Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 37
Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., varð bráð spákonunnar að þessu sinni. Steindi er ekki bara skemmti- kraftur og sjónvarpsmaður heldur er hann líka Bogmaður! Bogmaðurinn er oftast mjög vinamargur, honum leiðist ekki að tala og er því hrókur alls fagnaðar! Hann er hvatvís, sem kemur honum oft í fyndnar aðstæður og líka þekktur fyrir að vera sérlega fyndinn. Þeir eiga það til að vera óþolinmóðir og með takmarkaða athygli í einu, enda leiðist manni sjaldan með Bogmanninum. Elskendur Lykilorð: kærleikur, sátt, sambönd, gildi, val Úff, það er svo mikil ást í loftinu að ég fer hjá mér. Maðurinn á spilinu er í afar góðu líkamlegu ástandi og þegar manni líður vel með sjálfan sig þá speglast það í sambandi manns líka. Ástin blómstar og mikil frjó- semisorka fylgir þessu spili. Ef ekki stefnir í mannlegt afkvæmi, þá eruð þið skötuhjú að fara að vinna saman og skapa einhvers konar ‘’vinnuafkvæmi’’. Galdramaðurinn Lykilorð: birtingarmynd, útsjónarsemi, kraftur, inn- blástur, framkvæmd Það er létt og leikandi orka sem fylgir þessu spili. Eins og börn ertu með óteljandi, óraunhæfar hugmyndir, en það er svo mikil fegurð í þeim. Stundum verður maður bara að láta vaða á eitthvað sem hljómar fáránlega en manni líður eins og það sé rétt og að það muni ganga upp. Treystu innsæinu. Tvistur í sverðum Lykilorð: erfiðar ákvarðanir, velja og hafna, bældar tilfinningar Þetta spil kemur oft upp hjá manni þegar maður stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Að þessu sinni finnst mér eins og gamalt mál verði gert upp, sem tengist sær- indum fortíðar. Það verður góð tilfinning að gera þessi mál upp, því mögulega gerðir þú þér ekki grein fyrir því hvað það hafði mikil áhrif á þig, í raun og veru. Skilaboð frá spákonunni Leyfðu þér að fara inn í gamlar, erfiðar tilfinningar. Þér mun létta og þú getur í kjölfarið vaxið meira en þig óraði fyrir. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Steinþór Hróar Steinþórsson Svona eiga þau saman Hrútur 21.03. – 19.04. Það er góður tími til að hlaða batteríin þar sem verkefnin verða ófá þegar líða fer á næsta mánuð. Njóttu þesara síðustu daga sum- arsins án samviskubits. Vinasam- band styrkist í vikunni með góðu trúnókvöldi. Naut 20.04. – 20.05. Eftir ágætis ró er allt að fara af stað á ný. Tækifæri og verkefni laðast að þér. Þú finnur að þú þarft að velja rétt fyrir sálina og mögulega byrja að færa út kvíarnar. Ef þig langar að breyta um starfsgrein þá er tíminn núna, eitt námskeið gæti verið fyrsta skref í rétta átt. Tvíburar 21.05. – 21.06. Það eru flutningar í þínum kortum! Pakka í kassa, henda, raða, velja og hafna … hvort sem það er í orðsins fyllstu merkingu eða myndlíking, þá á tiltekt vel við þessa vikuna. Kaflaskipti eiga hér við og þú býður nýjan, spenn- andi tíma velkominn. Krabbi 22.06. – 22.07. Nýtt starf mun krefjast allrar þinnar athygli þessa dagana. Þú finnur skiljanlega fyrir smá óróa í nýju hlutverki. Hugaðu vel að sjálfri/um þér, anda inn og anda út. Þetta mun allt ganga feykivel hjá þér, bara að taka eitt skref í einu. Ljón 23.07. – 22.08. Ljónið er smá kvíðið yfir að sum- arið sé að líða undir lok og að það hafi ekki gert allt á óskalistanum. Ekki eru allir jafn spenntir fyrir komandi stundatöflum og fastari skorðum. Ekki örvænta, finndu þinn tíma í hversdagsleikanum og haltu lengur í sumarið. Meyja 23.08. – 22.09. Meyjan fær smá krefjandi viku, þar sem hún þarf að hugsa í lausnum. Eitthvað sem þú varst búin/n að sjá fyrir þér mun ekki ganga alveg að óskum en þá er það undir þér komið að vinna vel úr þeim aðstæðum. Mögulegt lán í óláni ef þú sérð það í réttu ljósi. Vog 23.09. – 22.10. Vertu ljúf við sjálfa þig, elsku Vog, jafnljúf og þú ert við aðra. Óþarfa kröfur til sjálfs/sjálfrar þín leysa engan vanda. Ekki láta skipulags-vetrar- orkuna taka yfir og skemma fyrir. