Morgunblaðið - 27.04.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 27.04.2020, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020 Fjarþjónusta fyrir betri heyrn ReSound Smart3D Afgreiðslutími 10:00-14:00 • Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Við bendum þeim á sem komast ekki í heyrnarþjónustu til okkar að nýta sér forritið ReSound Smart3D í snjalltækjum og fá þar heyrnartækin sín fínstillt og uppfærð. Með fjarþjónustunni er snjalltæki notað til að senda heyrnarfræðingum beiðni um að breyta stillingu ReSound Linx 3D og Quattro heyrnartækjanna. Við svörum eins fljótt og auðið er. Nánari upplýsingar er á finna á www.heyrn.is eða í síma 534 9600. Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri og myndlistarmaður, mælir hér með forvitnilegum viðburðum að fylgjast með, lesefni og öðru sem hentar vel fólki heima í samko- mubanni: „Hver dagur er sunnudagur og heimaveruleikinn orðinn dálítið absúrd. Ég er ein af þeim heppnu, frísk og með mikla heimavinnu og upplifi því ástandið hvorki sem hvíldar- né biðástand. Ég er ekki að hámhorfa á sjónvarpsseríur, ekki að þrífa skápana, ekki að læra á nýtt hljóðfæri … En, ég finn að ástandið hefur tilfinningaleg áhrif, ég sakna samveru við vini og fjölskyldu, finn fyrir útþrá og innilok- unarkennd á eyj- unni, og póesíu í lífinu. Þegar samkomubann var hert fylgdist ég með Niflungahring Wagners dag- lega í viku á vef Metropolitan- óperunnar í NY og mæli með upp- tökum frá óperuuppfærslum þar. „Við erum ekki aðeins að berjast við farsótt; við erum að berjast við faraldur rangra upplýsinga,“ sagði yfirmaður Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar með dóms- dagssvip og í kjölfarið lét ég mig sogast inn í hringiðu allskyns sam- særiskenninga um Covid-19 á hlaðvarpinu Stuff they don’t want you to know. Menningarneysla mín litast þessa dagana af þörf fyrir að halda tengingu við fag mitt innan og utan eyjunnar í heimaverunni. Ég elska vikulega gjörninga listamannsins Karls Holmqvist á vef Gavin Browns En- terprise, hlusta á áhugaverða fyr- irlestra á síðu Haus Der Kulturen der Welt í Berlín og frábært hlað- varp um listir og menningu á vef Hyperallergic.com. Ég hef líka þörf fyrir léttmeti og hef verið að horfa á mat- reiðslu-ferðaþætti New York Tim- es Magazine-matarskríbentsins Samin Nosrat, Salt, Fat, Acid, Heat, á Netflix, og nýt þess þá „að sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast“. Mér finnst áhugavert og viðeigandi á heims- faraldurstímum að horfa á dásam- legu matreiðsluþættina Great De- pression Cooking þar sem 98 ára gömul húsmóðir segir frá og eld- ar mat sem eld- aður var á æsku- heimili hennar í kreppunni miklu í BNR. Mann- kynið þjáist svo sannarlega ekki af sköpunar- kreppu þótt tím- arnir sem við lif- um séu viðkvæmir, framboð á listtengdu efni er ótæpilegt og svo margt áhugavert gert á netinu til að virkja sköpunarkraft okkar sem heima sitjum. Fyrir rúmri viku hóf ég svo að lesa skrif guð- spekingsins Gretars Fells úr bók hans Það er svo margt, frá 1974, sem ég keypti og las fyrst sem unglingur. Textinn talar inn í til- finningu sem á sér samsvörun í upplifun margra af veiruástand- inu; innri skilning á dulvitund og tengingu mannkyns sem eins lík- ama.