Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 12
Arnar segir óþörfum fegrunaraðgerðum á kynfærum kvenna hafa farið fækkandi og bendir á að píkur séu alls konar útlits. MYND/VALLI að tala um það sem væri raun- verulega vandamálið. Þá kom í ljós að hún hafði löngun til að verða drengur. Eftir það var „hún“ alltaf „hann“ hjá mér. Ég kom honum síðan á með- ferðarheimili og sagði: „Þú ert óhrein og skítug stelpa. Þú verður ekki betri þótt þú verðir óhreinn og skítugur strákur. Þú verður að mennta þig.“ Eftir meðferðina kom hún til baka gjörbreytt og ég hélt áfram að sinna henni.“ Arnar hafði lítillega komið að málefnum trans fólks í Svíþjóð en á Íslandi á þessum tíma gerði heilbrigðiskerfið ekkert fyrir slíka einstakl- inga og þeir flúðu gjarnan hreinlega land. „Ég pantaði þá tíma hjá Ólafi Ólafssyni land- lækni og sagði farir mínar ekki sléttar, að það væri fyrir neðan allar hellur að íslenskt heilbrigðiskerfi tæki þessa einstaklinga ekki undir sinn vendarvæng.“ Hann spurði hvað ég vildi gera, ég sagðist vilja láta stofna vinnuhóp og það varð úr. Í hópinn valdi ég til að mynda Óttar Guðmunds- son geðlækni, sem fór mikið fyrir hópnum og starfar nú í trans teymi Landspítalans. Fyrsti skjólstæðingur okkar var þessi litli einstaklingur sem var í raun hvatinn að stofnun hópsins.“ Arnari er minnisstætt þeg- ar þeir stóðu fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu árið 1996 um málefni trans fólks. „Við átt- um von á nokkrum, kannski þeim sem voru með okkur í teyminu og nokkrum öðrum, en Norræna húsið gjörsam- lega fylltist. Það var varla hægt að komast inn í salinn og fundurinn var afskaplega vel lukkaður. Meðal þeirra sem töluðu voru Anna Krist- jánsdóttir, sem allir þekkja nú, og talaði um að vera trans á Íslandi og erlendis, en hún fór í gegnum sína meðferð í Svíþjóð.“ Arnar hélt síðan uppteknum hætti og bauð nú trans fólki að koma á stofuna til sín eftir skrifstofutíma án þess að greiða fyrir. „Ég var í laun- aðri vinnu til fimm, sex á daginn og tók þessa einstakl- inga síðan eftir lokun. Ekki bara af því þá var skrifstofan lokuð heldur líka til að þessir einstaklingar fengju að vera prívat og eins langan tíma og þeir þyrftu,“ segir Arnar. Óþarfa lýtaaðgerðum fer fækkandi Fæðingar- og kvensjúkdóma- lækningar er fag sem er í stöð- ugri endurnýjun og mikilvægt að bæta stöðugt við sig þekk- ingu. Á sínum tíma fór Arnar í námskynningu í glasafrjóvg- unum í Bourn Hall í Bretlandi en Bretar voru fremstir meðal jafningja á þessu sviði. „Ég gerði þetta ekki af því mig langaði að verða glasafrjóvg- unarlæknir heldur af því mig langaði að geta aðstoðað fólk.“ Arnar hætti að gera aðgerð- ir fyrir 15 árum þegar hann tók að sér að vera yfirlæknir mæðraverndarinnar. Hann er þó hafsjór af þekkingu, meðal annars um kvensjúkdóma og fæðingar, og bendir meðal annars á hversu algengur þvagleki sé. „Þvagleki getur komið í gegnum fæðingar og er algengari eftir fæðingar í gegnum leggöng en fæðingar með keisaraskurði. Þetta er háð vefjagerð í líkamanum og því erfðatengt, auk þess eðli og lengd fæðingar, og hversu mikið álag verður á grindar- botninum. Við kvensjúkdóma- læknar erum vel meðvitaðir um þetta. Tölfræðin bendir til þess að um helmingur af kon- um um fimmtugt hafi snert af þvagleka, þó mismikinn. Þetta endurspeglast í því að það er löng bið eftir meðferð við þvagleka og á tímabili var hún á annað ár. Hjá sumum er þvagleki meðfæddur en hann tengist líka aldri.“ Hann hefur líka fylgst með þróuninni þegar kemur að lýtalækningum á kynfærum. „Sem betur fer er farið að draga úr óþarfa aðgerðum. Að sjálfsögu hafa bæði konur og karlar lýti og alveg réttlætan- legt að laga þau þegar þau eru farin að valda óþægindum. Hins vegar erum við öll með einhverjar væntingar til þess að vera öðruvísi en við erum og hverjum einstaklingi finnst hann vera ófullkominn. Maður þarf þá að útlista fyrir fólki hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Á myndum sem eru ætl- aðar til pornógraf ískra sýn- inga eru oft myndir af smá- stelpum og fólki talið trú um að svona sé allt fólk.“ Hann segist oft vísa fólki á heima- síðu Sigríðar Daggar Arnar- dóttur kynfræðings, sigga- dogg.is, sem hefur birt fjölda mynda af margbreytilegum píkum. „Auðvitað geta komið skemmdir eftir fæðingu eða fólk með meðfædda galla. Obb- inn af öllum þeim sem koma og halda að það sé eitthvað að þeim eru síðan mjög ánægðar þegar búið er að útlista fyrir þeim hvað er að gerast og af hverju. Það má aldrei gera lítið úr svona kvörtunum en mikilvægt er að vera meðvit- aður um ókosti aðgerða á kyn- færum og til dæmis geta kon- ur misst tilfinningu á svæðinu eftir slíkt,“ segir Arnar, sem vinnur enn langan vinnudag, þrátt fyrir að vera 73 ára, og á enn nóg af umhyggju eftir handa íslensku kvenþjóðinni.n Tölfræðin bendir til þess að um helmingur af konum um fimmtugt hafi snert af þvagleka. 12 FRÉTTIR 28. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.