Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 6
Að sögn heimildarmanna DV hefur ástandið snar-versnað á undanförnum tveimur árum. Þeir vilja ekki koma fram undir nafni af ótta við verða vikið úr starfi. „Áður var meiri röð og regla á hlutunum, við vorum með trúnaðarmann sem við gátum leitað til, það var haldið utan um starfsfólkið, passað að fólk væri að vinna sína vinnu, yfir- menn fylgdust með að hlutirnir gengu upp.“ Enn fremur segir heimildarmaðurinn að veikindi hafi verið afar fátíð áður fyrr. „Í dag heyrir til undantekninga ef einhver er ekki veikur á hverri vakt.“ Á Skjóli er svokallaður Vest- urgangur eyrnamerktur heila- biluðum. Á þeim gangi eru níu einstaklingar og tveir starfs- menn. Af þeim eru fjölmargir sem ítrekað leggja hendur á starfsfólk, segir heimildarmað- ur DV. „Það eru óteljandi atvik um að starfsfólk fari heim mar- ið og klórað eftir vakt.“ Starfs- fólki er ekki veitt nein þjálfun um hvernig eigi að bregðast við slíku ofbeldi. Áður fyrr voru slík ofbeldisverk skráð í atvikaskrá Skjóls, en nú þykja árásir heimilismanna á starfs- fólk orðið slíkt daglegt brauð að ekki þykir taka því að skrá þær. Starfsfólk fer því marið, klórað og meitt heim til sín eftir vakt. Dæmi um viðbrögð yfirmanna er hlátur og fliss, „æjj, hann er bara svona.“ „Við höfum þurft að læsa einstakling inni svo hann hlaupi ekki út og lemji starfs- menn eða annað heimilisfólk,“ sagði heimildarmaðurinn. „Stundum hefur þurft fjórar stelpur til að halda niðri ein- staklingi á meðan hann er þrifinn að neðan og sett ný bleyja. Þegar einstaklingur er í mjög vondu skapi er bara sett ný bleyja og hlaupið út, án þess að einstaklingur sé þrifinn.“ Mannekla orðin hættuleg heimilisfólki Mjög fáir karlmenn starfa á Skjóli og lítið er eftir af „reynsluboltum“ á erfiðustu deildunum. „Staðan er sér- staklega slæm á sumrin þegar allt reyndasta starfs- fólkið fer í sumarfrí á sama tíma,“ segja viðmælendur DV. „Á Vesturgangi er ekki sérþjálfað fólk og gerist það ítrekað að tveir ómenntaðir umönnunaraðilar séu settir á vakt þar saman.“ Mönnun vakta á Skjóli hef- ur hrakað til muna á undan- förnum árum. „Það þarf enga menntun til að byrja vinna hér,“ segir heimildarmaður DV og bendir á að líklega sé nóg að sækja um í dag til þess að fá vinnu. „Það er til dæmis algengt að fólk sé ráðið inn án þess að hafa líkamlega burði til þess að sinna starfinu. Við þurfum að geta hreyft sjúkl- inga og erum mikið á fót- unum. Þó maður sé hér með líf einstaklings í höndunum virðist hver sem er fá vinnu.“ Ófaglært fólk látið búa um lík og áreitt kynferðislega Starfsmannahaldi Skjóls lýsa heimildarmenn DV allir þrír sem „komplett kaos.“ Reyndir starfsmenn eru að hætta í hrönnum og nýtt og óhæft starfsfólk ráðið á móti. Enn fremur hefur verið slegið af starfskröfum. Áður fyrr var íslenskukunnátta skilyrði, nú er það ekki og margt starfs- fólkið talar enga íslensku. Nýja starfsfólkið fær litla sem enga þjálfun. „Því er gefin mappa þar sem kemur fram hvar hlutir eru, bleyjur og lín, auk helstu starfsaðferða, en það er enginn undirbúinn und- ir það mannlega sem gerist á deildinni, til dæmis að eiga við ofbeldisfullt heilabilað fólk. Það krefst þjálfunar og hæfni að eiga við heilabilað fólk sem beitir ofbeldi. Þetta er fólk sem veit ekki hvað það gerði fyrir þrem sekúndum,“ segir viðmælandi. Að sögn heimildarmannsins kemur það fyrir að ófaglært umönnunarfólk þurfi að búa um lík. Þá sé yfirleitt um að ræða heimilismenn sem um- önnunarfólk hafi þekkt vel og sinnt í langan tíma. Undir þetta sé starfsfólk algjörlega óundir- búið og því standi engin aðstoð til boða. „Það er ekki boðið upp á sálfræðiaðstoð eða trúnaðar- mann sem maður getur rætt við í tengslum við slíkt áfall.“ Enn fremur segir viðmæland- inn að það eigi alls ekki að vera sett í þá aðstöðu til að byrja með. Verkefnið er mjög krefj- andi andlega og líkamlega. Skjól er fyrsta hjúkr- unarheimilið í Reykjavík sem byggt er frá grunni með hjúkrunarrými eingöngu. Þar eru 106 legu- pláss í 99,7% nýtingu. ÁSTAND Á SKJÓLI Hættulegt ástand hefur skapast á hjúkrunar- heimilinu Skjóli vegna manneklu og reynslu- leysis starfsfólks. Heim- ildarmenn DV lýsa of- beldi, kynferðislegri áreitni og óboðlegum vinnuaðstæðum sem versnuðu til muna í CO- VID faraldrinum. Heimir Hannesson heimir@dv.is 6 FRÉTTIR 28. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.