930, d.
17. apríl 2010, í hjónaband. For-
eldrar hans voru Kristín Odds-
dóttir frá Þykkvabæjarklaustri
í Álftaveri, f. 7. ágúst 1902, d.
19. júlí 1986, og Kjartan Magn-
ússon kennari frá Hvítárholti í
Hrunamannahreppi, f. 5. júlí
1885, d. 26. ágúst 1933. Óttar
Nú er hún Jóhanna, mín ynd-
islega og góða vinkona, búin að
kveðja þetta jarðlíf. Hún er laus
við þennan hræðilega sjúkdóm
alzheimer sem við óttumst flest.
Hún fæddist á Landspítalanum 2.
júní 1932, dóttir hjónanna Odd-
nýjar Vilborgar Guðjónsdóttur,
sem ættuð var frá Kolmúla við
Reyðarfjörð, og Stefáns Her-
mannssonar frá Seyðisfirði. Þau
voru búsett í Reykjavík. Stefán
var fyrsti stýrimaður á togaran-
um Gullfossi sem fórst í ofsaveðri
út af Snæfellsnesi með allri áhöfn,
19 manns, 28. febrúar 1941. Stef-
án var þá 35 ára. Oddný stóð þá
ein uppi ekkja með fjögur börn,
hið yngsta 2 ára og það elsta 14
ára. Elst var Hrafnhildur Erla
(Stella), f. 1926, næst Jóhanna, f.
1932, svo Hermann, f. 1934 og
yngst Kristín Jóna (Stína), f.
1939. Oddný var dugmikil kona
sem tókst að sjá um fjölskyldu
sína með því að reka matsölu
(hafa kostgangara) á heimili sínu.
Að mínu áliti hefði hún átt að fá
íslensku fálkaorðuna.
Ég kynntist Jóhönnu í
Kvennaskólanum í Reykjavík ár-
in 1946-1950. Jóhanna var mjög
félagslynd. Hún dreif okkur í
handbolta hjá KR. Á þessum ár-
um sungum við líka og spiluðum á
gítar, hún söng milliröddina og ég
lagið. Á ferðalögum var gítarinn
með og við sungum stundum á
skemmtunum hjá skólanum og
fleirum. Einu sinni sungum við í
barnatíma útvarpsins en hvernig
það kom til veit ég ekki, gruna Jó-
hönnu. Við æfðum frjálsar íþrótt-
ir um tíma, þar fyrir utan var Jó-
hanna í unglingastúku og æfði
sund hjá sundfélagi. Jóhanna var
alla tíð ákveðin í því að læra
hjúkrun eftir útskrift úr Kvenna-
skólanum. Hún lauk því hjúkrun-
arfræðiprófi frá Hjúkrunarskóla
Íslands með frábærum einkunn-
um árið 1964. Um þetta leyti
kynntist hún sínum kæra eigin-
manni, Óttari Kjartanssyni kerf-
isfræðingi. Þau giftu sig 30. jan-
úar 1965 og eignuðust þrjú börn,
Stefán, Oddnýju Kristínu og
Kjartan Sævar. Dóttir Kjartans
og Hrafnhildar Stefánsdóttur er
Karen Birta, f. 29.7. 2000, sann-
kölluð birta í lífi Jóhönnu ömmu
sinnar.
Jóhanna og Óttar voru með
sumarbústað skammt frá Hellu í
Rangárvallasýslu. Bústaðnum
fylgdi land til beitar fyrir hestana
sem þau áttu. Þau ferðuðust mik-
ið um Ísland á hestum næstu ár-
in. Óttar þekkti næstum hverja
þúfu á Íslandi svo það hefur verið
gaman að hafa hann sem ferða-
félaga.
Að lokum vil ég þakka Jó-
hönnu fyrir vináttu og tryggð á
undanförnum árum. Það gladdi
mig mikið að Jóhanna skyldi allt-
af þekkja mig þrátt fyrir þessi
erfiðu veikindi sem fylgja alz-
heimer.
Ég votta Oddu, Kjartani og
Karen Birtu og öðrum aðstand-
endum djúpa samúð.
Blessuð veri minning Jóhönnu
Stefánsdóttur.
Ásta Ólafsdóttir.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast.
