Fréttablaðið - 04.09.2020, Side 28
ÉG REYNI AÐ HUGSA
EKKI OF MIKIÐ UM
FRAMTÍÐINA EN GERI ÞAÐ
AUÐVITAÐ STUNDUM. ÉG VONA
BARA ÉG VERÐI JAFN HAM-
INGJUSÖM OG ÉG ER NÚNA.
GRAFÍSK HÖNNUN
Lógó
bréfsefni
bæklingar
myndskreyngar
merkingar ofl.
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
gardabaer.is
BREYTING Á AÐALSKIPULAGI GARÐABÆJAR
2016-2030 OG NÝTT DEILISKIPULAG
NORÐURHLUTA 4
Þann 3. september 2020 samþykkti bæjarstjórn
Garðabæjar skipulags- og matslýsingu vegna
fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi
Garðabæjar í Urriðaholti og endurauglýsingar
á deiliskipulagi Norðurhluta 4 í Urriðaholti.
Með vísan til 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr.
skipulagslaga og 8. gr. laga um mat á umhverfis-
áhrifum er skipulags- og matslýsingin lögð fram
til kynningar á heimasíðu Garðabæjar,
www.gardabaer.is og í þjónustuveri Garðabæjar,
Garðatorgi 7. Skipulags- og matslýsing fyrir
deiliskipulagið er nú endurauglýst en hún var
áður kynnt í janúar 2019. Við lokaafgreiðslu
Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu, sem farið
hefur í gegn um kynningarferli skv. lögum, var
bent á að ekki væri ljóst hvernig áform um
íbúðarbyggð við Lautargötu samræmdist
aðalskipulagi Garðabæjar. Markmið aðalskipu-
lagsbreytingarinnar er að setja fram á skýran hátt
að íbúðarbyggð er heimil á því svæði sem þarna
er vísað til. Markmið deiliskipulagstillögunnar
gerir ráð fyrir að á austurhluta skipulagssvæðis-
ins verði íbúðarhverfi og útivistarsvæði með
trjálundi næst Flóttamannavegi en á vestur-
hlutanum atvinnusvæði.
Frestur til að skila inn ábendingum rennur út
9. september 2020. Skila skal ábendingum á
bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið
skipulag@gardabaer.is.
URRIÐAHOLT.
SKIPULAGS-
OG MATSLÝSING.
Í dag kemur út lagið Sjálfbjarga með hinni ávallt vinsælu söngkonu Svölu Björgvins-dóttur. Lagið vann hún í sam-starfi við tónlistarkonuna GDRN, Guðrúnu Ýri Eyfjörð,
og Bjarka Ómarsson.
„Sjálf bjarga fjallar um að vera
andlega sjálfbjarga. Í mínum huga
þýðir það að þegar maður dílar við
erfiðleika eða líður illa þá getur
maður fundið stað inni í sér þar
sem er innri ró og friður og kær-
leikur. Þetta er staður sem er inni í
okkur öllum og þegar við finnum
hann þá frelsar það okkur frá öllu
neikvæðu,“ segir Svala
Æðrulaus og þakklát
Lagið hefur mikla þýðingu að sögn
Svölu, sem hefur upplifað nokk-
urn kvíða inni á milli, allt frá því að
hún var unglingur.
„Þegar það kemur slæmt kvíða-
tímabil í mínu lífi þá geri ég allt til
að finna þennan stað innan í mér
og setjast þar niður og vera æðru-
laus og þakklát. Í núvitund og finna
fyrir kærleikanum sem býr innan
í okkur öllum. Sem betur fer koma
þessi kvíðatímabil mjög sjaldan hjá
mér í dag en ég þurfti mjög mikið
að berjast við kvíða þegar ég var á
menntaskólaaldri og þangað til ég
var svona 22 ára,“ segir hún.
Lagið samdi Svala með GDRN og
Bjarka Ómarssyni.
„Ég samdi lagið með þessu ótrú-
lega hæfileikaríka fólki. Geggjað
samstarf og það gekk svo vel að
semja saman og vinna saman. Ég er
að fara gefa út meiri tónlist af þessari
fimm laga EP-plötu minni og bara
gera alla þá prómó-vinnu sem er í
kringum þær útgáfur,“ segir Svala.
Persónulegri á íslensku
Svala segist hafa byrjað að vinna að
plötunni í október á síðasta ári.
„Svo kláruðum við hana í mars.
Þetta var erfið fæðing því ég var
að semja á íslensku í fyrsta skipti
á mínum langa ferli. Mér finnst að
þegar maður semur á sínu móður-
máli þá verði auðvitað allt miklu
persónulegra og berskjaldaðra,“
segir hún.
Plötuna segir hún vera svolítið
eins og dagbók.
„Þarna syng ég um alls konar til-
finningar og hugrenningar sem voru
í gangi síðastliðin þrjú ár. Það er
mjög erfitt að halda upp á eitthvert
eitt lag þegar maður á svona mikið
í öllum lögunum en Sjálf bjarga er
samt svolítið mikið í uppáhaldi
núna. Platan er popptónlist með alls
konar áhrifum frá alls konar tónlist.
Erfitt að útskýra hvaða stefna platan
er en hún er samt í líkingu við lagið
mitt Paper og For The Night. En svo
verður fólk bara að hlusta og dæma
sjálft.“
Hamingjusöm Svala
Svala var búsett í Los Angeles í
Bandaríkjunum í ein tíu ár.
„Það var yndislegur tími en ég
sakna þess samt ekki. Finnst best að
búa á Íslandi og vinna hér og vera í
faðmi fjölskyldu og vina,“ segir hún.
Tónlistin er ekki eina áhugamál
Svölu.
„Ég elska að fara í fjallgöngur, fara
á tónleika og að ferðast um heiminn.
Svo elska ég öll dýr, að dansa, borða
góðan mat með góðu fólki, djúpar
og langar samræður um lífið, lesa
vísindaskáldsögur, horfa á góðar
bíómyndir og vera með fjölskyldu
og vinum,“ segir Svala.
Hún segist reyna eftir fremsta
megni að vera alltaf í núinu.
„Ég reyni að hugsa ekki of mikið
um framtíðina en geri það auðvitað
stundum. Ég vona bara ég verði jafn
hamingjusöm og ég er núna, heil-
brigð og að skapa tónlist og lifa góðu
lífi umkringd fjölskyldu og vinum
og gæludýrunum okkar.“
Lagið Sjálfbjarga er hægt að nálg-
ast á öllum helstu streymisveitum.
steingerdur@frettabladid.is
Gerir upp kvíðann í
geggjuðum poppsmelli
Svala Björgvinsdóttir gefur í dag út poppsmellinn Sjálfbjarga. Eftir
að hafa tekist á við kvíða áður fyrr segist hún hafa fundið björg í nú-
vitund og því að finna kærleikann sem býr innra með okkur öllum.
Von er á nýrri stuttskífu frá Svölu síðar á árinu en vinnan að henni hófst í október í fyrra. MYND/ÍRIS DÖGG
4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