Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 3

Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 3
ÓLYMPÍUNEFND ÍSLANDS 3 Olympíublaðið 1.-tbl.-4. árg. 1987 Útgefandi: Olympíunefnd fslands Ábyrgðarmaður: Gísli Halldórsson Ritstjóri: Örn Eiðsson Setning og filmuvinna: GuðjónÓ hf. Prentun: Víkingsprent Efnisyfirlit íþróttaleikar smáþjóða í Monaco............... 3 (slandhlautlang flestgullverðlaun ........ 6 Rúmir220dagartil Vetrarleika............ 8 444 dagar til Seoul....... 9 Handknattleiksmenn stefna á verðlaunasæti í Seoul. . . 10 Pátttaka í Olympíuleikum er ævintýri............13 íþróttahreyfing í fremstu röð...............15 Olympíugetraun............19 999 íþróttaleikar smáþjóða í Monaco Að frumkvæði forseta Alþjóðaolympíunefndarinnar Juan Antoni Samar- anch, var komið á íþróttaleikum smáþjóða í Evrópu. Fyrstu leikarnir fóru fram í San Marino fyrir tveimur árum. Þær þjóðir sem hafa færri en I miljjón íbúa hafa rétt til þátttöku. Tll þess að þessir leikar gætu orðið að veruleika bauðst forseti I.O.C. til þess að tryggja að Alþjóðaolympíunefndin greiddi ferðak- ostnað fyrir 20 þátttakendur frá h verri þátttökuþjóð, en mótsaðili greiddi fyrir uppihald fyrirjafn marga. Þessi tala varm.a. ákveðin til að allarsmáþjóðirgætu tekið þáttíleikunum og ekki erætlast til að hér verði um stórmótað ræða, sem aðildarþjóðirnar réðu ekki við að halda. Jafnframt er ákveðið að aðeins verði keppt í nokkrum íþróttagreinum hverju sinni. Nú var mótið haldið íMonte Carlo, Monaco, dagana 14,-17. maíog og tóku 8 þjóðir þátt íþessum 2. leikum. En þátttökuþjóðirnar eru: Anddorra, Lichten- stein, Monaco, Kýpur, ísland, Luxemburg, Malta og San Marino. Sýnilegt er að mikill áhugi er hjá öllum þátttökuþjóðum fyrir þessum leikum, þar sem mun fleiri mættu til leiks en íSan Marino. Við sendum helmingi fleiri nú en fýrir tveimur árum og var allur hópurinn 44 að tölu. Þar af voru 36 íþróttamenn og konur. Öll aðstaða til keppni í Monaco var frábær. Keppt varsvo til í einu íþrótta- mannvirki, sem er nýstárlegt. Þar var íþróttaleikvangurinn á 3. hæð, en undir honum voru íþróttasalir og sundlaug. Ferðin verður ávallt minnisstæð fyrir frábæra frammistöðu okkar íþróttamanna, en við unnum 27 gullverðlaun af 66 sem keppt var um, 14 silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun. Sýnilegt er að slíkir leikar eru mikils virði fyrir okkur, þar sem við eigum þess kost að senda unga og efnilega íþróttamenn á leikana og sjá hvar við stöndum og venja þá við þátttöku í alþjóðamótum. Sérstaklega var það sund- fólkið, sem afbar nú, en allir okkar þátttakendur stóðu sig með afbrigðum vel. Það var sérstök ánægja að ferðast með þessum ágæta hópi íþróttamanna, sem var landi og þjóð til mikils sóma.jafnt utan, sem innan íþróttaleikvangsins. Slíkir íþróttaleikir eru mikils virði fyrir okkur. Þarna mætast íþróttamenn frá smá þjóðum Evrópu og keppa ájafnræðisgrundvelli. Þarna er betra tæki- færi að kynnast íþróttafólki frá öðrum þjóðum, en á stórum alþjóðamótum. Þessirleikarhafa án efa mikið gildi fyrirallan undirbúning fyrir Olympíuleikana og Olympíuhreyfmguna. Við eigum því að leggja mikla rækt við þá og hefja undirbúning undirnæstu leika, sem eiga að fara fram árið 1989á Kýpur. Gísli Halldórsson.

x

Olympíublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.