Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 6
markaður Bænda um helgina! ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... Afgreiðslutímar á www.kronan.is Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski... STÓRUM HUMRI!! Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa. Einnig má finna vörur Norðanfisks í neytendapakkningum í verslunum Bónus um land allt. Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700 DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 Mynd af Róberti Spanó og Erdogan Tyrklandsforseta vakti misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum í gær. MYND/GETTY MANNRÉTTINDI Róbert Spanó, for- seti Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), átti fund með Erdogan Tyrk- landsforseta við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Tyrklands sem stendur nú yfir. Róbert ræddi ástandið í Tyrklandi við forsetann, grundvallarreglur Mannréttinda- sáttmálans um réttarríkið og lýð- ræði og mikilvægi þess að staðinn sé vörður um tjáningarfrelsið og sjálfstæði dómsvaldsins, að því er fram kemur í tilkynningu á vef dómsins. Þá lagði hann áherslu á skyldur aðildarríkja Mannrétt- indasáttmálans til að framfylgja niðurstöðum dóma MDE um brot á ákvæðum sáttmálans. Heimsókn Róberts hefur vakið hörð viðbrögð bæði meðal stjórnar- andstæðinga í Tyrklandi, mann- réttindasamtaka og samtaka fræði- manna og dómara víða um heim. Talið er að um þrjú þúsund dómarar hafi verið frelsissviptir í aðgerðum tyrkneskra yfirvalda eftir valdaránstilraunina 2016. Mörgum þeirra hefur verið haldið án dóms og laga en dómar hafi verið kveðnir upp í tilvikum ann- arra. Meðal þeirra var Murat Arslan sem starfað hafði með alþjóðasam- tökum dómara og var handtekinn skömmu eftir aðalfund samtakanna haustið 2017. Hann hefur nú verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir óljósar sakir. Íslenskir dómarar sem Frétta- blaðið ræddi við eru málkunnugir Arslan og öðrum fangelsuðum dóm- urum í Tyrklandi. Þeir segjast veru- lega hugsi yfir heimsókn Róberts, fundi hans með Erdogan og fyrir- lestri sem hann f lutti í gær fyrir verðandi dómurum sem taka eiga við af þeim þúsundum dómara sem reknir hafa verið og fangelsaðir. Samskipti við tyrknesk stjórnvöld séu vandmeðfarin enda megi skilja þau sem viðurkenningu á ríkjandi ástandi. Tveimur dögum fyrir heimsókn Róberts til Tyrklands sendu fjögur hagsmunasamtök dómara í Evrópu frá sér áskorun til Evrópuráðsins og tyrkneskra stjórnvalda. Skorað er á Evrópuráðið að fylgjast náið með stöðunni í Tyrklandi og þrýsta á þarlend stjórnvöld um að láta strax af tilhæfulausum frelsissviptingum og ákærum gegn dómurum og setja þá sem sætt hafa tilhæfulausum brottrekstri aftur í embætti. Í áskoruninni eru tekin dæmi af þremur dómurum; Mehmet Tosun, sem haldið var við ómannúðlegar aðstæður án þess að njóta nauðsyn- legrar heilbrigðisþjónustu. Hann lést í gæsluvarðhaldinu í mars 2017 aðeins 29 ára gamall; Husamettin Ugur, sem hefur verið haldið í ein- angrun síðan í júlí 2016 og hefur þolað barsmíðar fangavarða, og dómaranum Sultani Temel sem glímir við alvarlegt þunglyndi í gæsluvarðhaldi sem hún hefur setið í síðan í janúar 2017 að hluta til með fimm ára dóttur sinni. Ekki liggur fyrir hvort Róbert hefur með beinum hætti gagnrýnt tyrknesk stjórnvöld fyrir aðför að sjálfstæði dómsvaldsins í landinu, í heimsókn sinni. Í fyrirlestri, sem hann hélt fyrir verðandi dómara í gær og birt er á vef MDE, dvaldi Róbert lengst af við réttarríkið og sjálfstæði dómsvalds- ins og mikilvægi þjálfunar dómara án þess þó að beina spjótum sínum með beinum hætti að ástandinu í dómskerfi landsins. Hann vakti þó athygli á því að dóminum hefði borist fjöldi erinda frá tyrkneskum frelsissviptum dómurum og að sérstaklega stífar reglur giltu um heimild fyrir slíkum aðgerðum. Andstætt því sem hinn nýi stjórn- lagadómstóll haldi fram sé það hlutverk MDE að meta hvort slíkar aðgerðir séu í samræmi við lög. „Að okkar mati er hvorugt að finna í Tyrklandi; hvorki réttarríki né sjálfstæða dómstóla,“ segir José Igreja Matos, forseti Evrópusam- bands dómara, í samtali við Frétta- blaðið. Hann vildi ekki tjá sig beint um þá gagnrýni sem fram hefur komið á Tyrklandsheimsóknina en sagði Róbert hafa komið inn á mikilvæga þætti í ræðu sinni í gær, bæði um frelsissvipta dómara og mikilvægi sjálfstæðis dómsvalds- ins. „Bæði ég sjálfur og samtök evrópskra dómara erum sammála Róberti Spanó um að réttarríkið er ekki til án sjálfstæðs dómsvalds og það endurspeglast í gríðarlegum áhyggjum sem við höfum margoft lýst af ástandinu í Tyrklandi.“ Róbert og Erdogan ræddu mannréttindi Róbert Spanó hefur sætt töluverðri gagnrýni fyrir heimsókn sína til Tyrk- lands. Hann hitti Erdogan forseta í gær og hélt fyrirlestur um réttarríkið fyrir verðandi dómara í landinu. Íslenskir dómarar eru hugsi yfir heimsókninni. Að okkar mati er hvorugt að finna í Tyrklandi: hvorki réttarríki né sjálfstæða dómstóla. José Igreja Matos, forseti Evrópusambands dómara 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.