Það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal)
Um áramótin 1960-1961 hittist
stór hópur ungra stúlkna í Hjúkr-
unarskóla Íslands við Eiríksgötu
34 og dvöldu þar í 3 ár og 3 mán-
uði, óháð því hvort þær ættu
heima í næsta húsi við skólann
eða úti á landsbyggðinni. Flestar
luku námi 12. mars 1964. Ein af
þeim var Jóhanna Stefánsdóttir.
Hún var elst í hópnum, 10 ár-
um eldri en þær yngstu.
Hún hafði dvalist um tíma í
Bandaríkjunum enda átti hún
systur og fjölskyldu þar.
Hún var lífsreynd að okkar
mati, við litum upp til hennar,
glæsileg, glaðleg og vandaði sig
við allt sem hún sagði og gerði, já-
kvæð, lífsglöð, tónelsk og leit á
björtu hliðarnar.
Jóhanna giftist Óttari Kjart-
anssyni, kerfisfræðingi hjá
Skýrsluvélum ríkisins, og varð
þeim þriggja barna auðið. Stefán,
f. 1967, lést stuttu eftir fæðingu,
Oddný Kristín, f. 1968, og Kjart-
an, f. 1974, hann á eina dóttur, f.
2000, Karenu Birtu, sem var mik-
ill sólageisli ömmu sinnar. Jó-
hanna vann lengst af við geð-
hjúkrun á Kleppsspítala og
Landspítalanum enda var hún
með menntun í þeirri grein.
Eftir andlát Óttars tók heilsu
Jóhönnu að hnigna. Síðastliðin ár
hefur hún dvalið á Droplaugar-
stöðum og notið þar umönnunar.
Alltaf hélt hún sinni reisn og fal-
legu söngrödd, naut þess að
hlusta og syngja, ýmist ein eða
með öðrum.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar frá hollsystrum og
fjölskyldum okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Ásdís og Jónína (Jonna).
Til þín ég hugsa,
staldra við.
Sendi ljós og kveðju hlýja.
Bjartar minningarnar lifa
ævina á enda.
(Hulda Ólafsdóttir)
Þegar komið er að kveðju-
stund koma margar minningar og
myndir í hugann.
Jóhönnu Stefánsdóttur man ég
fyrst eftir í Skeiðarvoginum á
heimili hennar og eiginmanns
hennar Óttars Kjartanssonar,
sem lést fyrir 10 árum. Stundum
eru myndir minninganna af þeim
hjónum báðum og börnunum
þeirra en einnig af Jóhönnu einni.
Þegar ég svo fór í menntaskóla
fékk ég að búa hjá þeim Jóhönnu
og Óttari á Kópavogsbrautinni,
þá áttu tengsl okkar eftir að
styrkjast og aukast. Jóhanna og
Óttar áttu fallegt heimili og
sinntu því af alúð.
Þegar ég hugsa til Jóhönnu sé
ég fyrir mér konu sem hafði mik-
inn metnað, var dugleg, jákvæð,
ákveðin, hvetjandi, skipulögð og
talaði vel um fólk. Hún hafði
mikla trú á að við þyrftum að
sinna sjálfum okkur vel til að geta
haldið heilsu, bæði andlegri og
líkamlegri. Þegar ég kom í heim-
sókn til Jóhönnu voru oftar en
ekki greinar út tímaritum, um
hollustu og heilbrigði, sem hún
var búin að lesa, velta fyrir sér,
taka til hliðar og var tilbúin að
deila með öðrum. Jóhanna elskaði
fólkið sitt skilyrðislaust og var
stolt af því. Hún var líka stolt af
því sem hún hafði sjálf afrekað
um ævina. Án efa mótaði það
hana að alast upp hjá einstæðri
móður og þremur systkinum. Jó-
hanna fór snemma að vinna, bar
út blöð og sagði að það erfiðasta
við það hefði verið að rukka fólk.
Hún spilaði handbolta með KR.
