Olympíublaðið - 01.04.1984, Qupperneq 6

Olympíublaðið - 01.04.1984, Qupperneq 6
6 OLYMPlUNEFND ÍSLANDS QS<*P Þau hafa tekið þátt í Vetrar-olympíu- leikunum fyrir Islands hönd Fyrstu Vetrar-olympíuleikarnir fóru fram árið 1924 í bænum Chamonix í Frakklandi. Nokkrar vetraríþróttir höfðu verið á dagskrá Olympíu- leikanna 1908 og 1920, en Alþjóðaolympíunefndin sam- þykkti 1922 að halda sérstaka Vetrar-olympíuleika til reynslu árið 1924. Olympiunefnd Islands sendi ekki þátttakendur á Vetrar- olympíuleikanna fyrr en árið 1948. Árið 1948 fóru þriðju Vetrar-olympiuleikarnir fram í St. Moritz, Sviss. Fararstjórn: Benedikt G. Wáge, Einar B. Pálsson, fararstjóri, Hermann Stefánsson. Skíðaíþrótt: Guðmundur Guðmundsson, svig, brun ogtvíkeppni,Jónas Asgeirsson, skíðastökk, Magnús Brynjólfsson, svig, brun og tvíkeppni, Þórir Jónsson, svig, brun og tvíkeppni. Árið 1952 fóru sjöttu Vetrar-olympíuleikarnir fram í Osló, Noregi. Fararstjórn: Benedikt G. Wáge, Einar B. Pálsson, fararstjóri, Gísli B. Kristjánsson og Jóhannes Tenman. Skíðaíþrótt: Arni Guðmundsson, skíðastökk, Asgeir Eyjólfsson, svig, stórsvig og brun, Ebeneser Þórarinsson, 18 km ganga og boðganga, Haukur Sigurðsson, svig, stórsvig og brun, Gunnar Pétursson 18 km ganga og boðganga, Ivar Stefánsson, 50kmgangaogboðganga,JónKristjánsson, 18 km, 50 km ganga og boðganga, Jón Karl Sigurðsson, svig, stórsvig og brun. Matthías Kristjánsson, 50 km ganga, Oddur Pétursson, 18 km ganga, Stefán Kristjánsson, svig, stórsvig og brun. Árið 1956 fóru sjöundu Vetrar-olympíuleikarnir fram í Cortina, Italíu. Fararstjórn: Benedikt G. Wáge, Bragi Kristjánsson, fararstjóri, Jens Guðbjörnsson, Gísli B. Kristjánsson og Ottó Rieder. Skíðaíþrótt: Einar Valur Kristjánsson, svig og stórsvig, Eysteinn Þórðarson, Jón Kristjánsson, 15 og 30 km ganga, Oddur Pétursson, 15 og 30 km ganga, Stefán Kristjánsson, svig og stórsvig, Steinþór Jakobsson, hætti keppni vegna meiðsla, Valdimar Örnólfsson, stórsvig. A þessum leikum var í fyrsta skipti send kona til þátttöku í vetrarleikunum, var það Jakobína Jakobsdóttir frá Isafirði er keppti í svigi, stórsvigi og bruni. Árið 1960 fóru áttundu Vetrar-olympíuleikarnir fram í Squaw Valley í Bandaríkjunum. Fararstjórn: Benedikt G. Wáge, forseti ISI og fulltrúi í GIO, Hermann Stefánsson fararstjóri. Keppendur: Eysteinn Þórðarson, svig, stórsvig, brun og þríkeppni, Jóhann Vilbergsson, svig, stórsvig, brun og þríkeppni, Kristinn Benediktsson, svig, stórsvig, brun og þríkeppni, Skarphéðinn Guðmundsson, stökk. Keppendur íslands á Velrar-olympíuleikunum í Squaw Valley í Bandaríkjunum 1960 ásamt fararsljórum og aðstoðarmönnum.

x

Olympíublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.