Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 11
fræði.“ Kennararnir svöruðu: „Þú getur það aldrei. Þú ert allt of mikið að skemmta þér.“ Og þarna lagði ég hagfræðina á hilluna og skellti mér í lækn- isfræðina. Ég á það til að taka áskorunum og reyna að sýna að ég geti staðið undir því sem fyrir mig er lagt. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun. Ann- ars hefði ég eflaust bara setið í einhverjum fjármálagjörn- ingum með ríkissaksóknara á bakinu,“ segir hann glettinn. Arnar bendir á að lífið geti verið ansi tilviljanakennt og hann plani almennt ekki mikið fram í tímann. „Ég veit sirka hvað ég ætla að gera og les síðan vindáttina. Á tímabili ætlaði ég að læra heila- og taugaskurðlækningar, sem ég hafði mjög gaman af og fékk góðar einkunnir í. Ég lenti síð- an á svo skemmtilegri klíník á kvennadeildinni. Mér fannst raunar skortur á kennslu hjá kvennadeildinni en kynntist svo Árna Ingólfssyni heitnum sem var að vinna á Akranesi. Hann hafði komið með ýmsar nýjungar með sér frá Svíþjóð, svo sem tæki til að hlusta á fósturhjartslátt í kviði þar sem áður voru bara notaðar hlustunarpípur, og svo kom hann líka heim með spegl- unartæki sem nýttust þannig að í staðinn fyrir að það þyrfti að skera upp konur var hægt að gera gat á kviðinn og kíkja inn. Ég fékk að gera með hon- um þvaglekaaðgerðir á konum og keisaraskurði. Þetta var mjög spennandi fyrir lækna- nema á þriðja ári og það varð ekki aftur snúið.“ Mikilvægt að klára trúnaðarsamtölin Þegar hann var við nám í Lundi ílengdist hann við rann- sóknarstörf og fékk mikinn áhuga á hormónafræðum, auk þess að starfa við krabba- meinsrannsóknir. Það er eiginlega vandræða- lega klassískt að spyrja karl- kyns kvensjúkdómalækni um hvernig það hafi verið að eiga náin samskipti við konur á þessum tíma. Arnar svarar því til að hann hafi verið í stóru viðtali við Jón- ínu Leósdóttur hjá Nýju lífi í kringum 1995 og vilji nú helst ekki endurtaka brandarann. Brandarinn var hins vegar á þá leið að Arnar sagði það lítið mál að borða Nóa konfekt allan vinnudaginn þegar hann ætti svo von á því að fá Anton Berg heima um kvöldið. „Þetta er eins og þegar bif- vélavirki vinnur við bíla allan daginn. Þegar hann kemur heim á kvöldin getur hann alveg farið í bíltúr með kon- unni,“ segir Arnar, sem ef- laust hefur verið spurður að þessu aðeins of oft í gegnum tíðina. „Ég lít á starfið þannig að maður er bara með einn skjól- stæðing í einu og sinnir hon- um vel. Fyrir sumar er þetta pirrandi því það standast ekki alltaf tímapantanirnar. Það er enginn vandi að halda ná- kvæma tíma ef maður bara hendir fólki út þegar tíminn er búinn. Oft er það hins vegar þannig að í miðju viðtali opnar sjúklingur á erfið mál og ef þú lokar á það og heldur að þú getir opnað þau aftur seinna ertu að vaða í miklum mis- skilningi. Ef þú opnar á trún- aðarsamtal við skjólstæðing þá verður þú að klára það.“ Þriðja kynslóð kvenna meðal skjólstæðinga Spurður hvað greini hann eiginlega frá öðrum kvensjúk- dómalæknum, svona í ljósi vinsældanna, segir Arnar: „Við læknar lærum allt eins og kunnum jafn mikið. Auð- vitað er mismunandi í hverju fólk sérhæfir sig. Ég tel að við sem einstaklingar skerum okkur ekki meira úr en þegar fólk bakar köku. Það hafa allir sömu uppskriftina en yfirleitt bragðast kakan best heima hjá mömmu. Ég tel að þetta snúist um hvernig við bökum kökuna.