Hún sagði oft „Ég er KR-ingur“
og í mínum huga hafði það þá
merkingu að hún ætlaði að nota
keppnisskapið á þá áskorun sem
hún stóð frammi fyrir. Hún var
ákveðin í að mennta sig. Jóhanna
hafði alltaf nóg að gera, hún elsk-
aði fjölskylduna sína, vinnuna,
hestamennskuna og annað sem
hún tók sér fyrir hendur. Þegar
Jóhanna hætti að vinna launa-
vinnu fann hún annað sem hún
hafði gaman af að gera, hún söng í
tveimur kórum, fór í gönguferðir,
stundaði hestamennsku, var í fé-
lagi eldri borgara í Kópavogi og
var virk í þeirra starfi, hún var í
leikfimi og sundi, hún málaði á
postulín, ferðaðist erlendis og fór
í sumarbústaðinn þó ferðum
þangað fækkaði eftir að Óttar
lést. Flest gerðu þau Jóhanna og
Óttar saman. Oftast kom ég til
þeirra hjóna á Kópavogsbrautina,
seinna í Blásali og sumarbústað-
inn.
Börnunum mínum fannst hún
eins og amma, í heimsókn til
þeirra hjóna og seinna Jóhönnu
einnar fannst þeim gott að fá
eplaköku með rjóma eða ís. Suðu-
súkkulaði er líka eitt af því sem
minnir þau á Jóhönnu. Gestrisni,
hlýja, væntumþykja og virðing
voru einkennandi fyrir þessar
heimsóknir.
Elsku Jóhanna og Óttar takk
fyrir alla kaffisopana, vináttuna,
samveruna, stuðninginn og
spjallið í gegn um árin. Það er
margt sem ég hef lært af ykkur
og margt sem ég get ennþá lært
og tekið mér til fyrirmyndar.
Odda, Kjartan, Karen Birta, aðr-
ir ættingjar og vinir, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar.
Elsku Jóhanna nú ertu komin
til Óttars þíns og ættingja þinna
sem hafa farið á undan þér og þú
hefur saknað, hvíl í friði, kæra
vinkona, kveðja,
Bjarney.
Jóhanna
Stefánsdóttir
✝ GuðmundurGuðbrandsson
var fæddur í
Reykjavík 14. nóv-
ember 1939. Hann
andaðist á Heil-
brigðisstofnun
Norðurlands á
Blönduósi 19. apríl
2020.
Foreldrar Guð-
mundar voru Halla
Sigurðardóttir frá
Gljúfri í Ölfusi og Guðbrandur
Elifasson, Borgfirðingur, þau
skildu. Stjúpfaðir Guðmundar
var Páll Ögmundsson.
Guðmundur átti eina alsyst-
ur, Þorbjörgu, sem er látin.
Samfeðra bræður hans eru Frið-
rik Ómar og Óðinn
Þröstur Guð-
brandssynir. Sam-
mæðra systkini eru
Guðný Pálsdóttir,
Kolbrún Pálsdóttir
og Páll Breiðfjörð
Pálsson (kjör-
sonur).
Guðmundur
gekk í hjónaband
25.10. 1966, eftirlif-
andi eiginkona
hans er Sigrún Grímsdóttir, f.
25.10. 1942. Börn þeirra eru:
Sesselja, fædd 11.5. 1966, gift
Magnúsi Guðmundssyni, þau
eiga tvö börn; Halla, fædd 23.6.
1969; Guðný Sif, fædd 24.1.
1973; Andri, fæddur 9.12. 1978,
giftur Hönnu Rún Ólafsdóttur,
þau eiga samtals 5 börn.
Áður eignaðist Guðmundur
Kristjönu, f. 12.2. 1962, móðir
Margrét Halldórsdóttir, og Guð-
mund Geir, f. 31.8. 1964, móðir
Kristný Pétursdóttir.
Við skilnað foreldranna fór
Guðmundur til ömmu sinnar og
móðurbræðra á Gljúfri í Ölfusi
og naut þar mikils ástríkis.
Frændurnir kenndu honum að
þekkja og virða náttúruna,
vinna, smíða og gera við það
sem bilaði frekar en kaupa nýtt.
Eftir fermingu tók við alvara
lífsins og vinna við hin ýmsu
störf: messagutti á Esjunni,
vinna í blikksmiðju, akstur á alls
konar farartækjum, síðast leigu-
bíl, uns hann gerðist bóndi, sem
varð ævistarfið með fjölskyld-
unni. Meðfram búskapnum
stundaði Guðmundur m.a. skóla-
akstur og refa- og minkaveiðar.
