Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 14
Þessa dagana finnst mér bara svo æðislegt að vera farin að æfa fótbolta aftur og geta mætt á æfingar. MYND/SIGT RYGGUR AR I 4. september 2020 | 35. tbl. | 111. ár g. | Verð 995 kr. Við erum á réttri leið Lilja Alfreðsdóttir ráðherra hefur áð ur barist fyrir framtíð landsins en hún s tóð í stafni þegar höf tum var aflétt eft ir hrun. Hún tekur e inn slag í einu og ef þörf er á hræðist hún ekki að gefa eftir til að klára mikilvæ g mál. – sjá síðu 10 Einmanaleiki meðal u nglinga 20 26 Sóttkviss fyrir fjölskylduna Náðu þér í eintak á næsta sölustað eða komdu í áskrift á dv.is og fáðu blaðið sent heim í hverri viku. DV ER KOMIÐ ÚT 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Stefnir á að vera farin að spila með aðalliðinu eftir mánuð Knattspyrnukonan Guðbjörg Gunnarsdóttir spilaði langþráðan leik eftir 16 mánaða fjarveru frá vell- inum fyrr í þessari viku. Guðbjörgu fannst sjálfri ekkert merkilegt að hafa spilað þennan leik fyrr en hún fór að pæla betur í því. Hún stefnir á vera kominn í form til þess að spila með aðalliðinu eftir mánuð. SPORT FÓTBOLTI Brasilíska knattspyrnu- sambandið tilkynnti fyrr í þessari viku að kvennalið landsins myndi fá sömu greiðslur og karlaliðið fyrir landsliðsverkefni þeirra. Með því eru kvennalandsliðinu tryggðir sömu dagpeningar en þær fá einnig sömu bónusgreiðslur og karlaliðið, takist þeim að vinna HM eða Ólympíuleikana. Marta, ein besta knattspyrnukona allra tíma, hefur barist fyrir réttindum kvennalandsliðsins undanfarin ár og tók brasilíska knattspyrnusam- bandið stórt skref í rétta átt með þessari ákvörðun. Enska knattspyrnusambandið brást við þessum fregnum með því að benda á að slíkt hefði verið uppi á teningnum þar frá því í janúar fyrr á þessu ári. Rúm tvö ár eru liðin síðan KSÍ tilkynnti að íslenska kvennalands- liðið myndi fá sömu bónusgreiðslur greiddar og karlalandsliðið í lands- liðsverkefnum. Þá hafa dagpening- arnir verið þeir sömu í karla- og kvennalandsliðinu í nokkur ár. Aðrar þjóðir hafa verið að færast í þessa átt undanfarin ár en banda- ríska kvennalandsliðið fór með baráttu sína fyrir bættum kjörum fyrir dómstóla þar í landi. – kpt Brassar boða jafnar greiðslur FÓTBOTI Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmark vörður í k natt- spyrnu, snéri aftur inn á völlinn fyrr í þessari viku en hún hefur verið fjarri góðu gamni í sjö mánuði eftir að hafa fætt tvíbura í heiminn. Guð- björg spilaði þá með U-19 ára liði Djurgården en leikurinn var aðeins á undan áætlun hjá henni. Raunar eru 16 mánuðir síðan Guðbjörg lék með aðalliði Djurgår- den en hún fór í aðgerð vegna þrá- látra meiðsla í hásin í maí á síðasta ári. Það var svo í febrúar fyrr á þessu ári sem tvíburarnir komu í heiminn. „Mér fannst þetta ekki eins merkilegt og fólkinu í kringum mig fyrir leikinn og strax eftir hann. Þegar ég pæli í því núna er þetta samt auðvitað viss áfangi í átt til þess að komast aftur í boltann af fullum krafti. Það eru tvær vikur síðan ég byrjaði að æfa með liðinu en ég hef haldið mér í góðu líkam- legu formi eftir að ég jafnaði mig eftir aðgerðina á hásininni,“ segir Guðbjörg í samtali við Fréttablaðið. „Ég er mjög góð í skrokknum og er betri í dag en áður en ég fór í aðgerðina. Líkamlega formið er allt að koma til og þetta er allt í rétta átt. Það er hins vegar tvennt ólíkt að æfa ein með markmannsþjálfara eða í líkamsræktarsalnum en að æfa með liðinu og spila leiki. Það var smá