Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 18
18 EYJAN Helgi Þ. Kristjánsson Helgi var ráðinn inn sem mannauðsstjóri hjá embætt- inu haustið 2018. Áður hafði hann starfað sem mannauðs- stjóri rannsóknarsviðs hjá Landspítalanum, en þar starf- aði og starfar enn Bára Hildur Jóhannsdóttir, tvíburasystir Öldu Hrannar. Þegar Helgi tilkynnti um nýju stöðuna á Facebook skrifaði Bára af því tilefni: „Frétti af einni sem var mjög ánægð að fá þig til starfa, og annarri sem mun sakna þín í starfi en óskar þér alls hins besta.“ Þykir þetta lýsa nánum tengslum Helga og Öldu. Staða yfirlögregluþjóns losnaði við embættið árið 2018. Einn umsækjandi um það starf telur Öldu Hrönn hafa haft óréttmæt áhrif á ráðningarferlið og segir í bréfi sem sent var yfirstjórn embættisins að Helgi sé veru- lega vilhallur Öldu og fullt er- indi sé að taka ráðningarferli hjá embættinu til skoðunar. Haustið 2019 var staða yfir- lögregluþjóns á Keflavíkur- flugvelli auglýst. Helgi sá þá um hæfnismat, en það mat hefur nýlega vakið mikla at- hygli þar sem í því var margra ára háskólamenntun eins um- sækjanda metin til jafns við markþjálfunarnám eigin- manns Öldu Hrannar. Bjarney Annelsdóttir Sú sem fékk stöðu yfirlög- regluþjóns í kjölfar aug- lýsingarinnar árið 2018 var Bjarney Annelsdóttir. Ber heimildum DV saman um að Bjarney sé ákaflega hæf í starfi. Hins vegar hafi annar umsækjandi um starfið til- greint fjóra umsagnaraðila og framvísað meðmælabréfi, en engu að síður hafi mannauðs- stjóri farið þá leið að fá Öldu Hrönn til að veita umsögn, þó hún hafi ekki verið meðal tilgreindra umsagnaraðila. Umsögn Öldu Hrannar var hörð og í beinni mótsögn við meðmælabréf sem lá fyrir. Ekki hafa fengist skýringar á því hvers vegna Alda var fengin til að veita umsögn en heimildir DV herma að þótt hún hafi vissulega átt sam- skipti við og hitt umsækjanda þá hafi hún aldrei unnið náið með honum. Bjarney fékk stöðuna, en hún er góð vinkona Öldu sam- kvæmt fjölmörgum heim- ildum DV og þar að auki má sjá það af samfélagsmiðlum þeirra Öldu og Bjarneyjar að eiginmenn þeirra virðast jafn- framt vera vinir. Eiginmaður Bjarneyjar vinnur einnig hjá embættinu og í bréfi sem ótil- greindur fjöldi starfsmanna sendi á dómsmálaráðherra sagði að faðir Bjarneyjar hafi nýlega fengið stöðuhækkun og frænka hennar fastráðningu. DV hefur óskað eftir upplýs- ingum um þá starfsmenn sem ráðnir hafa verið í stöður hjá embættinu undanfarin ár, við bæði Grím lögreglustjóra og embætti ríkislögreglustjóra. Svör höfðu ekki fengist þegar blaðið fór í prentun. Óli Ásgeir Hermannsson Óli Ásgeir Hermannsson er aðstoðarsaksóknari við emb- ætti lögreglustjórans á Suður- nesjum. Hann er búsettur í Frakklandi. Þetta fyrirkomu- lag hefur vakið nokkra at- hygli, þó svo Óli sé ekki talinn með í áðurnefndum „matar- klúbbi“. Heimildum DV ber saman um að ekkert sé út á störf Óla Ásgeirs að setja, hins vegar hafi honum boðist kjör sem engum öðrum standi til boða. Það er, hann fær að gegna sinni stöðu við embættið þrátt fyrir að búa ekki á landinu og embættið hefur greitt allan ferðakostnað hans til og frá landinu. Mun hann hafa komið til Íslands eina viku í hverjum mánuði áður en COVID-19 faraldurinn skall á. Síðan þá hefur hann alfarið verið í fjar- vinnu, eða þar til hann fór í veikindaleyfi á svipuðum tíma og Alda Hrönn og Helgi. Ekki er talið að samþykki lögreglustjóra hafi fengist fyrir fyrirkomulaginu og hefur verið greint frá því að málið hafi verið tilkynnt ríkis- endurskoðanda. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi staðfesti í samtali við DV að hafa mál í rannsókn sem teng- ist embættinu. „Lögreglustjórinn á Suður- nesjum óskaði eftir athugun á ákveðnum þáttum í fjárhags- bókhaldi embættisins fyrir fáum vikum. Gagnaöflun er hafin í málinu en ekki er unnt að segja til um hvenær at- huguninni lýkur.