Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 2
Hann skynjaði held
ég að hann væri að
ganga of langt og núna
heldur hann sig á mottunni.
Guðrún Margrét Kjartansdóttir
Veður
Lægir vestast á landinu síðdegis
og dregur úr vindi og úrkomu
annars staðar í kvöld.
SJÁ SÍÐU 18
www.lyfsalinn.is
OPIÐ
8.30 - 18.00
virka daga
Verið hjartanlega velkomin
HEFUR OPNAÐ APÓTEK
Í ORKUHÚSINU
URÐARHVARFI 8
Mulið mélinu smærra
Stórvirkar vinnuvélar hafa undanfarið hamast á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar þar sem áður stóð hús, en er nú rústir einar. Verið er að
rýma fyrir byggingu sem til stendur að reisa á þessu áberandi og fjölfarna horni í Reykjavík. Síðast hafði Kvikmyndaskóli Íslands aðsetur í húsinu.
Upphaf lega var húsið reist undir starfsemi Hitaveitu Reykjavíkur en síðar var verkfræðistofa með starfsemi þar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SAMFÉLAG Síðustu fjögur ár hefur
hrafn einn gert sig heimakominn
við pylsuvagninn Borgarpylsur í
Skeifunni. Hrafninn, sem gengur
undir nafninu Pabbinn, kemur dag-
lega til þess að sníkja ylvolga pylsu
og á það til að mæta með maka
sínum og ungum til þess að gæða
sér á góðgætinu.
„Þetta byrjaði fyrir tilviljun. Þetta
par hefur undanfarin ár verið með
laup ofan á Flügger-húsinu á móti
okkur. Hann byrjaði svo að fá hjá
okkur pylsubita og flaug með hann
til frúarinnar. Við höfum ekki gefið
honum neitt nafn heldur tölum við
bara um hann sem Pabbann,“ segir
Guðrún Margrét Kjartansdóttir.
Foreldrar hennar, þau Hulda Ósk
Ólafsdóttir og Kristinn Ragnars-
son, tóku við rekstri vagnsins fyrir
um fimmtán árum og síðan þá hafa
þau, ásamt dætrum sínum Guðrúnu
Margréti og Berglindi Ósk, staðið
vaktina við að seðja svengd fólks og
síðustu ár fiðurfjár að auki.
„Pabbinn er mættur um leið og
vagninn opnar og bankar yfirleitt á
gluggann til þess að láta vita af sér,“
segir Guðrún Margrét. Um tíma var
Pabbinn orðinn heldur aðgangs-
harður en með því að skammta
honum bitana hefur komist ágætt
jafnvægi á vinasambandið. „Þetta
eru of boðslega klárir og skemmti-
legir fuglar. Hann skynjaði held ég
að hann væri að ganga of langt og
núna heldur hann sig á mottunni,“
segir Guðrún Margrét og hlær.
Eins og gefur að skilja hafa ófáar
kynslóðir hrafna alist upp í laupn-
um og þegar ungarnir eru orðnir
f leygir þá vilja þeir að sjálfsögðu
fá að borða pylsurnar á staðnum
frekar en að þurfa að treysta á heim-
sendingarþjónustu föðursins. „Þá
fer frúin líka að venja komur sínar
hingað og því getur orðið talsvert
fjör hér. En þetta tímabil varir stutt
og Pabbinn rekur ungana yfirleitt í
burtu. Hann er frekur og vill að þau
hjónin sitji ein að pylsunum.“
Blikur eru þó á lofti því að í haust
hefur ekkert sést til frúarinnar. „Við
erum svolítið hrædd um að eitt-
hvað hafi komið fyrir hana. Pabb-
inn kemur hingað með unga sem
þau eignuðust fyrr á árinu og honum
liggur ekkert á að reka hann í burtu.
