Olympíublaðið - 01.04.1984, Síða 3
OLYMPlUNEFND ISLANDS
3
OLYMPÍUBLAÐIÐ
1. tölublað - 1. árgangur
Utgefandi:
Olympíunefnd Islands
Abyrgðarmaður:
Gísli Halldórsson
Ritstjóri:
Kjartan L. Pálsson
Setning og prentun:
V íkingsprent
EFNISYFIRLIT Fylgt úr hlaði 3
Saga Olympíunefndar Isl. 5
Þau hafa tekið þátt í Vetrar-olympíuleikunum fyrir íslands hönd .... 6
Þau kepptu í Sarajevo .. 8
Góðir gestir í heimsókn . 9
Þau hafa tekið þátt í Sumar-olympíuleikum fyrir Islands hönd .... 10
Olympíufundurinn í Los Angeles 14
Styrkir frá olympíunefnd 18
099
Það eru nú liðlega 60 ár síðan Olympíunefnd íslands var stofnuð.
Það er langur tími miðað við endurreisn íþrótta hér á landi, en segja má
að síðan séu 120 ár.
A þessum 60 árum hefur margt gerst í starfi Olympíunefndarinnar,
sem er snar þáttur í íþróttasögu okkar ogfrelsisbaráttu okkar til þess að
fá leyfi til að taka þátt í Olympíuleikunum sem sjálfstœð þjóð.
Þessvegna hefur nefndin nú ráðist í það að gefa út Olympíublað.
Utgáfan á ekki að vera umfangsmikil, aðeins er gert ráðfyrir einu blaði
á ári, nema þegar Olympíuleikar fara fram þá komi út tvö blöð.
Blaðið á ekki að vera fréttablað í þeim skilningi, en í því œttu að
birtast sögulegar heimildir um störf Olympíunefndarinnar, þátttöku
okkar í leikunum frá upphafi og fróðlegar upplýsingar um Alþjóða-
olympíunefndina og Olympíuleikana frá upphafi. Tilþess að blaðið geti
flutt slíkan fróðleik er óskað eftir að eldri þátttakendur í leikunum sendi
okkur greinargóðar upplýsingar um leikana og þátt Islands íþeim, svo
og aðrir sem fylgst hafa með þessari mestu œskulýðs- og friðarhátíð
heims - Olympíuleikunum. Efmargir leggjast á eitt og styðja blaðið með
greinum og upplýsingum, gœti hér orðið vísir að sögu afréksíþrótta-
manna okkar, en þá höfum við átt marga á liðnum árum.
Olympíunefndin hefur ráðið hinn kunna íþróttafréttaritara og
íþróttamann Kjartan L. Pálsson sem ritstjóra blaðsins. Hann mun sjá
um endanlegt efnisval og umbrot blaðsins. Þá mun Ingvar JV. Pálsson
safna efni í blaðið í samráði við ritstjórann.
Það er von Olympíunefndar Islands að íþróttamenn og landsmenn
allir fagni þessari útgáfu Olympíublaðs, styrkiþað ogstyðjisvo það geti
orðið enn einn traustur hlekkur í íþróttasögu okkar.
Gísli Halldórsson