Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Líkfundur í Breiðholti Hinn 21. ágúst síðastliðinn var tilkynnt um líkfund í Breið- holti. Líkið reyndist vera af eldri manni og fannst í skóginum við Hólahverfi. Talið er að líkið hafi legið þar um nokkurra mánaða skeið en ekki hafði verið lýst eftir manninum. Ekki er talið að maðurinn hafi látið lífið með saknæmum hætti. Þyrla sótti dómsmálaráðherra Það var harðlega gagnrýnt fyrr í vikunni þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var sótt af þyrlu Land- helgisgæslunnar úr hestaferð á Suðurlandi svo hún gæti setið samráðsfund um kórónaveirufaraldurinn í Reykjavík. Þyrlan flutti hana síðan aftur til baka. Eftir ríkisstjórnar- fund á þriðjudag viðurkenndi Áslaug Arna að það hefðu verið „mistök“ að þiggja boð Landhelgisgæslunnar. Mótmælaalda í Wisconsin Mótmælaalda braust út í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki á sunnudagskvöld eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake, svartan og óvopnaðan mann, ítrekað í bakið. Nokkuð hefur verið um skemmdarverk og íkveikjur í mótmælunum og að- faranótt miðvikudags var unglingspiltur handtekinn, grun- aður um að hafa skotið tvo mótmælendur til bana. Alvarleg líkamsárás í Vestmannaeyjum Aðfaranótt þriðjudags varð maður á fertugsaldri fyrir alvar- legri líkamsárás í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ráðist hafi verið á hann með „einhvers konar áhaldi“ og hlaut hann alvarlega áverka. Fórnarlambið þekkti gerand- ann ekki. Málið er í rannsókn og gerandinn er enn ófundinn. Sjötti sigur Bayern München Bayern München sigraði PSG í úrslitaleik Meistaradeildar- innar í vikunni en Kingsley Coman skoraði eina mark leiksins fyrir Bayern. Þessi titill kórónaði tímabil Bayern en liðið vann einnig þýsku deildina og þýska bikarinn. Þetta var í sjötta skipti sem Bayern vinnur Meistaradeildina en liðið vann hana síðast á tímabilinu 2012–2013. Ríkisstjórnin send í skimun Ákveðið var að ráðherrar ríkisstjórnarinnar myndu fara í tvö- falda skimun og viðhafa smitgát eftir að átta manns greindust með COVID-19 eftir dvöl á Hótel Rangá á Hellu. Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á hótelinu þriðjudaginn 18. ágúst og taldist því til ytri hrings mögulegs smithóps. Heilbrigðis- og félags- málaráðherrar snæddu ekki á hótelinu þetta kvöld og þurftu því ekki að undirgangast ráðstafanirnar. Hótel Rangá er lokað tímabundið á meðan smitrakning og sótthreinsun fer fram. 1 Myndir af Ásdísi Rán vekja undrun – „IceQueen þyngist um 100 kíló“ Fyrirsætan Ásdís Rán Gunn- arsdóttir varð fyrir photoshop-svikum í Búlgaríu. 2Knattspyrnumaður baðst af-sökunar á konunni sinni í brúð- kaupinu – „Ég er orðlaus“ Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, þurfti að biðjast opinberlega afsökunar á ummælum sem konan hans lét falla um þjálfara hans. 3Fjaðrafok eftir að Melania Trump tók Rósagarð Hvíta húss- ins í gegn Forsetafrú Bandaríkjanna sá um yfirhalningu á frægum garði við Hvíta húsið og hefur fengið misjafnar viðtökur. 4Bubbi búinn að fá nóg – „Við erum öll í þessum pakka. Þetta er ekki bara ferðaiðnaðurinn“ Bubbi Morthens bendir á að það er ekki einungis ferðaþjónustan sem er að fara illa út úr kórónaveirufaraldrinum. 5Uppnám á starfsstöð Lögreglu-stjórans á Suðurnesjum – Vísa á Ólafi frá staðnum með valdi Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lög- reglustjóri á Suðurnesjum, reyndi að fá aðgang að mannauðsgögnum embættisins eftir að hafa verið neitað um þau. 6Sjáðu myndbandið: Gylfi vekur athygli – „Þegiðu aumingi“ Tilþrif Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns hjá Everton, vöktu misjöfn viðbrögð á Twitter. 7Sjáðu myndbandið: Kærasta knattspyrnustjörnu vekur athygli milljóna Yfir fjórar milljónir manna hafa horft á myndskeið sem Giorgina Rodriguez, kærasta knatt- spyrnustjörnunnar Cristiano Ronaldo, deildi á Instagram. 8Samband sem byggist á að-dáun – Lykillinn er hreinskilni DV lék forvitni á að vita hvernig þau Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-16 | www.forlagid.is ÞÚ RÆÐUR HVAÐ GERIST Kauptu báðar nýju bækurnar í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð og fáðu derhúfu með! Fullkominn lestur í skólabyrjun 4 FRÉTTIR 28. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.