Útför Guðmundar fer fram í
kyrrþey.
Pabbi …
þessi móeygði, myndarlegi
maður með dökku krullurnar
keyrði skólabíl, oftast hinum
megin í dalnum,
reyndi að vekja fuglaáhuga hjá
nærsýna barninu sem sá enga
smærri fugla en hrafna,
kenndi okkur að smyrja hey-
vinnuvélar og vera með koppa-
fjöldann á hverri vél á hreinu til
að gleyma nú engum,
safnaði tófu- og minkaskottum
í stór knippi áður en þeim var
skilað til að fá launin,
kenndi okkur systkinunum að
meta sánabað,
kunni ógrynni af ljóðum og
söngtextum,
gat gert við næstum allt sem
bilaði,
kenndi mér að hafa fjármálin á
hreinu, að það ætti alltaf að
standa í skilum og bregðast við
í tæka tíð ef eitthvað liti illa út,
sagði sögur úr leigubílaakstr-
inum í Reykjavík,
stífbónaði ekki einungis bíl-
ana heldur líka traktorana,
kenndi mér að þekkja slóðir
eftir rjúpu, ref og mink,
sagði ökukennaranum að ég
kynni alveg að keyra, hefði
margra ára reynslu,
glímdi við Bakkus með mis-
jöfnum árangri,
elskaði heiðarnar,
keyrði þannig að langa loft-
netsstöngin lá lárétt aftur úr
volvónum,
breyttist svo mikið,
kenndi okkur að halda á
hamri og hitta naglann á höf-
uðið,
var oftar með Fauna-vindilinn
á bak við eyrað en í munn-
inum,
smíðaði stór og smá leikföng
handa börnum og barnabörn-
um,
sem við þekktum varla um
tíma, en kynntumst svo aftur,
var óþreytandi að kenna okkur
að þekkja landið og örnefnin,
spilaði lomber,
vildi alltaf syngja líka „hitt
lagið sem við kunnum“,
barðist við parkinsonssjúk-
dóm en átti ekki möguleika á
sigri.
Sesselja.
Systkin víðs vegar
minnast þín,
og ljós og loft þig tregar.
Móðir Guðs man þér
nafnið þitt
og lífs og yndis ann þér.
Lítill vænglami
flýgur nú
í nýjum geislahami.
(Þorsteinn Valdimarsson)
Í huga mér koma þessar línur
er ég minnist fóstra míns
Mumma í Saurbæ.
„Og ég elska þig líka“ voru
síðustu orð hans er við kvödd-
umst í desember er leið á sjúkra-
húsinu á Blönduósi, hann rúm-
fastur og ég á leið suður yfir
heiðar.
Er faðir okkar systkina lést
fyrir um sex áratugum man ég
hversu Mummi var okkur bræðr-
um góður frændi. Fljótlega fór-
um við að kalla hann fóstra. Við
vorum afar hrifnir af honum,
fannst hann mikill töffari en
samt svo ljúfur, en þó á stundum
einfari.
Mummi hafði lag á að finna
hvað var ungum föðurlausum
drengjum mikilvægt. Eitt af því
sem ég lærði af honum er hversu
góður hann var ömmu okkar á
Gljúfri.
Mummi var í leigubílaakstrin-
um, ók um á Simca-fólksbíl með
plötuspilara og fjölbreytt safn
hljómplatna. Í því naut hann sín
vel. Með gæsku og þolinmæði
fengum við bræður stundum að
æfa okkur í akstri hjá honum.
Svo eignaðist hann kærustu
norður í Vatnsdal. Og ferðalögin
norður og norðan urðu lærdóms-
tími. Minnist svipsins á verðandi
tengdaföður hans er við rennd-
um í hlað í Saurbæ á Simcunni
um hávetur í brunagaddi og
snjóþyngslum. Flestir vegir virt-
ust Mumma ævinlega færir.
Mummi og Sigrún byggðu við
gamla bæjarhúsið og síðan fal-
lega og snyrtilega vélageymslu
þar sem fljótlega var farið að
gera við fyrir sveitunga. Mummi
var vel metinn fyrir þá hjálp-
semi. Allt lék í höndum hans.
