Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 9

Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 9
ÓLYMPÍUNEFND ÍSLANDS 9 099 Sveinn Björnsson, aðalfararstjóri til Seoul: 444 dagar til Olympíuleikanna í Seoul Frá og með 1. júlí 1987 eru 444 dagar þar til Olympíu- leikarnir í Seoul - Suður-Kóreu verða settir, en þeir verða haldnir 17. september til 2. október 1988. Undirbúningur að þátttöku íslenzkra íþróttamanna hefur staðið yfir frá því að Olympíuleikunum í Los Angeles lauk 12. ágúst 1984. Glæsileg frammistaða íslenzkra íþróttamanna, þar sem Bjarni Friðriksson, Einar Vilhjálmsson og hand- knattleiksmenn okkar voru í broddi fylkingar, hefur gert allan undirbúning fyrir leikana í Seoul mun léttari og ánægju- legri, svo og tiltrú þjóðarinnar á mikla getu þeirra. Ekki má heldur gleyma öðrum íþróttamönnum annarra íþrótta- greina, sem miklar vonir eru bundnar við með þátttöku þeirra í væntanlegum stórmótum, sem fram munu fara um heim allan fram til Olympíuleikanna í Seoul 1988. Fjárhagslegur stuðningur ýmissa fyrirtækja, stofnana og ríkisvaldsins hefur gert íþróttafólki okkar mögulegt að sinna áhugamáli sínu mun betur en áður, fjárhagur þessa unga fólks, sem vill leggja sig fram við að vinna sér, landi og þjóð sem mestan sóma, hefur oft á tíðum ekki leyft slíkt, vegna mikils kostnaðar við æfingar og ferðakostnað á erlend mót. Hin síðari ár eru tvímælalaust með þeim beztu í íslenzkri íþróttasögu. Góð frammistaða íþróttafólks og glæsilegur árangur, bæði á innlendum og erlendum vettvangi, bera þess gleggstan vott. Það er oft ótrúlegt hve íþróttafólk okkar stendur sig í keppni við íþróttafólk stærstu þjóða heims. Að ísland hyggi á að senda stóran hóp á næstu Olympíu- leika er stórkostlegur árangur fámennrar þjóðar. Við þurfurn ekki annað en líta til árangurs handknattleiksmanna frjálsíþrótta- og sundmanna síðustu vikur. Sigurganga ís- lenzkra íþróttamanna á erlendri grund, hefur e. t. v. áttsinn þátt í að auka skilning landsmanna á þýðingu og gildi íþrótta, en áhugi á hvers konar líkamsrækt er nú mjög almennur. Olympíunefnd íslands hefur haft takmarkað fé til að styrkja afreksmenn í íþróttum úr Afreksmannasjóði, en fé úr þeim sjóði er ætlað að styrkja íþróttafólk til dáða og stuðla að því að það geti betur stundað íþróttsína. Þjóðin gleðstyfir góðum árangri og unnum sigrum og ætti því að styðja vel við bakið á íþróttafólki okkar. Suður-Kóreumenn ætla að gera Olympíuleikana í Seoul eftirminnilega hvað varðar glæsileika og aðbúnað, en ekki síst verða þeir mikil friðarhátíð. Áætlað er, að beinn kostnaður við Olympíuleikana 1988 verði 1.660 miiljónir dollara, eða 70 milljarðir íslenzkra króna. Þar eru meðaltalin 112 mannvirki til keppni og æf- inga. Þar fyrir utan er ótalinn óbeinn kostnaður tengdur samgöngum, en sá kostnaður er áætlaður 1.350 miljjónir dollara eða 57 milljarðir íslenzkra króna. Sérstakur vegur verður lagður frá Olympíuþorpinu til íþróttaleikvangsins. Þessum gífurlega kostnaði ætla Suður Kóreumenn að mæta með sölu sjónvarpsréttinda, minnispeninga og frí- merlg'a auk sölu aðgöngumiða og happdrættismiða. Fyrir- tækjum verður seldur réttur til að nýta sér leikana í auglýs- ingaskyni. Byggingu mannvirkja fýrir Olympíuleikana í Seoul 1988 er lokið. íþróttamannvirkin standa flest við suðurbakka Han árinnar, sem rennur gegnum höfuðborgina Seoul. Þessi mannvirki hafa verið byggð sérstaklega fýrir Olym- píuleikana 1988. Það er greinilegt að Suður Kóreumenn leggja alltsitt undirtil þess að gera þessa leika sem stórfeng- legasta, enda eru þau íþróttamannvirki, sem byggð hafa verið, glæsileg. Til þeirra hefur ekkert verið sparað. Aðstaða íþróttamanna og aðstoðarmanna þeirra er ein sú bezta sem sézt hefur á Olympíuleikum og er ég sannfærður um, að skipulagning leikanna verður í samræmi við það. Kóreumenn vænta þess að 13.000 íþróttamenn frá 150 löndum og aðstoðarmenn þeirra komi til Olympíuleikanna 1988. Keppt verður í 23 greinum íþrótta, eða fleiri en nokkru sinni fýrr á Olympíuleikum og um 710 verðlauna- peninga. Það er von Kóreumanna að 270.000 erlendir gestir komi til Olympíuleikana. Verið er að byggja 13 ný hótel með meira en 3000 herbergjum, en fyrir eru 54 hótel, sem standast al- þjóðlegan samanburð, með rúmlega 12.000 herbergjum. Ég óska íþróttamönnum okkar góðs gengis á Olympíu- leikunum í Seoul 1988, allt mun verða gert til að undirbúa þá sem allra bezt. Sveinn Björnsson.

x

Olympíublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.