Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 8

Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 8
8 ÓLYMPÍUNEFND ÍSLANDS 099 Hreggviður Jónsson, aðalfararstjóri: Aðeins rúmir 200 dagar til Vetrarleika Nú styttist óðum í Vetrar-Ólympíuleikana í Calgary í Canada, en leikarnir verða settir 13. febrúar 1988. Ekki er hægt að segja til um nú hverjir eða hve margir skíðamenn munu verða sendir til Calgary. Það er aftur á móti yóst, að margir skíðamenn hafa æft um árabil með það markmið í huga að ná árangri á slíku stórmóti. Árangur skíðafólksins er betri, en fyrir nokkrum árum og markviss og langvarandi þjálfun er smátt og smátt að koma í yós. Sú langtíma áætlun, sem stjórn Skíðasambands íslands hefur markað og fyigt í þjálf- unarmálum er forsenda þeirra framfara, sem nú eru að eiga sér stað hjá skíðafólki. Nú nýlega hefur verið valið í lið bæði í alpagreinum og skíðagöngu. Nýtt æfingatímabil hófst í maí og er skíðafólkið nú á fullri ferð við æfingar. Fyrir liggur erf- iðasta æfingaáætlun, sem sögur fara af hjá skíðafólki hér á landi, sem er stjórnað af þjálfurum Skíðasambands íslands. Gert er ráð fyrir fiölmörgum æfinga- og keppnisferðum bæði hér heima og erlendis. Aðstaða til sumaræfinga fyrir skíðafólkið er einhver sú bezta, sem gerist í Evrópu, hvað varðar snjó og möguleika til að æfa á skíðum. Þessi mögu- leiki er líka nýttur til hins ýtrasta, æft er í Kerlingafjöllum, á ísafirði og á Langjökli, svo eitthvað sé nefnt. Þegar hausta fer eru þessir góðu möguleikar úr sögunni og verður þá að fara á hefðbundnar slóðir í Mið-Evrópu, þar sem öll landslið heimsins eru við æfingar og síðan byrja fýrstu mótin í nó- vember. Ferðalögin, sem fylgja þessum keppnisferðum eru oft mjög mikil og í þriggja vikna ferð hefur komið fyrír, að liðin hafa þurft að aka í bíl 7.000 km. Það er því ekki aðeins erfiðar æfingar og keppnir, sem skíðafólkið á fýrir höndum heldur kostnaðarsöm og þreytandi ferðalög vítt og breitt um Mið-Evrópu og Skandinavíu. Þeir afreksmenn, sem hafa skarað fram úr á síðasta ári eru Einar Ólafsson, skíðagöngu- maður, Daníel Hilmarsson, alpagreinamaður og Guðrún H. Kristjánsdóttir, alpagreinamaður. Öll hafa þau lagt mikið á sig, eins og raunar margir aðrir skíðamenn okkar og til gam- ans má geta þess að Einar Ólafsson mun á þessu tímabili æfa 850 tíma og þá ekki talið með upphitun og teygjur fyrir og eftir æfingar og kappmót, sem hann tekur þátt í, né heldur ferðir til og frá skíðalöndunum. Þetta sýnir bezt, að til að ná árangri liggur þrotlaus vinna í mörg ár, en hjá Einari er þetta áttunda árið, sem hann æfir eftir langtíma áætlun. Það verður gaman að fylgjast með skíðafólki okkar í ár og næstu árin, því þótt ekki fari allir til Calgary, þá má vænta fleiri afr- eksmanna í framtíðinni, sem nú sigla í kjölfari þeirra fremstu. Hvað sem öðru líður verða þeir, sem sendir verða til Calgary betur þjálfaðir, en nokkru sinni áður og árangurinn eftir því. Þá er að bíða og vona, að allt gangi upp á leikunum og hver einstakur skíðamaður sýni sitt lang besta, en það er slíkur dagur, sem allir bíða eftir. Klettafjallaskáldinu Stephan G. Stephanssyni hefði vafalaust þótt vænt um að vita af skíð- afólki okkar í heimabyggð sinni, sem er rétt við Calgary, ef hann hefði verið enn á lífi. Og ekki er að efa, að hann hefði ort til komumikið kvæði til þeirra. í Calgary er íslendingafélag og eru félagar um 50, þótt fæstir þeirra tali íslenzku og verður aðalaðstoðarmaður okkar á leikunum Cliff Marteins- son, sem er af íslenzku bergi brotinn. Það er víða stórbrotið landslag, þarsem Vetrar-Olympíuleikarnir fara fram.

x

Olympíublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.