“ Mælt með í samkomubanni AP Úr Rínargullinu Birta fylgdist með streymi frá Metropolitan-óperunni. Wagner og sam- særiskenningar Birta Guðjónsdóttir Gjörningar Listamaðurinn Karl Holmqvist á vef gallerísins. Bandaríski ljósmyndarinn John Pfahl, sem var meðal annars þekkt- ur fyrir hugvitssamlegan og form- rænan leik í landslagsljósmyndun, er látinn af völdum COVID-19- veirunnar, 81 árs að aldri. Löngu fyrir tilkomu mynd- vinnsluforrita var Pfahl farinn að stilla hversdagslegum hlutum inn í landslag með markvissa og oft spaugilega útkomu í huga, eins og í þessu verki hér þar sem hann gerði sína útgáfu af Bermúdaþríhyrn- ingnum svokallaða með svörtu snæri. Þá fann hann og vann með óvænta fegurð á stöðum á borð við hjólbarða- og sorphauga. Verk eftir Pfahl eru í mörgum helstu listasöfnum vestanhafs sem safnað hafa ljósmyndaverkum auk þess sem þau má sjá í mörgum safn- ritum um ljósmyndalist. Hann starf- aði sem prófessor í ljósmyndun í Buffalo og hafði áhrif sem slíkur. Ljósmyndarinn John Pfahl allur John Pfahl - Janet Borden Gallery Formleikur Verkið „Triangle, Bermuda, August 1975“ eftir John Pfahl. Plan B er hnyttin saga, full afhúmor og hreinskilni. Þarsegir frá Gyðu, afkastamikluskáldi sem hefur gengið erfiðlega að fá útgáfusamning. Þegar hún ætlar loks að skrifa stóra skáld- sögu sem hún er viss um að muni slá í gegn hrjáir hana mikil ritstífla og hún fer þess í stað að skrifa bók fulla af atvikalýsingum úr lífi sínu. Persónusköpun í bókinni er virki- lega góð en þar skjóta upp kollinum ýmsar áhugaverðar persónur eins og Jesper, danskur sonur klámbúðareig- anda sem bíður dauða föður síns með eftirvæntingu, og Ahmed, fúllyndur karlmaður sem neitar að tjá sig um uppruna sinn. Einstaka lýsingar í bók- inni eru einnig líflegar og skemmti- legar. Söguþráður bókarinnar er þó ekki upp á marga fiska og er höfundur bókarinnar, þ.e.a.s. Gyða sjálf, ekki Guðrún Inga, fullkomlega meðvitaður um það: „Ég er búin að draga lesendurna á asnaeyrunum alla söguna, lofa upp í ermina á mér að eitthvað fari loks að gerast, en svo gengur ekkert upp.“ Gyða er mjög meðvituð um lesendur bókarinnar og útgefendur sem gætu lesið söguna yfir. Þannig grátbiður höfundur útgef- endur um að lesa söguna og afsakar sig í sífellu við les- endur. Þessi sterka við- vera höfundarins er að vissu leyti nauðsynleg per- sónu Gyðu en á sama tíma verður hún fljótlega leiðigjörn og er til þess fallin að lesandinn á erfitt með að gleyma sér í sögunni. Hann er í sífellu minntur á að hann sé að lesa bók, þó atburðir hennar séu settir fram sem sannir at- burðir, og nær því ekki að festast í söguheiminum sjálfum. Persóna rithöfundarins er gamal- gróin í bókmenntum. Í hvert skipti sem undirrituð les sögu þar sem höf- undurinn er í aðalhlutverki þá velti ég fyrir mér hvort ímyndunarafl höfund- arins sé svo ótrúlega takmarkað og hann svo sjálfhverfur að hann geti ekki skrifað um neitt annað en sinn eigin veruleika. Sú er þó eflaust ekki raunin í tilfelli Plans B því hugmyndaauðgin er alltumlykjandi og óreiðukenndur söguþráður hennar sannarlega ekki fyrirsjáanlegur. Plan B er fyrsta skáldsaga Guð- rúnar Ingu. Þar má finna mikinn kraft og verður spennandi að sjá framtíðar- ritverk Guðrúnar Ingu sem aug- ljóslega hefur margt til brunns að bera. Spennandi persónur í slöppum þræði Höfundurinn Rýnir hrósar hugmyndaauðginni í sögu Guðrúnar Ingu. Skáldsaga Plan B bbbnn Eftir Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur. JPV útgáfa, 2019. Kilja, 341. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Bretarnir rígfullorðnu í hljómsveit- inni Rolling Stones sendu fyrir helgi frá sér fyrsta nýja lagið í átta ár. Nefnist það „Living In a Ghost Town“. Söngvarinn Mick Jagger lét hafa eftir sér að lagið kallaðist á við tímana sem við nú lifum og ástand- ið vegna kórónuveirunnar en í text- anum segir meðal annars að lífið hafi verið fagurt, þangað til við vor- um öll lokuð inni. Gítarleikarinn Keith Richards sagði á samfélagsmiðlum að lagið væri hluti af upptökum sem hljóm- sveitin gerði í Los Angeles fyrir ári og ætti að vera á væntanlegri plötu. Sökum þess hvernig það talaði inn í tímann kæmi það nú út. Fyrsta nýja lag Rolling Stones í átta ár AFP Sprækir Rolling Stones á sviði í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.