Hann hafði yndi af að halda bíl-
um vel hirtum og var ekki við
hæfi að koma í heimsókn til hans
á óþrifnum bíl. Saman stóðu
ungu hjónin að framförum og
myndarskap á býlinu. Þar var
Guðmundur
Guðbrandsson
meira að segja byggt gufubað.
Nokkuð sem óvíða tíðkaðist þá. Í
minningunni iðaði bærinn af
glaðværum börnum og sumar-
börnum þar sem nóg var að leika
og starfa.
Mummi og Sigrún voru sam-
taka í því að hlúa vel að öllu er
búið varðaði. Ræktunarfólk voru
þau bæði og var unaðslegt að
fylgjast með skógrækt þeirra
eftir að þau hættu að búa með
skepnur.
Með búskapnum var Mummi
veiðimaður á fugl og fisk, unn-
andi heiðarinnar. Fór um heiðina
vetur sem sumur og var afburða
grenjaskytta. Einu sinni ætlaði
hann að kenna mér að skjóta
rjúpu. Þeirri leiðsögn lauk með
því að hann sagði mér að taka
heldur um hlaupið á byssunni og
rota rjúpuna með skeftinu. Afar
fallegt safn uppstoppaðra dýra
þeirra vakti jafnan verðskuldaða
aðdáun.
Þegar við Jónína mín urðum
par var einhver fyrsta ferð okkar
saman gerð í Saurbæ. Oft síðan
nutum við gestrisni og góðra
stunda með fjölskyldunni þar.
Og nú er leiðir okkar skilur
um sinn veit ég að afi og amma
taka vel á móti Mumma, og það
verður honum gott að komast til
þeirra eftir langt og strangt
heilsuleysi.
Við fjölskyldan biðjum
Mumma fóstra mínum Guðs
blessunar, að hann styrki ykkur
Sigrúnu, Sesselju, Höllu, Sif,
Andra og allt ykkar fólk.
Hver veit hvort
hinsta kvöld vort
er nær
eða fjær
lofum því líðandi stund
hvern ljúflingsfund
vinur kær.
Þinn einlægur vinur,
Guðlaugur Óskarsson.
Hann Mummi í Saurbæ er
fallinn frá. Síðustu mánuðir og ár
voru honum erfið, hann fjarlægð-
ist alltaf meira og meira sökum
veikinda. Áður glímdi hann
nokkur ár við Bakkus sem lék
hann oft illa.
Við kynntumst Mumma er
hann kom með systur og mág-
konu í Saurbæ og gerðist bóndi.
Strax kom í ljós hvílíkum hæfi-
leikum hann bjó yfir og snyrti-
mennska hans var einstök.
Hann var góður bóndi, hann var
refaskytta, hann var skólabíl-
stjóri, hann var veiðivörður,
hann gerði við bíla og hverskon-
ar tæki, hann var mikið náttúru-
barn. Hann sótti á heiðarnar, í
göngur og smalamennsku, síð-
ast en ekki síst stundaði hann
silungsveiði í vötnum heiðanna
og áttum við þar margar góðar
stundir með honum og Sigrúnu
hans. Margt fleira gerði hann,
ekki síst var annáluð snyrti-
mennska hans í skúrnum þar
sem öllu var snyrtilega upp rað-
að og merkt, hver hlutur átti
sinn stað og hægt var að ganga
að honum vísum þar.
Sonur okkar Grímur var
mörg sumur í Saurbæ, kom þar
til dvalar 5 ára og dvaldi sum-
arlangt þar til hann varð 18 ára,
má þakka Mumma og Sigrúnu
að hann gerðist bóndi, þau
kveiktu áhuga hans á búskap og
hjá þeim lærði hann margt nyt-
samlegt í búskap, ekki síst lærði
hann margt í viðhaldi og við-
gerðum tækja hjá Mumma. Við
þökkum Mumma samfylgd nær
60 ára, við nutum gestrisni í
Saurbæ og áttum þar með þeim
margar gleðistundir. Vottum
Sigrúnu, Sesselju, Höllu, Sif,
Andra og fjölskyldum innilega
samúð.
Minningin lifir í hugum okk-
ar.
Sæunn, Freydís og
Guðmundur Karl.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020