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Fyndið hvernig eitt samtal leiðir af öðru, saklaus hugmynd mun allt í einu vinda upp á sig og skemmtilegt samstarf fylgja í kjölfarið. Það er gaman að sjá hvað þú ert opin/n fyrir nýjum tækifærum, því það er einmitt þannig að hið óvænta fær að koma í ljós. Bogmaður 22.11. – 21.12. Stundum finnst þér eins og enginn skilji það sem þú leggur af mörkum. Í þessari viku munt þú þurfa að eiga erfitt samtal við fjölskyldumeðlim, sem mun þó fara betur en þú þorðir að vona. Smá strembin vika en með því að vera samkvæm/ur sjálfri/um þér, þá færðu að uppskera. Steingeit 22.12. – 19.01. Þú þarft að leggja mikið á þig þessa vikuna til að setja þig í spor einhvers annars. Við sem mannfólk sjáum allt frá mismun- andi sjónarhornum og stundum erum við jafnvel með sömu hugmyndir og staðla og aðrir, ef við gefum okkur bara smá tíma til þess að hlusta hvert á annað og mætast á miðri leið. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Fólk virðist sækjast í þig þessa vikuna til að biðja um ráð og aðstoð. Gefðu það sem þú átt og settu mörkin þar sem þú finnur að þú átt að gera það. Það er gott að gefa af sér, en líka mikilvægt að vernda sinn tíma og orku. Fiskur 19.02. – 20.03. Ef það er einhver sem er tilbúinn í rútínu á ný þá ert það þú, elsku- legi fiskur. Hlutirnir hafa verið að- eins of yfirþyrmandi og þú nýtur þess svo að sjá allt fara að detta í réttan og farsælan farveg á ný. Skál fyrir rútínunni! Vikan 28.08. – 04.09. Innsæið er þinn styrkleiki Ofurpar á sviðinu stjörnurnarSPÁÐ Í L eikaraparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson birtu í vikunni skemmtilegt myndband á Facebook. Þau sungu um COVID og var þetta tilraun þeirra til að fá að semja lokalagið í Áramótaskaupinu. Þuríður Blær og Guðmundur eignuðust einnig sitt fyrsta barn í júní síðastliðnum. DV lék for- vitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Þuríður Blær er Steingeit og Guðmundur er Hrútur. Merkin eru afar ólík en það getur verið góður kostur. Stærsti munurinn á þeim er að Hrúturinn vill æða úr einu í annað en steingeitin vill fara rólega í hlutina. Þau læra hvort af öðru. Hrúturinn elskar að byrja á verkefnum og Steingeitin verður alltaf að klára öll verkefni áður en hún byrjar á næsta. Full- komin blanda! Það getur verið spenna á milli þeirra og kem- ur fyrir að þau læsa hornum eins og gerist oft hjá Hrútnum og Steingeitinni, en þau leysa það með því að sýna sitt sanna eðli. Þau eru bæði metnaðarfull, sjálfsörugg og ástríðufull. Ef allt gengur upp þá erum við að tala um svakalegt ofurpar sem aðrir dá og dýrka. n Þuríður Blær 16. janúar 1991 Steingeit n ábyrg n öguð n skipulögð n með mikla sjálfsstjórn n besservisser n býst við hinu versta Guðmundur Felixson 6. apríl 1990 Hrútur n hugrakkur n ákveðinn n öruggur n áhugasamur n óþolinmóður n skapstór MYND/SKJÁSKOT INSTAGRAM STJÖRNUFRÉTTIR 37DV 28. ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.