Morgunblaðið - 27.04.2020, Síða 24
B
rynhildur er fædd og
uppalin í Reykjavík.
Hún gekk í Fossvogs-
skóla, Réttarholtsskóla
og Menntaskólann við
Hamrahlíð þaðan sem hún lauk
stúdentsprófi árið 1990. Hún tók
BA-gráðu í almennri bókmennta-
fræði árið 1993 frá Háskóla Íslands,
post graduate-gráðu frá Drama
Studio London 1994 og ABRSM-
próf frá Söngskólanum í Reykjavík
árið 2000. Hún var kynningarstjóri
Máls og menningar og seinna Eddu
útgáfu á árunum 1999-2004 og hefur
starfað sem blaðamaður á Frétta-
blaðinu með hléum frá 2004. Þá
vann hún að dagskrárgerð á Rás 1 á
RÚV frá 2007 til 2015, bæði í útvarpi
með þáttinn Leynifélagið og sjón-
varpi en þátturinn Vasaljós undir
hennar stjórn var tilnefndur til
Edduverðlauna í flokki barna- og
unglingaefnis árið 2013.
Brynhildur dvaldi um hríð í Ma-
puto í Mósambík á árunum 2001 til
2004, þar sem faðir hennar var
sendiherra og tók þar meðal annars
þátt í uppfærslu Opera Moçambique
á Carmen þar sem hún fór með hlut-
verk Michaelu. Hún hefur gert þrjár
fræðslustuttmyndir fyrir börn og
unglinga um varnir gegn kynferð-
islegu ofbeldi: Fáðu já 2013, ásamt
Páli Óskari Hjálmtýssyni og Þórdísi
Elvu Þorvaldsdóttur, og Stattu með
þér 2014 og Myndin af mér 2018
með Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og
Höllu Kristínu Einarsdóttur en
Stattu með þér var tilnefnd til
Edduverðlaunanna í flokki barna-
og unglingaefnis 2014. Þá hefur hún
skrifað tvær bækur, Kramhúsið –
orkustöð í miðbænum árið 2013 og
Komdu út! Virknibók fyrir fjölskyld-
una með Kristínu Evu Þórhalls-
dóttur.
Brynhildur er einn stofnfélagi
femíníska vefritsins Knúz.is og var í
framboði til Alþingis fyrir VG árin
2017 og 2018.
Brynhildur er félagi í víkinga-
félaginu Rimmugýgi í Hafnarfirði
frá árinu 2000 og í burlesk-hópnum
Dömur og herrar sem stofnaður var
í Kramhúsinu árið 2017. Hún er
einnig annar stofnandi og stjórnar-
formaður Blúshátíðar í Reykjavík.
Þá er hún stjórnarformaður Nem-
enda- og hollvinasamtaka Mennta-
skólans við Hamrahlíð.
Hún starfar nú sem verkefnis-
stjóri Vísindafélags Íslands og sinn-
ir bókmenntagagnrýni fyrir Frétta-
blaðið og leikhúsgagnrýni fyrir
RÚV.
„Ég hef alltaf haldið tónleika á af-
mælinu mínu, eða að minnsta kosti
stefnt að því að vera með einhvers
konar „performans“. Þótt ég sé ekki
starfandi söngkona þá er ég með
þessa menntun og hef notið þess að
syngja, núna ætlaði ég að halda tón-
leikaröð, þrenna tónleika, á Korn-
hlöðunni, í tilefni fimmtugsafmæl-
isins, en auðvitað er það ekki hægt
núna eins og staðan er,“ segir Bryn-
hildur og vísar til kórónuveirunnar
sem nú umlykur allt. Óneitanlega
fæst Brynhildur við mjög ólíka hluti
í lífinu, hvernig kom tónlistar-
ástundunin til? „Ja, hún kom eig-
inlega fyrst. Ég byrjaði á að fara í
leiklistarskóla og svo í Söngskólann
í Reykjavík, en það var ekki fyrr en
nokkrum árum seinna sem ég fór að
vinna á fjölmiðlum,“ útskýrir Bryn-
hildur og kveðst um þessar mundir
sinna ólíkum verkefnum. „Mitt aðal-
starf núna er sem verkefnisstjóri
hjá Vísindafélagi Íslands þar sem ég
sé meðal annars um að halda mál-
þing og breiða út boðskap vís-
indanna á Íslandi sem er mjög gef-
andi og skemmtilegt starf og
blandar í raun saman fjölmiðla-
manneskju og svona almennum
nörd sem ég er líka,“ segir Bryn-
hildur og hlær. Hún skrifar auk þess
reglulega í Fréttablaðið, einkum
Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðla- og söngkona – 50 ára
Mæðgur Hér er Brynhildur frekar ný af nálinni með móður sinni, Sigrúnu Valdimarsdóttur. Myndin er tekin árið 1970.
