Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 20
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Ég sé um svona viðburði og leysi
af þegar með þarf. Að öðru leyti
vinn ég heima sem verktaki í
próförkum og yfirlestri.
Frænka okkar,
Guðfinna S. H.
Sigurjónsdóttir
(Lilla)
lést 30. ágúst í Arizona, Bandaríkjunum.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Steindór S. Guðmundsson
Ástkær systir okkar og frænka,
Ásta Kristín Þorleifsdóttir
frá Naustahvammi, Neskaupstað,
Hrafnistu Hlévangi, Reykjanesbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu
Hlévangi þriðjudaginn 1. september
2020. Útförin verður auglýst síðar.
Stefán Þorleifsson
Guðbjörg Þorleifsdóttir
Guðrún Þorleifsdóttir
Vilhjálmur Norðfjörð Þorleifsson
systkinabörn og fjölskyldur.
Ástkær móðir, amma,
langamma og mágkona,
Halldóra Helga Óladóttir
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
þann 30. ágúst 2020.
Útför verður auglýst síðar.
Sigríður O. Gunnarsdóttir
Oddný Gunnarsdóttir Egill Daníel Sigurðsson
Halldór Steingrímsson Guðrún Jensdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Harpa Rún heima á hlaðinu í Hólum. Hún er með hús í byggingu á fallegum stað í næsta nágrenni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Nú fá gestir að kynna sér eitthvað af því sem í boði verður í jólabóka-f lóðinu,“ segir Harpa Rún K r istjánsdóttir bókmenntafræðingur
um það sem fram fer sunnudaginn
6. september í Bókakaffinu á Selfossi.
Dagskráin er liður í Menningarsumrinu
þar og ber yfirskriftina: Áður en flóðið
kemur.
Harpa Rún segir þá kumpána Bjarna
Harðarson og Guðmund Brynjólfsson
munu fara á sínum hefðbundnu kostum
og kynna síðustu bækur þríleikja sinna.
„Bjarni lokar gullhreppahringnum með
Síðustu dögum Skálholts en Guðmund-
ur heldur sig nær ströndinni í Þögla
barninu. Svo fer Sveinbjörg Sveinbjörns-
dóttir norður yfir heiðar í bókinni Aldr-
ei nema kona sem hefur notið vinsælda
og Vilborg Davíðsdóttir efnir heit sitt og
les úr bókinni sem hún gaf okkur brot úr
í fyrra. Bókin er væntanleg í lok október
og gestir Bókakaffis fá að skyggnast á ný
inn í heim skáldsins.“
Sumarupplestrar á Bókakaffinu byrj-
uðu í fyrrasumar og Harpa Rún rifjar
upp að Guðrún Eva las þar úr bók sem
hún hafi ætlað að gefa út í ár, 2020. „Það
var dýrðarstund og Guðrún Eva fékk
svo góðar viðtökur á upplestrinum að
hún ákvað að f lýta útgáfunni og dreif
bókina út fyrir síðustu jól. Svo talaði
ég við Vilborgu Davíðs en hún neitaði í
byrjun og sagðist aldrei lesa úr verkum
í vinnslu en ég þráaðist við og talaði
hana til. Varð því mjög glöð þegar ég sá
að hún nær að gefa bókina út núna og
ætlar að lesa á sunnudaginn fyrir okkur.
Hún er frábær upplesari og hefur tónlist
undir sem skapar stemningu. – Talandi
um tónlist. Gunnlaugur Bjarnason barí-
tónsöngvari ætlar líka að f lytja ljóða-
söngva á dagskránni og við píanóið
verður Hafsteinn Rúnar Jónsson.“
Þá vitum við það. Harpa Rún segir
sama fyrirkomulag verða og á fyrri við-
burðum Menningarsumarsins, lesið
tvisvar sama daginn, klukkan 14 og 15,
en nú verði einungis tólf miðar í boði
á hvorn upplestur, vegna hertra sótt-
varnareglna.