“ Ekki liggur fyrir hver skrifaði undir kvittanir vegna ferðakostnaðar en DV hefur sent Fjársýslu ríkisins fyrir- spurn vegna málsins. Meint einelti Greint var frá því í júlí að tveir starfsmenn lögreglunn- ar á Suðurnesjum hafi leitað til fagráðs lögreglunnar og kvartað undan einelti á vinnu- stað sem þeir töldu sig hafa mátt þola frá Öldu Hrönn og Helga. Fagráð skilaði niður- stöðu sinni á mánudag og komst að þeirri niðurstöðu að þó ekki væri um einelti að ræða þá væri ljóst að pottur væri brotinn innan embættis- ins og mælt var með utanað- komandi aðstoð til að leysa úr þeim vanda, þá sérstaklega þeim vanda sem upp væri kominn á lögfræðisviði – svið- inu sem Alda Hrönn er yfir. Fagráð greinir frá því að vinnustaðurinn sé skiptur í fylkingar, sem er í samræmi við fyrri fréttir sem hafa borist af aðstæðum á Suður- nesjum. Hins vegar væri það ekki nóg að Ólafur Helgi væri farinn. Meira þurfi að koma til svo hægt sé að leysa úr óásættanlegum aðstæðum á vinnustaðnum. Alda Hrönn og Helgi fóru í veikindaleyfi tveimur dögum eftir að kvartað var til fagráðs og tilkynntu lögreglustjóra það ekki. Hann komst að því þegar hann fékk sjálfvirk svör frá netföngum þeirra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alda Hrönn hefur verið sökuð um einelti og hefur fagráði í að minnsta kosti einu öðru tilviki borist kvört- un vegna hennar. Var það í tilfelli aðila sem var sagt upp störfum að ósekju, en ríkis- lögmaður hefur viðurkennt bótaskyldu ríkisins í því til- viki. Umræddur aðili var á þeim tíma sem honum var sagt upp störfum að sækja um sama starf og eiginmaður Öldu, Gestur K. Pálmason. Gestur K. Pálmason Gestur er lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þeir heimildarmenn sem DV ræddi við gátu ekki svarað til um hvaða hlutverki hann gegnir innan embættisins. Virðist hann mæta á vinnu- stöð eftir hentisemi, alls ekki daglega, og virðist leynd hvíla yfir því hvaða verkefnum hann á að vera að sinna. DV hafði samband við Grím Her- geirsson, settan lögreglu- stjóra, sem gat upplýst að Gestur sé skipaður lögreglu- maður við embættið og starf hans heyri undir flugstöðvar- deild. Hins vegar vildi Grímur að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu Gests, þar á meðal hvort Gestur hafi fengið leyfi fyrir aukastarfi sínu við markþjálfun. Gestur er markþjálfi og heldur úti íslenskum armi breska ráðgjafarfyrirtækis- ins Complete Coherence undir nafninu Samstilla. Samstilla býður upp á teymisþjálfun, stjórnendaþjálfun og grein- ingar. Hann er líka í stjórn faghóps um leiðtogafærni, hefur haldið fjölda fyrir- lestra og námskeiða um mark- þjálfun og notar gjarnan feril sinn í löggæslu til að auglýsa starfsemi sína. Í lögreglu- lögum segir: „Áður en lögreglumaður hyggst, samhliða starfi sínu, taka við launuðu starfi í þjón- ustu annars aðila, ganga í stjórn atvinnufyrirtækis eða stofna til atvinnurekstrar, ber honum að skýra lögreglu- stjóra frá því. Innan tveggja vikna skal lögreglumanni skýrt frá því ef áðurnefnd starfsemi telst ósamrýmanleg stöðu hans og honum bannað að hafa hana með höndum.“ Í reglugerð um aukastörf lögreglu segir jafnframt að enginn vafi megi vera uppi um hvort lögreglumaður sé að sinna aðalstarfi sínu eða aukastarfi hverju sinni. Vill ekki tjá sig DV hafði samband við dóms- málaráðherra vegna málsins. Dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vildi lítið tjá sig og sagði málið í höndum setts lögreglustjóra. „Líkt og áður hefur komið fram opinberlega hafa mál- efni embættis lögreglustjór- ans á Suðurnesjum verið til skoðunar í dómsmálaráðu- neytinu að undanförnu. Í gangi hefur verið vinna með utanaðkomandi ráðgjöfum til að greina stöðu mála. Ólafur Helgi Kjartansson hefur tekið við stöðu sérfræðings í ráðuneytinu. Settur lögreglu- stjóri, Grímur Hergeirsson, og settur aðstoðarlögreglu- stjóri, Margrét Kristín Páls- dóttir, hafa fengið það hlut- verk að stýra embættinu næstu mánuði en jafnframt hefur verið auglýst eftir nýjum lögreglustjóra sem ráðgert er að verði skipaður frá 1. nóvember nk. Hlutverk þeirra Gríms og Margrétar Kristínar lýtur öðru fremur að því að tryggja að starfsemi lögreglunnar á Suðurnesjum geti gengið fyrir sig með eðli- legum hætti. Þeim er einnig ætlað að kanna og koma með tillögur til ráðuneytisins varðandi þann samskipta- vanda sem verið hefur innan æðstu stjórnar embættisins undanfarna mánuði. Ég tel hvorki rétt né tíma- bært að tjá mig frekar um viðkvæm starfsmannamál. Nýir stjórnendur hafa komið til starfa og ég treysti þeim vel til að fara í saumana á og vinna úr þeim málum sem lúta að embættinu.“ DV hafði einnig samband við Öldu Hrönn og Ólaf Helga en hvorugt vildi tjá sig að svo stöddu. n Hvað gerir Gestur – Ekki virðast margir vita hvað Gestur gerir hjá lögreglunni. MYND/GVA 28. ÁGÚST 2020 DV Sögð leiða hallarbyltingu – Alda fer fyrir fjórmenn- ingum sem eru sagðir hafa lagt undir sig embættið. MYND/PJETUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.