Alltaf haldið tónleika á afmælinu
Fimmtug Brynhildur býður í kaffi á afmælinu með tveggja metra millibili.
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020
40 ára Sigurbjörg
Dóra Ragnarsdóttir er
frá Reykjavík en búsett
í Mosfellsbæ. Hún er
hársnyrtir að mennt frá
Iðnskólanum í Reykja-
vík sem þá hét og
starfar á Aristó hár-
stofu í Mosfellsbæ.
Maki : Jón Ágúst Valdimarsson, f. 1978,
húsasmiður úr Reykjavík.
Börn: Anton Darri, f. 2000,
Telma Dröfn, f. 2002, og
Karen Brá, f. 2003.
Foreldrar: Ragnar Óli Ragnarsson frá
Hafnarfirði, f. 1961,
umsjónarmaður fasteigna, og Jórunn
Halldórsdóttir frá Reykjavík, f. 1962,
skólaliði. Þau búa í Hafnarfirði.
Sigurbjörg Dóra
Ragnarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er stutt í einhvern stóratburð
sem þú þarft að vera reiðubúin/n fyrir hvað
sem það kostar. Vertu á varðbergi gagnvart
sölufólki.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur gert of miklar kröfur til ann-
arra. Talaðu um það og afsakaðu það. Þú
ferð á námskeið sem veldur því að þú færð
hugljómun.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Stundum verður bara að kýla á
hlutina en ekki bíða þess að þeirra tími sé
kominn. Þú hittir einhvern sem á eftir að
heilla þig upp úr skónum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Enginn veit jafn vel og þú hvers þú
þarfnast. Gerðu áætlun sem þú skalt svo
fylgja sama hvað. Gefðu fólki stundum ann-
að tækifæri.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er nauðsynlegt að lesa smáa letr-
ið ekki síður en aðalefni allra samninga.
Stutt ferðalag gæti hresst upp á sálartetrið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þetta er góður dagur fyrir þá sem
standa í framkvæmdum heima hjá sér. Allt
gengur upp og þú færð hrós fyrir sniðugar
lausnir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér býðst óvænt tækifæri í dag. Gættu
þess að láta ekki aðra stjórna þér. Það fjölg-
ar í fjölskyldunni þegar líður á árið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það tekur á taugarnar þegar
þeir sem manni eru kærir sýna þrjósku og
afneita staðreyndum. Þú ert að skipuleggja
framtíð þína upp á nýtt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er engu líkara en einhverju
moldviðri hafi verið þyrlað upp í kringum
þig. Láttu það eftir þér að kaupa eitthvað
fallegt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að æfa þig í að auka
sjálfsöryggi þitt. Gamall vinur kemur óvænt
í heimsókn og færir þér fréttir sem eiga eft-
ir að breyta ýmsu hjá þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gefðu þér tíma til þess að sinna
áhugamálunum þótt barnauppeldið taki
næstum allan þinn tíma. Þú færð kæran vin
í heimsókn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér eldri og reyndari manneskja
ræður þér heilt í dag. Mundu að það er und-
ir þér komið hversu hamingjusöm/samur
þú ert.
50 ára Guðmundur
Fannar Guðjónsson
er frá Akranesi en býr
í Reykjavík. Hann er
matreiðslumeistari,
lærði við Hótel- og
veitingaskóla Íslands
og tók samninginn á
Akranesi, en
starfar nú í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.
Maki: Hugrún Magnúsdóttir, f. 1973,
starfsmaður í leikskólanum Nóaborg í
Reykjavík.
Sonur: Ingibjörn Natan Guðmundsson, f.
2009.
Foreldrar: Guðjón Guðmundsson, f.
1949, vélvirki, og
Ríkey Andrésdóttir, f. 1951, sjúkraliði.
Þau eru búsett á Akranesi.
Guðmundur Fannar
Guðjónsson
Til hamingju með daginn
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is