Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn. geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Afmælistboð á Eeísdögum Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Kara Hergils, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Ragnheiður Erla Björnsdóttir standa að baki verkinu Brum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dagskrá 4. september Upphaf – Grótta 21.30 Eldræða 22.00 Háfjörudanspartý 5. september 11.00 Plantan ómar – Neskirkja Mannyrkjustöðin 12.30–16.30 Moss and me – Ástarsaga Kirkjubraut 9 Höfundur: Vala Höskuldsdóttir 14.00–14.30 Plantasía – Gróðurhús Norræna hússins Höfundar: Lóa Björk Björnsdótt- ir, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Eygló Hilmarsdóttir 12.00–20.00 Brum – Heiðmörk Höfundar: Andrea Elín Vilhjálms- dóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter, Harpa Arnardóttir, Kara Hergils og Ragnheiður Erla Björnsdóttir 6. september 12.30–16.30 Moss and me – Ástarsaga Kirkjubraut 9 Höfundur: Vala Höskuldsdóttir 14.00–14.30 Plantasía – Gróðurhús Norræna hússins Höfundar: Lóa Björk Björnsdótt- ir, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Eygló Hilmarsdóttir 12.00–20.00 Brum – Heiðmörk Höfundar: Andrea Elín Vilhjálms- dóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter, Harpa Arnardóttir, Kara Hergils og Ragnheiður Erla Björnsdóttir 18.00 Fjórar kynslóðir – Streymi Höfundur: Kolfinna Nikulásdóttir Um helgina fer fram listahátíðin Plöntu­t íð, en list rænn stjórnandi hennar er sv iðslist a höf­undurinn Andrea Vilhjálmsdóttir. „Ég vaknaði einn morgun í lok júlí uppi í sumarbústað í Borgar­ firðinum með setninguna „Ég verð að gera þetta“ ómandi í hausnum á mér. Síðan fór ég á fætur og byrjaði nánast samstundis að skipuleggja Plöntutíð,“ segir Andrea Hún vissi þá um nokkur sviðslista­ verk sem voru í bígerð og fjalla um plöntur. „Mig langaði að leiða þau saman. Gefa listamönnunum vettvang til að skapa saman fallega hátíð sem gerir tilraun til að fara handan við mann­ miðjun. Verkið Plantasía er til dæmis gert fyrir stofuplöntur sem fólk getur keypt miða á fyrir og komið með plönturnar sínar. Plantan fer inn í verkið sem er gert sérstaklega til að höfða til þess sem plöntum líkar vel við,“ segir hún. Högg fyrir senuna Listamennirnir sem taka þátt eru að vinna með óhefðbundnar stað­ setningar sem gerir hátíðina mjög sjálfbæra og kostnaðarminni í fram­ leiðslu. „Það hefur verið mikið högg fyrir sviðslistasenuna að ganga í gegnum COVID með tilheyrandi samkomu­ banni. Sviðslistafólk er að reyna að halda uppi einhvers konar sviðslista­ menningu með þeim tólum sem eru í boði. Heppilega eru sviðslistir, sem standa utan stóru sviðanna sem reiða sig á stóra áhorfendahópa, að einhverju leyti í góðri stöðu til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum,“ segir Andrea. Plöntutíð er lítil hátíð sem saman­ stendur af fimm verkum og aðeins er pláss fyrir fáa í einu svo auðvelt er að halda tveggja metra fjarlægð. „Í Brum er líka ágætis hreyfing og útivist og það er tilvalið fyrir fjölskylduna að koma saman. Það mega bara þrír fullorðnir fara í gegnum verkið í einu og þeir verða að þekkjast vel og börn í fylgd með fullorðnum fá frítt inn.“ Einföld stefnulýsing Öll verkin á Plöntutíð eru unnin með svokallaðri „devised“­aðferð eða samsetningaraðferðum, sem leggja áherslu á frumsköpun þar sem list­ ræn rannsókn leiðir ferlið áfram. „Mér finnst „devised“­aðferðin alltaf skemmtilegri því hún birtir manni alltaf eitthvað óvænt og efnið sprettur oft fram á óútreiknanlegan hátt. Sjálf hef ég lagt það í vana minn að hafa mjög einfalda stefnulýsingu í listsköpun minni. Markmiðið er alltaf að svara aðeins til jarðarinnar líkt og hún væri yfirmaðurinn minn. Plöntutíð er ein leið til þess,“ segir hún Andrea segir það algjörlega magn­ að að finna fyrir áhuga og elju þeirra sem ákváðu að vera með í að skapa þessa hátíð. „Ég var mjög heppin að fá Dóru Haraldsdóttur vinkonu mína til að gera grafíkina fyrir kynningarefnið, sem mér finnst fanga anda hátíðar­ innar mjög vel. Ég gat ekki boðið listamönnunum sem taka þátt neitt nema mögulegar miðasölutekjur og það er mikil áhætta fólgin í því, eins og að planta fræi í fyrsta skipti í jarð­ veg sem þú hefur enga þekkingu á. Þú veist ekki hver uppskeran verður og getur bara vonað að tíðin verði góð.“ Miða á Plöntutíð er hægt að nálg­ ast á tix.is. steingerdur@frettabladid.is Frumsýna verk samið fyrir plöntur Um helgina fer fram listahátíðin Plöntutíð en á henni verða ýmis verk sýnd sem eiga það sameiginlegt að tengj- ast plöntum á einhvern hátt. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er sviðslistahöfundurinn Andrea Vilhjálmsdóttir. 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.