Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 14
Þjóðgarðurinn á Þing-völlum varð til þegar svæðið var friðlýst með sérstökum lögum 1928. Hefur svæðið sem telur 228 km² verið skilgreint í laga- bálkum sem „friðlýstur helgi- staður allra Íslendinga“ og er á heimsminjaskrá UNESCO. Það stingur því í stúf þegar gengið er fram á glæsihýsi innan marka Þjóðgarðsins. „Það hafa engir bústaðir verið byggðir síðustu 10 ár innan þjóðgarðsins,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen þjóð- garðsvörður. Hann segir Þjóðgarðsnefnd hafa ríka heimild til að skipta sér af framkvæmdum í garðinum svo sem stækkunum eða slíku og séu lóðarleigusamningar einungis gerðir til 10 ára í einu. Aðspurður um hvort það sé einhver möguleiki á því að stíga inn í kaup og sölu á glæsihýsum sem eru jafnvel metin á tvö hundruð milljónir svarar hann: „Það veltur allt á þeim fjárheimildum og vilja sem er til staðar hjá Þing- vallanefnd.“ Öll kauptilboð í eignir á svæðinu fara fyrir Þingvallanefnd sem tekur af- stöðu til þeirra. „Það hefur verið stefnan að nýta forkaupsrétt þegar efni og aðstæður bjóðast. Á síðustu 10 árum hefur verið gengið mjög ákveðið fram í því þegar tækifæri hafa boðist.“ Fyrr á árinu keypti fjármálaráðu- neytið húsgrunn á 35 milljónir á svæðinu, en athygli vakti að fljúga þurfti steypunni í hús- grunninn með þyrlu. Hús- grunnur þessi hafði staðið óhreyfður í áraraðir þegar ríkið keypti hann. Farga bústöðum Lengi hefur verið rætt um erfðarétt á bústöðum á leigu- lóðum innan þjóðgarðsins að því leyti að falli eigandinn frá erfist rétturinn. „Þegar það eru nafnabreytingar innan fjölskyldu hefur nefndin ekki stigið inn í það.” Hann segir það vera annað mál en ef bú- staðir eru til sölu. „Við höfum á síðustu árum verið að reyna að leysa til okkar alla bústaði í Gjábakka. Þeir voru níu en hafa allir verið keyptir. Það stóð til að byrja að fjarlægja þá í ár, en það hefur aðeins frestast vegna fjármagns og aðstæðna. Þeir verða svo fjar- lægðir einn af öðrum, nema einn sem verður nýttur á vegum garðsins.” Einar segir óvíst hvort þeim verði fargað eða seldir en ekki sé hlaupið að því að fjarlægja gamla bú- staði á svæðinu. Sumir séu illa farnir og jafnvel ekki hægt að komast að þeim nema í miklu frosti og snjó þegar aðstæður eru hagstæðar og ólíklegt þyki að hægt sé að fjarlægja þá alla í heilu lagi. „Það eru meiri líkur en minni að þeim verði fargað. Við höfum fargað einum og selt einn til brottflutnings en það eru ein- hverjir mjög slappir. Þetta fer líka eftir markaðsaðstæðum. Þetta eru litlir og gamlir bú- staðir í Gjábakka.“ Snortin náttúra „Það er algengur misskiln- ingur að það sé mikill fjöldi bústaða inni á þjóðgarðs- svæðinu. Þeir eru rétt yfir 70 sem stendur. Það tilheyra ekki allir bústaðir í kringum Þing- vallavatn þjóðgarðinum. Það eru í kringum 1.000 bústaðir í kringum vatnið sem tilheyra ekki þjóðgarðinum,“ segir Einar. Þeir bústaðir sem eru á svæðinu eiga að falla hvað mest að umhverfinu og lítið er sóst eftir stækkunum til nefndarinnar, að sögn Einars. Í stefnumörkunarskýrslu þjóðgarðsins frá 2019 kemur eftirfarandi fram: „Ljóst er að sumarhúsasvæðin eru snortin og ekki áhugaverð til vernd- unar í núverandi mynd. Á hinn bóginn skal tryggt að svæðin GLÆSIBÚSTAÐIR Í ÞINGVALLA- ÞJÓÐGARÐI AÐ LÍÐA UNDIR LOK Yfirlýst stefna Þingvallanefndar er að fækka bústöðum í einkaeign innan þjóð- garðsins á Þingvöllum. Á síðustu árum voru keyptir níu bústaðir sem stendur til að færa eða farga. Á friðlýstum helgistað allra landsmanna glittir þó enn í glæsihýsi. Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Þetta glæsilega sumarhús er í eigu Bjössa og Dísu í World Class. MYND/AÐSEND stingi ekki frekar í stúf en nú er og því ekki leyfðar frekari byggingar á þessum svæðum né þau stækkuð.“ Glæsibústaður Bjössa og Dísu í World Class Í nóvember árið 2009 greindi DV frá því að Björn Leifsson og eiginkona hans Hafdís Jónsdóttir væru að byggja sumarbústað á besta stað á Þingvöllum í skugga taps sem félag þeiraa, Laugar ehf., varð fyrir árið 2008. Tapið það ár var rúmlega 268 milljónir króna en þrátt fyrir það ákvað Björn, sem sat einn í stjórn fé- lagsins, að greiða sér 6 millj- ónir í arð. Sumarbústaðurinn var skráður á Laugar ehf. þegar hann var byggður. Samkvæmt iðnaðarmanni sem DV ræddi við á sínum tíma, var kostnað- urinn við byggingu bústaða- rins líklega á milli 100 og 200 milljónir króna. Samkvæmt fréttinni frá 2009 er lóðin sem bústaðurinn stendur á 6 þúsund fermetrar að stærð. Bústaðurinn er á tveimur hæðum, kjallarinn er rúmlega 73 fermetrar, en hæðin fyrir ofan er tæpir 89 fermetrar. Samkvæmt heimildum DV var keypt grafa, sérstaklega fyrir byggingu bústaðarins. Þá var einnig prammi á svæðinu sem var notaður til að ferja bygg- ingarefni yfir vatnið. Bústaðurinn var kláraður fyrir nokkrum árum og þykir afar glæsilegur. Samkvæmt heimildar- manni DV er orðrómur um að það hafi þurft þyrlu til að koma með gluggana að svæðinu þar sem erfitt er að komast að húsinu, sérstak- lega með svo mikið og stórt gler. Nágranni Björns, Ágúst Guðmundsson, Bakkavarar- bróðir, flaug steypu í sinn bú- stað þegar hann var byggður í sömu götu, með þyrlu. Glæsilegur spíttbátur er á lóðinni sem fjölskyldan og vinir hennar geta notað til að fara út á Þingvallavatn. Bústaðurinn er byggður afar nálægt bakka vatnsins og því þarf ekki að fara langt til að fara í bátsferð. Þá eru líka tveir kajakar á lóðinni sem einnig er hægt að nota til að ferðast um á vatninu fallega. Margir nafntogaðir ein- staklingar hafa átt og eiga bú- staði við Þingvallavatn sem er vissulega paradís allra lands- manna. n Þyrla flytur steypu við byggingu húsgrunns innan Þingvallaþjóðgarðs 2008. MYND/AÐSEND Kajaksiglingar á Þingvallavatni eru vinsælar. MYND/AÐSEND Útsýnið úr glæsihúsinu er stórbrotið. MYND/AÐSEND 14 FRÉTTIR 28. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.