Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 10

Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 10
10 ÓLYMPÍUNEFND ÍSLANDS Handknattleiksmenn stefna á verðlaunasæti í Seoul - segir Jón Hjaltalín, formaður HSÍ Að beiðni ritstjóra Olympíublaðsins er eftirfarandi grein samin um markmið og möguleika landsliðs okkar í hand- knattleik á Olympíuleikunum í Seoul 1988. Það er álit mitt, sem formanns HSÍ, að aldrei hefur ísland átt sterkara og betur samæft landslið í handknattleik. Leik- mennirnir hafa öðlast mikla reynslu í mörgum stórkeppnum og eru orðnir því vanir að settar eru þær kröfur til þeirra að sigra í hverjum einasta leik. Það er því markmið HSÍ með þátttöku á Olympíuleikunum 1988 að keppa um verðlauna- sæti. Það er öllum ljóst að það verður erfitt, en allur undirbún- ingur liðsins er miðaður við að ná þessu markmiði. Ef þetta markmið næst verða allir ánægðir. Ef það næst ekki, þá gerir HSÍ og landslíðsmennírnir sér fyllilega grein fyrir, að heimur- inn mun ekki farast og að vinir okkar verða áfram vinir okkar og öfundarmenn landsliðsins áfram óvinir þess. Þátttaka í Olympíuleikunum er mikil og góð landkynning fyrir ísland Það að landslið okkar í handknattleik verður með á Olympíu- leikunum í Seoul 1988, sem eitt af tólf landsliðum þeirra 128 þjóða sem iðka handknattleik er útaf fyrir sig frábær árangur og mikil landkynning fyrir okkar fámennu þjóð. Sjónvarpað er frá Olympíuleikunum um allan heim og frammi staða íþróttamanna vekur áhuga fólks á landi og þjóð viðkomandi íþróttamanna. Það er nú ljóst að okkar fámenna, en duglega þjóð mun senda glæsilegan hóþ vel þjálfaðra íþróttamanna á Olympíu- leikana í Seoul 1988. Áætla má að þeir verði um 30 talsins þar af 15 handknattleiksmenn, svo og 20 þjálfara og liðs- stjóra hinna ýmsu íþróttagreina auk læknis og fararstjóra. ísland mun þvi senda um 50 manna hóp á Olympíuleikana 1988 og er það sennilega einsdæmi aðjafn fámenn þjóð sendijafn fjölmennan hóp á Olympíuleika. Markmið þessara íþróttamanna okkar er ekki bara að vera með, heldur að gera sitt besta. Olympíunefnd íslands og sérsambönd innan ÍSÍ hafa unnið mikil störf við að skapa þá aðstöðu fyrir þessa íþróttamenn okkar í samstarfi við Af- reksmannasjóð ÍSÍ, að þeir geta einbeint sér að æfingum fram að olympíuleikunum. Fjölmörg fyrirtæki og einstakl- ingar hafa lagt Olympíunefndinni og sérsamböndunum lið við fjáröflun í þessu sambandi, þá hefur Ríkisstjórnin veitt Olympíunefndinni mikinn stuðning. Þá mun fjármagn frá Lotto-talnagetraununum að hluta til einnig renna til þessara afreksmanna. Vandað verðurtil undirbúnings landsliðsins fyrir Olympíuleikana 1988. Allir leikir íslenska landsliðsins í Seoul verða erfiðir og verður vandað mjög til undirbúnins landsliðsins fram að Olympíu- leikunum 1988. Áætlað er að leika um 60 landsleiki fram að Olympíuleikunum og taka þátt í mörgum alþjóðlegum mótum hér heima og erlendis, eins og Júgoslavian Trophy, Polar Cup í Noregi, World Cup í Svíþjóð, Pre-Olympic Cup á Spáni, þá er verið að vinna að þátttöku í móti í Suður-Kóreu í haust. Stefna HSÍ er að landslið okkar verði leikreyndasta hand- knattleikslandslið Olympíuleikanna 1988, með um 150 landsleiki að meðaltali á leikmann og sló þar við landsliðum Þýskalandi íjanúar síðastliðinn íjanúar síðastliðinn, þá var ís- lenska landsliðið það leikreyndasta í keppninni með um 100 landsleiki að meðltali á leikmann og sló þar við landsliðum stórþjóðanna, Sovét, Austur-Þýskalands, Vestur-Þýskalands, Svíþjóðar og Póllands. Verðlaunasæti er markmiðið Markmið íslenska landsliðsins er að keppa um verðlaunasæti í Seoul 1988, það er öllum Ijóst að það verður erfitt. Til þess þá þarf liðið að verða í öðru sæti í sínum riðli, og vinna Amer- íkuþjóðina, Afríkuþjóðina, Svía og Júgóslava eða Sovét. Innbyrðis úrslit í öðrum leikjum keppninnar geta einnig haft áhrif og jafnvel markatalan getur skipt sköpum, hvaða lið leika um efstu sætin. Það hefur ávallt verið stefna lands- liðs okkar í handknattleik að fara í hvern leik með það fyrir augum að sigra. Svo verður einnig í Seoul. Vinnum okkur rétt til þátttöku í A-heims- meistarakeppninni 1990 í Tékkóslóvakíu Sex efstu liðin í handknattleikskeppni Olympíuleikana í Seoul vinna sér rétt til þátttöku í næstu A-Heimsmeistarakeppni, sem fram fer árið 1990 í Tékkóslóvakíu. Þriðja sætið í riðlinum í Seoul þýðir að ísland mun leika um fimmta og sjötta sætið á Olympíuleikununm og vinna sér ör- uggan rétttil þátttöku í A-Heimsmeistarakeppninni í Tékk- óslóvakíu 1990. Fjórða sætið í riðlinum getur einnig hugsanlega gefið miða á A-heimsmeistarakeppnina í Tékkóslóvakíu með því að vinna sjöunda sætið á Olympíuleikunum, ef Tékkóslóvakía verður í einu af þremur sætunum í sínum riðli og þar með í einu af sex efstu sætunum í keppninni. Þá mun liðið í sjöunda sæti fá þátttökurétt, þar sem Tékkóslóvakía er gestgjafinn 1990.

x

Olympíublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.