“ Þegar stúlkur og ungar kon- Ég segi þeim að varast ágengni, þora að hvessa brýrnar og segja: Viltu andskotast í burtu! Þegar Arnar kom aftur heim úr námi frá Svíþjóð fannst honum mikilvægt að gefa aftur til samfélagsins og hefur gert það á ýmsan hátt. MYND/VALLI ur koma í fyrsta skipti til Arn- ars fer hann vel yfir ákveðin grundvallaratriði. „Ég kenni þeim allt um blæðingar, allt um kynsjúkdóma, allt um stráka og allt um að þora að segja nei. Ég segi þeim að var- ast ágengni, þora að hvessa brýrnar og segja: Viltu and- skotast í burtu! Eftir þessa fræðslu spyr ég hvort þær vilji skoðun. Það skiptir máli að sýna gagnkvæma virðingu og ef þú ætlar að fá upplýs- ingar í trúnaði þá þarf maður að vera opinn sjálfur. Ef kven- sjúkdómalæknir er ekki opinn er kannski betra að hann sé bifvélavirki.“ Þrátt fyrir að Arnar vilji al- mennt ekki halda eigin merkj- um á lofti þykir honum vitan- lega vænt um hvers konar viðurkenningu eins og hverj- um öðrum. „Ég hef í löngum bunum fengið mæður til mín með dætur sínar. Þá finnst mér ég hafa gert gagn. Hjá mjög bráðþroska mæðgum hef ég fengið inn þriðju kyn- slóðina en ég þyrfti líklega að starfa í tíu ár til viðbótar til að það yrði einhver hópur.“ Eftir nám í Svíþjóð kom Arnar aftur til Íslands og fannst hann verða að gefa aftur til samfélagsins. „Í Sví- þjóð gat öryrki úti í bæ tekið leigubíl á sjúkrahús ef hann átti ekki bíl. Þetta var miklu betra kerfi en hér heima. Eftir að ég hafði fengið ókeypis menntun í læknisfræði heima og úti, og hlotið gott atlæti, jafnvel þó ég sjálfur kæmi úr tiltölulega fátæku umhverfi, þá skynjaði ég hvað samheldn- in í samfélaginu skipti miklu máli. Mér fannst ég skulda samfélaginu og vildi gefa til baka. Ég sé ekki eftir því.“ Á stöðugri bakvakt í tvö ár Hann var að vinna á kvenna- deild Landspítalans upp úr 1980, áður en Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisof- beldis varð að veruleika. „Ég tók þá eftir að þegar kynferð- isafbrotamál komu upp þá kom lögreglan gjarnan með konur á kvennadeildina og þar sátu síðan kannski tveir lög- reglumenn á ganginum með andlega þjakaða konu sem mátti bíða fyrir allra augum eftir því að aðstoðarlæknir eða sérfræðingur hefði tíma til að koma niður, og jafnvel þurftu þeir síðan að hlaupa úr miðju viðtali ef kallað var eftir aðstoð vegna keisara- skurðar eða álíka.“ Hann hafði þá samband við landlækni, sem á móti spurði hvað Arnar vildi gera. „Ég sagði að það væri hægt að bjóða þeim upp á aðstöðu á Heilsuverndarstöðinni þar sem ég var að vinna við mæðraskoðun. Þar var enginn eftir klukkan fjögur á daginn og enginn um helgar. Ég talaði síðan við tvo kollega um að vera á bakvakt en þeim fannst heldur mikið álag að vera allt- af á vaktinni. Það endaði því þannig að ég gaf rannsóknar- lögreglunni upp símanúmerið mitt og var á bakvakt í tvö ár, eða þar til Neyðarmóttakan var stofnuð. Það voru engin laun fyrir það nema ef mál fóru fyrir dómstóla, þá mátti ég senda reikning.“ Þrjátíu ár eru síðan Neyð- armóttakan var stofnuð og hefur Arnar starfað þar allar götur síðan, er nú sem hluti af læknateymi sem þar skiptir á milli sín vöktum. „Þetta er krefjandi starf og margir hafa gefist upp. Ég veit ekki um neinn karlmann sem hefur enst svona lengi. En ég finn að ef ég get tekið á móti konu við þessar erfiðu aðstæður og kvatt hana þannig að hún sé sátt við mig, þá sé stundum ekki svo slæmt fyrir konur að hitta karlmann sem þær geta treyst, eftir að hafa verið beittar ofbeldi af karlmanni.“ Trans mál sett á dagskrá Seinna var Arnar með stofu í Austurstræti og bauð þá Kvennaathvarfinu að senda til sín konur. „Ég bauð þeim til að mynda að koma til mín með útigangskonur sem áttu eng- an pening og Rauði krossinn kom stundum til mín með úti- gangsstelpur sem þeir pikk- uðu upp. Í eitt skiptið komu þeir með unga stúlku til mín, frekar skítuga og óhreina. Ég ræddi lengi við hana, hún hafði flæmst úr skóla og lent í átökum við skólafélaga. Eftir nokkur skipti, þegar ég fann engan botn í öllum kvörtunum hennar, sagði ég að við yrðum FRÉTTIR 11DV 28. ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.