Annars kveðst Harpa Rún mikið til
hætt að starfa í Bókakaffinu. „Ég sé um
svona viðburði og leysi af þegar með
þarf. Að öðru leyti vinn ég heima sem
verktaki í próförkum og yfirlestri,“ segir
hún. Kveðst líka vera að skrifa sjálf en þó
ekki eiga bók í f lóðinu í ár. Hún stendur
líka í húsbyggingu í Hólum. „Húsið er
reyndar smíðað á Selfossi og kemur
hingað fokhelt f ljótlega. Við erum búin
að steypa grunn og rotþróin er komin
niður!“ segir hún glaðlega og upplýsir
að nýja húsið muni standa smá spöl frá
hinum tveimur. „Það er vestan við veg-
inn, í skjólinu af litlum skógi sem þar er.
Fallegur staður.“
Aftur að dagskránni á sunnudaginn.
Harpa Rún tekur fram að hægt verði
að fylgjast með seinni upplestrinum
– klukkan 15 – í streymi á Facebook-
síðu viðburðarins, Menningarsumarið
í Bókakaffinu. „Það er að verða fullt á
fyrri lesturinn svo það er um að gera að
panta sem fyrst hjá mér í síma 868 5196
eða með pósti á netfangið harparun-
holum@gmail.com. Auðvitað er mjög
leiðinlegt að þurfa að vísa fólki frá
menningarviðburðum en okkur er
nauðugur einn kostur. Þannig að fyrstur
kemur, fyrstur fær.“ gun@frettabladid.is
Forsmekkur að flóðinu
Áður en flóðið kemur nefnist dagskrá í Bókakaffinu á Selfossi á sunnudaginn og vísar
til jólabókaflóðsins. Henni stýrir Harpa Rún Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur.
Merkisatburðir
1882 New York er raflýst,
fyrst allra borga í heimin-
um, að tilstuðlan uppfinn-
ingamannsins Edisons.
1943 Íslandsklukkan eftir
Halldór Kiljan Laxness
kemur út.
1949 Kirkja er vígð í
Möðrudal á Fjöllum.
1954 Þverárvirkjun í Stein-
grímsfirði er vígð.
1969 Björgvin Halldórs-
son, 18 ára, er kosinn
poppstjarna ársins á
popphátíð í Laugardals-
höll í Reykjavík.
1984 Níunda hrina Kröflu-
elda hefst.
1989 Mótmæli hefjast í
Leipzig í Þýskalandi.
1994 Kansai-flugvöllur er
opnaður í Ósaka í Japan.
1995 Fjórða heimsráð-
stefna kvenna er sett í
Peking í Kína.
1998 Google er stofnað af
Larry Page og Sergey Brin,
nemendum við Stanford-
háskóla.
2004 Endurgerða víkingaskipið Havhingsten frá Glenda-
lough er sjósett í Hróarskeldu.
Magnús Torfi Ólafsson ráðherra.
Magnús Torfi Ólafsson mennta-
málaráðherra ákvað þennan dag
að leggja skyldi zetuna niður. Hann
taldi að alger samstaða hefði orðið
um þá breytingu hjá nefnd sem vann
að endurskoðun íslenskrar staf-
setningar.
Halldór Halldórsson prófessor
var formaður nefndarinnar og hann
viðurkenndi að þetta væri róttæk
breyting, en þó hvarf til fyrri tíma.
Skiptar skoðanir voru meðal fólks
í þjóðfélaginu á þessari gjörð og á
tímabili klauf zetan íslenskt málsam-
félag í tvennt.
Sverrir Hermannsson alþingismað-
ur var til dæmis eindregið á móti af-
námi hennar og talaði í fimm og hálfa
klukkustund um zetuna í umræðum á
alþingi. Taldi hana veigamikinn þátt í
gagnsæi málsins því hún sýndi skyld-
leikatengsl orða. En Erlendur Jónsson
íslenskukennari benti á að fjöldi rit-
höfunda hefði ekki notað zetuna.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 4 . S E P T E M B E R 1973
Menntamálaráðherra lagði zetuna niður
4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT