Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Fólk er ekki fífl og ef reynslan og gögnin sýna annað en skilaboð stjórnvalda þá mun almenn- ingur smám saman hætta að taka mark á þeim. Ef við ætlum að bæta stöðu aldraðra þá þurfum við að velja nýtt fólk í ríkis- stjórn. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Sigurjón Arnórsson framkvæmda- stjóri Flokks fólksins Frumvarp þingmanna Flokks fólksins um að bætur almannatrygginga hækkuðu í sam-ræmi við launavísitölu, var fellt á 150. lög- gjafarþingi. Málið var fellt með 31 atkvæði gegn 25. Það voru þingmenn ríkisstjórnarinnar sem felldu frumvarpið, allir aðrir voru því fylgjandi. Með því að samþykkja frumvarpið hefði Alþingi komið í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun, meðal annars hjá þeim sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins. Kjaragliðnun þýðir að lífeyrir hækkar minna en laun. Í þessum hópi eru til dæmis eldri borgarar sem hafa engar tekjur aðrar en lífeyri frá almannatryggingum. Gamalt fólk sem þarf að velja á milli þess að kaupa sér mat eða lífsnauðsynleg lyf. Svikin loforð Allir þeir stjórnmálaflokkar sem sitja í ríkisstjórn hafa ekki bara lofað að koma í veg fyrir aukna kjaragliðnun, heldur hafa þeir ítrekað lofað að leið- rétta þá kjaragliðnun sem hefur farið vaxandi frá hruninu 2008. Þetta mál hefur oft verið samþykkt á landsfundum ríkisstjórnaflokkanna. Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur lögðu sérstaka áherslu á þetta mál fyrir alþingiskosningar árið 2013. Í dag horfum við upp á þessa sömu flokka ásamt Vinstrihreyfingunni – grænu framboði svíkja fátækt fólk enn einu sinni með því að standa ekki við gefin kosningaloforð. Þegar talað er um aldraða sem líða sárafátækt er mikilvægt að hafa í huga að ástandið er eins og það er vegna stefnu stjórnvalda. Mesta kjara- skerðing sem aldraðir hafa orðið fyrir frá hruni er vegna kjaragliðnunar. Þrátt fyrir þunga undiröldu og kröfur um aukið réttlæti hefur meirihlutinn á Alþingi sýnt algjört áhugaleysi á þessum málum. Ef núverandi ríkisstjórnaflokkar hefðu staðið við stóru kosningaloforðin þá væri staða fátækra önnur og betri í dag. Ef við ætlum að bæta stöðu aldraðra þá þurfum við að velja nýtt fólk í ríkis- stjórn. Fátækt aldraðra Sentímetrarnir Sóttvarnalæknir er með í undir- búningi að skrifa lettersbréf til heilbrigðisráðherra um að rýmka takmarkanir. Mark- verðast er að þar verður að finna tillögu um að 200 megi koma saman, en einnig þá nýlundu að reglan um fjarlægð milli fólks verði halveruð: úr tveimur metrum í einn. Þannig má segja að helmingunartími fjarlægðar- reglunnar sé um það bil fimm vikur. Með sama áframhaldi verður reglan komin í núll sentí- metra síðari hluta árs 2022. Rétt er þó að taka fram að fjarlægðin á milli manna má vera meiri og ekki skylt að fólk ferðist um í 200 manna f lokkum. Þríhyrningurinn ógurlegi Auglýsingaherferð Martraða- stofu hefur vakið athygli, sér- staklega þar sem enginn skildi fyrst hvað var verið að auglýsa og beindust spjótin á tímabili að annarri ríkisstofu. Herferðinni mun vera ætlað að fjölga mar- tröðum þar sem blikkandi þrí- hyrningur eltir mann á röndum. Má rifja upp að um aldamótin var þáttur af Pokémon tekinn úr umferð fyrir slíkt. Þríhyrn- ingnum ógurlega er erfitt að ná úr höfði sínu án sterkra lyfja. Aukning á notkun lyfja eykur hættuna á að fólk setjist undir stýri undir áhrifum þeirra sem dregur úr umferðaröryggi. Hvað ætli Samgöngustofa segi við þessu útspili Martraðastofu?