Morgunblaðið - 27.04.2020, Blaðsíða 25
bókmenntagagnrýni. Hvað með
fræðslumyndagerðina, hvernig
stendur á henni? „Það var þannig að
við Palli [Páll Óskar Hjálmtýsson
tónlistarmaður] erum mjög góðir
vinir úr Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Við vorum að ræða það
okkar á milli hvað hægt væri að gera
betur í sambandi við skilning og
upplifun unglinga af kynlífi og sam-
skiptum. Við fengum til liðs við okk-
ur Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, bar-
áttukonu gegn kynferðisofbeldi sem
þá þegar bjó yfir ríkulegri reynslu
af gerð fræðsluefnis, og svo fæddist
handritið að fyrstu myndinni sem
við hlutum styrk til að gera. Palli
var svo á fullu í tónlistinni og hafði
ekki tök á að koma að næstu mynd
með okkur, svo við Þórdís stóðum að
baki henni. Við fengum svo styrk frá
Vodafone og Jafnréttissjóði til að
gera þriðju myndina,“ segir Bryn-
hildur. Ekkert verður af tónleika-
haldi á afmælisdaginn, en þess í stað
hyggst afmælisbarnið halda röð
kaffiboða með tveggja tíma og
tveggja metra millibili svo sem
uppálagt er á kórónuveirutímum.
Fjölskylda
Fyrri maki Brynhildar er Magnús
Teitsson, f. 19.4. 1972, prófarkales-
ari í Reykjavík, börn þeirra eru
Valgerður Birna Magnúsdóttir, f.
12.1. 2006, og Sigrún Ásta Magn-
úsdóttir, f. 17.10. 2008. Hálfsystir
Brynhildar er Sigurveig Huld Sig-
urðardóttir, f. 1.9. 1954, dósent í fé-
lagsráðgjöf við Háskóla Íslands, for-
eldrar Brynhildar eru Sigrún
Valdimarsdóttir, f. 9.1. 1936, d. 6.5.
2001, leiðsögumaður og bankastarfs-
maður í Reykjavík, og Björn Dag-
bjartsson, f. 19.1. 1937, fyrrverandi
alþingismaður og sendiherra.
Brynhildur
Björnsdóttir
Björg Jónína Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Sandvík í Bárðardal
Sigurður Friðriksson
bóndi í Bárðardal
Dagbjartur Sigurðsson
bóndi í Álftagerði í Mývatnssveit
Kristjana Ásbjörnsdóttir
kennari og húsfreyja í
Álftagerði í Mývatnssveit
Björn Dagbjartsson
fyrrverandi alþingismaður og
sendiherra í Reykjavík
Ásbjörn Stefánsson
bóndi á Guðmundarstöðum
á Vopnafirði
Ástríður KristjanaSveinsdóttir
húsfreyja á Guðmundarstöðum
á Vopnafirði
Hildur Vigfúsdóttir
húsfreyja í Hemru í Skaftártungu
Jón Einarsson
hreppstj. og Dannebrogsmaður
í Hemru í Skaftártungu
Valdimar Jónsson
skólastjóri í Vík í Mýrdal og
bóndi í Hemru í Skaftártungu
Sigurveig Guðbrandsdóttir
húsfreyja í Vík í Mýrdal
Elín Björnsdóttir
húsfreyja á Loftsölum í Mýrdal
Guðbrandur Þorsteinsson
vitavörður á Loftsölum í Mýrdal
Úr frændgarði Brynhildar Björnsdóttur
Sigrún Valdimarsdóttir
leiðsögumaður og
bankastarfsmaður í Reykjavík
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020
AÐ VINNA HEIMA ER FRÁBÆRT – ÞEGAR
ÞÚ HEFUR SETT ÁKVEÐIN MÖRK.
„TAKTU EITT HYLKI Í KVÖLD OG EF ÞÉR
ER EKKI BATNAÐ Í FYRRAMÁLIÐ SKALTU
BARA KLÁRA ALLT PILLUGLASIÐ.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... samansafn margra
hluta.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
PÚKI ER
FRÁBÆR
EN EKKI SVO
FRÁBÆR
ÞETTA ER SKELFILEGT!
ÚFF!
KLÆNG
VÆRI ÞÉR SAMA ÞÓTT VIÐ
FÆRÐUM OKKUR Í SKUGGANN?
ER
ÉG AÐ
TRUFLA?
Hörður Þorleifsson sendi mérsumarkveðjur, sagðist vona
ég væri hress þrátt fyrir þær hörm-
ungar sem gengju nú yfir heiminn.
Og bætti við: „Virus er latneskt orð
sem þýðir eitur. Nú er sumarið að
byrja. Í stafakveðanda um allt staf-
rófið eru þessar vísur til“:
Ég er ekki mæðumaður.
Mýkist geð við skýjarof.
Er nú alltaf gegn og glaður
og gef því öllum tíma lof.
Fögnum vori um vetrarlok,
virðum aukinn sólargang.
Hverfur ekki regn né rok
sem rýkur okkur beint í fang.
Gaman er að geta ort
á góðum degi vísu þá
sem hérna æxlast upp á sport
og endar nú á stafnum h.
Harpa vekur von að nýju,
veit að sumardagur fyrsti
býður upp á blíðu og hlýju
þó blendinn sé og stundum frysti.
Friðrik Steingrímsson yrkir á
Leir og þarfnast ekki skýringa:
Dýru verði góðverk gjalda
gjarnan þeir sem annað halda.
Nú á hann Skírnir í nokkrum vanda,
í nafni Guðs friðar og heilags anda.
Pétur Stefánsson yrkir á síðasta
vetrardegi og kallar „Vorhnoð“:
Veðrið blíða vermir sál,
vafstri eyðir hörðu.
Vorsins græna gróðurnál
glæðir líf í jörðu.
Einnig má hafa vísuna víxlhenda:
Ylur í blænum sefar sál.
Sjatna kífin hörðu.
Vorsins græna gróðurnál
glæðir líf í jörðu.
Nú er sólríkt norðan og austan:
Bráðna svell hjá bændaþjóð,
blómgast fell og garðar.
Sólin hellir geislaglóð
glatt á velli jarðar.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
svarar með vísu um „Vorið“:
Vorið kemur, vandi og rex
vindur herðir róminn.
Út með hlíðum vatnið vex
vaxa fögur blómin.
Fornt viðlag í lokin:
Við skulum búa, blómarósin fríða,
á þeim skóg, sem aldin stár
og laufin vaxa á liljukvistum víða.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vírus er latneskt orð
og þýðir eitur
Við erum sérfræðingar
í malbikun