stress í mér í upphafi leikins þegar ég átti að taka langar spyrnur og annað en svo kom þetta bara fljótt og ég komst vel frá leiknum,“ segir markvörðurinn þaulreyndi. „Planið var að vera orðin klár í að spila með aðalliðinu eftir mánuð um það bil. Við erum enn þá með þann tímapunkt í huga. Við erum með tvo góða markmenn fyrir utan mig þannig að það er ekkert verið að drífa sig um of að láta mig spila með aðalliðinu. Aðstæður eru líka þann- ig með tvíburana svona unga að ég treysti mér ekki til þess að spila alla leiki eins og staðan er núna og það væri til dæmis erfitt að fara í úti- leiki núna þar sem ég þyfti að vera í burtu frá þeim í nokkra daga,“ segir þessi 35 ára gamli leikmaður. „Þessa dagana finnst mér bara svo æðislega gaman að vera farin að æfa fótbolta aftur og geta mætt á æfingar þannig að aðaláherslan hjá mér er bara að bæta líkamlega formið jafnt og þétt næstu mánuð- ina. Ég mun svo berjast fyrir stöðu minni þegar ég verð komin í mitt besta form á nýjan leik. Ég renn út á samningi hjá Djurgården eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur og ég mun skoða mína stöðu í janúar og hvað ég ætla að gera í framhaldinu,“ segir hún en Djurgården er eins og sakir standa í sjöunda sæti af tólf liðum í sænsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn toppliði deildarinnar, Rosengård, á sunnu- daginn kemur. Fram undan eru svo tveir leikir hjá íslenska landsliðinu í undan- keppni EM á móti Lettlandi og Sví- þjóð en þeir leikir fara fram dagana 17. og 22. september á Laugardals- vellinum. „Ég hef ekkert rætt við Jón Þór [Hauksson] um þessa leiki og raunar ekkert talað við hann síðan hann óskaði mér til hamingju þegar tvíburarnir komu í heiminn. Þetta kemur bara í ljós þegar hópurinn verður valinn fyrir þessa leiki. Það væri mjög gaman að geta spilað við Svía þar sem ég er orðin hálf- gerður Svíi eftir að hafa búið þar svona lengi og komið mér vel fyrir í sænsku samfélagi,“ segir Guðbjörg sem er í sambúð og á tvíburana með sænsku knattspyrnukonunni Miu Mjalkerud. Miðað við það sem Guðbjörg segir um að stefnan sé að vera farin að spila með aðalliði Djurgården eftir mánuð mætti leiða að því líkum að Jón Þór gefi henni frí í komandi leikjum og endurkoma hennar með landsliðinu verði svo í útileik Íslands á móti Svíum sem leikinn verður á Gamla Ullevi 27. október næstkomandi. Ísland og Svíþjóð tróna á toppi riðilsins en liðin eru bæði með fullt hús stiga eftir að hafa leikið þrjá leiki. hjorvaro@frettabladid.is Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, slær hér boltann frá marki sínu. MYND/DJURGÅRDENHANDBOLTI Stjórn HSÍ fundaði í gær með formönnum liðanna til að útlista regluverk fyrir tímabilið ef kórónaveirufaraldurinn stöðvar mótshald í íslenskum handbolta á ný. Fyrstu keppnisleikir vetrarins eru um helgina þegar Meistara- keppni HSÍ fer fram í Origo-höllinni með viðureignum Fram og Þór/KA í kvennaf lokki og viðureign Vals og ÍBV í karlaflokki. Von er á reglu- gerð frá HSÍ á næstu dögum þar sem málið er útlistað nánar. Tillögurnar sem lagðar voru fyrir félögin eru líkar þeim sem tíðkast hjá öðrum sérsamböndum. Sam- kvæmt því sem HSÍ leggur fram verður hægt að krýna deildar- meistara eftir 2/3 leikja tímabilsins svo lengi sem öll lið eru búin með álíka marga leiki. Þá er lagt til að leikjum sé frestað ef fjórir af fjórtán leikjahæstu leik- mönnum liðsins eru í sóttkví. – kpt Leggja línurnar fyrir veturinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.