- síðan 1986 - Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími: 568 67 55 alfaborg.is Okkur Íslendingum, stjórnvöldum og almenningi, hefur farnast vel við að leysa úr stórum og flóknum úrlausnarefnum síðustu ár. Farsæl niðurstaða í þeim málum, meðal annars við skuldaskil gömlu bankanna og losun hafta, þýðir að þjóðarbúið er í einstakri stöðu til að fást við efnahags- hamfarir vegna kórónaveirufaraldursins. Framan af var útlit fyrir að stjórnvöldum, ríkisstjórninni og þríeykinu, myndi takast vel upp í þessu risastóra verkefni. Reynt var að hafa meðalhóf að leiðarljósi í sóttvarnaaðgerðum þegar óvissan var hvað mest og gripið var til umfangs- mikilla efnahagsaðgerða til að milda höggið fyrir fyrirtæki og launafólk. Þá virtust allir sammála um hve mikils virði það væri að viðhalda hér opnum landa- mærum, með ákveðnum varrúðarráðstöfunum. Sú stefna varði stutt. Breytt var um kúrs um miðjan síðasta mánuð, á æsingafundi ríkisstjórnarinnar, með því að skella landinu í lás. Margir spyrja sig nú – réttilega – hvert sé markmiðið. Enginn hefur í raun hugmynd um það. Ráðherrar hafa fullyrt að ekki sé stefnt að veirufríu samfélagi en með síðustu aðgerðum, þegar landamærun- um var í reynd lokað vegna þess að ekki náðist að stöðva alfarið að sýktir einstaklingar kæmust inn í landið, fer hljóð og mynd ekki lengur saman. Sjónarmið, sem byggjast að hluta á órökstuddri hræðslu og kvíða, eru nú látin ráða för. Afleiðingarnar af slíkri stefnu, sem eru síður sýnilegar og koma fram yfir lengri tíma, eiga eftir að valda gríðarlegu samfélagslegu tjóni, meðal annars á líf og heilsu fólks, og snerta yngra fólk frekar en eldra. Við vitum nú að dánartíðni af völdum veirunnar er mun minni en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Sam- kvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er dánartíðni þeirra sem sýkjast hérlendis um 0,3% en 0,1% hjá þeim sem eru yngri en 70 ára. Slíkar staðreyndir hljóta að skipta lykilmáli við ákvarðanir um hversu langt eigi að ganga í sóttvarnaaðgerðum. Staðan er sú hin sama í öðrum ríkjum. Tíðni smits hefur vissulega aukist en á sama tíma er ekki að merkja neina aukningu hjá þeim sem veikjast alvarlega eða deyja. Ungu fólki, stærsta hópnum sem er að greinast, stendur ekki alvarleg ógn af veirunni – og það er engum greiði gerður með því að ala á hræðsluáróðri sem fullyrðir hið gagnstæða. Fólk er ekki fífl og ef gögnin sýna annað en skilaboð stjórn- valda þá mun almenningur hætta að taka mark á þeim. Áður mátti merkja samhverfu og skýra nálgun hjá stjórnvöldum á því hvernig best væri að lifa með veirunni. Með því að loka í reynd landamærunum, eitt Evrópuríkja, hefur ríkisstjórnin hins vegar framlengt og aukið á þá óvissu sem var fyrir í samfélaginu. Líkja má þeirri ákvörðun við það ef seðlabankastjóri hefði, afar óvænt og á skjön við fyrri yfirlýsingar, tilkynnt um hækkun vaxta. Slík ákvörðun hefði verið óskiljanleg. Við þessar aðstæður, þar sem traust á ákvörðunartöku stjórnvalda fer þverrandi, verður fjárfesting í atvinnu- lífinu hverfandi og fyrirtæki munu ekki ráða til sín fólk í vinnu. Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hljóta að vita að það voru mistök að grípa til svo harðra aðgerða. Þeir standa nú frammi fyrir því, hafi þeir áhuga á stýra landinu, að finna útgönguleið úr þessum vanda. Það verður ekki auðvelt og tíminn vinnur ekki með þeim. Traustið farið  4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.