En við höfum ekkert séð til hennar.“
Guðrún Margrét segir að meiri-
hluti viðskiptavina sé hæstánægður
með heimsóknir hrafnanna. „Það
er búið að taka ófáar myndirnar af
þeim við vagninn. Pabbinn er svo
gæfur að hann borðar úr hendinni
á föður mínum og það þykir fólki
mjög skemmtilegt.“ Aðrir viðskipta-
vinir eru hins vegar kannski ekki
alveg eins hrifnir, eins og gengur.
„En sem betur fer hefur það sjaldan
gerst að hrafnarnir séu eitthvað
sérstaklega aðgangsharðir við við-
skiptavini. Það gerðist þó einu sinni
að það var goggað í bílþakið hjá við-
skiptavini,“ segir Guðrún Margrét.
bjornth@frettabladid.is
Fiðraður frekur faðir
lifir á Borgarpylsum
Hrafn sem kallaður er Pabbinn hefur í fjögur ár heimsótt pylsuvagn í Skeif-
unni daglega og fengið ylvolga pylsu að launum. Um tíma fór sá fiðraði yfir
strikið í frekju en heldur sig núna á mottunni og gleður viðskiptavini.
Hrafn mætir alla morgna og goggar í gluggann. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Núverandi takmarkanir renna út
eftir tæpa viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
COVID-19 Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir hefur skilað inn til-
lögum um breytingar á sóttvarna-
reglum til heilbrigðisráðherra en
takmarkanirnar sem nú eru í gildi
renna út 10. september. Breyting-
arnar sem Þórólfur lagði til snúast
helst um fjöldatakmarkanir og
nálægð milli einstaklinga.
„Varðandi f jöldatakmarkanir
þá legg ég til að það verði farið úr
hundrað upp í tvö hundruð. Ég legg
líka til að við breytum nálægðar-
reglunni úr tveimur metrum í einn
metra fyrir alla,“ sagði Þórólfur á
upplýsingafundi almannavarna í
gær.
Að sögn Þórólfs hefur hann lagt
til að breytingarnar taki gildi fyrir
7. september næstkomandi.
Þórólfur sagði enn fremur að það
væri verið að endurskoða aðgerðir
á landamærunum en þær reglur
sem nú eru í gildi, um fjórtán daga
sóttkví eða tvöfalda skimun, gilda
til 15. september. Þórólfur greindi
frá því að hann kæmi til með að
senda tillögur um breytingar á
landamærum í næstu viku.
Í gær voru 96 einstaklingar með
virkt COVID-19 smit hér á landi
og 612 voru í sóttkví. Enginn lá á
sjúkrahúsi. Sólarhringinn á undan
greindust fjögur ný tilfelli innan-
landssmits. Tveir þeirra sem greind-
ust voru í sóttkví. Þá greindust þrjú
tilfelli smits við skimun á landa-
mærum. – fbl / bdj
Breyttar reglur
Leggur til að nálægðar-
reglan verði einn metri fyrir
alla í stað tveggja.
SAMHERJAMÁL Sex núverandi og
fyrrverandi starfsmenn Samherja
eru með réttarstöðu sakbornings
í rannsókn Héraðssaksóknara á
starfsemi Samherja í Namibíu.
Greint var frá því í kvöldfréttum
Ríkisútvarpsins að sakborningarnir
séu Þorsteinn Már Baldvinsson
forstjóri, Ingvar Júlíusson, fjár-
málastjóri á Kýpur, Arna Bryndís
Baldvins McClure, lögfræðingur
Samherja, Egill Helgi Árnason,
framkvæmdastjóri í Namibíu,
Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi
framkvæmdastjóri í Namibíu, og
Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari
og fyrrverandi framkvæmdastjóri
í Namibíu.
Í fréttinni kom fram að rann-
sókn Héraðssaksóknara snúi að
meintum mútugreiðslum, peninga-
þvætti og fleiru.
Þá kom einnig fram að sexmenn-
inganir hefðu allir verið yfirheyrðir
hjá Héraðssaksóknara vegna máls-
ins í sumar. – ab
Sex með stöðu
sakbornings
4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð