Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 11
REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR REYKJANESBÆR SELFOSS AKRANES
KLÁRAST UM HELGINA!
Mér finnst framhaldsskóla-nemar verðskulda mikla aðdáun okkar hinna um
þessar mundir, og hvatningu. Ég
held að margir deili þeirri skoðun
að framhaldsskólaárin séu einhver
þau skemmtilegustu á lífsleiðinni.
Vinasambönd verða til sem endast
út ævina, alls kyns furðuleg uppá-
tæki og tilraunastarfsemi á flestum
sviðum mannlegrar tilvistar
eiga sér stað og verða tilefni til
upprifjunarhláturroka á endur-
fundum síðar meir. Hjá mörgum
eru framhaldsskólaárin brunnur
minninga sem hægt er að sækja í
endalaust. Þarna glittir í að fólk
verði fullorðið. Þetta eru svokölluð
mótunarár og þó ekki auðnist
öllum að blómstra á þessu skeiði
lífsins, þá hafa þau engu að síður
gildi fyrir flesta sem slík: Árin sem
gerðu mann.
Frelsið eykst. Sjálfsvitneskja og
veraldarvitund eykst í réttu hlut-
falli við mistökin sem maður gerir
og árangurinn sem maður nær. Ég
man enn þá tilfinninguna þegar
fyrsti dagurinn minn í mennta-
skóla rann upp einhvern tímann á
síðustu öld. Þessi sérstaki kvíða-
blandni spenningur sem einkennir
ætíð fyrstu skóladaga heltók mig
sem aldrei fyrr. Ég man enn þá
hvernig samnemendur mínir litu
út. Ég man stemmninguna. Lykt-
ina. Litina. Svo hófst ævintýrið.
Því miður hefur árans veiran
gert það að verkum að þetta
haustið upplifa framhaldsskóla-
nemar ekki svona upphaf. Verk-
lagið er misjafnt eftir skólum en
flestir þurfa að stunda fjarnám í
tölvunum sínum heima, og ef það
má mæta í skólann verða nem-
endur eins og dóttir mín að sitja
með metra millibili í afkáralegum
vandræðaleika í sömu stofunni
allan daginn. Ég vona að þessi
árgangur muni í framtíðinni, á
sínum endurfundum, líta til baka
og finna einhverja gleði í því að
rifja upp þessa óvenjulegu reynslu
sem verður vonandi einungis
þeirra.
Einhvern tímann hlýtur þessu
jú að linna og framhaldsskóla-
nemar geta fengið aftur böllin
sín, frímínúturnar, matsalina,
klúbbastarfið, hangsið, hópverk-
efni í raunheimum, ferðirnar,
bíóin, tónleikana, leiklistina,
sessunautana og allt þetta smáa
og stóra sem einkennir almenni-
legt framhaldsskólalíf. En á
meðan á þessu stendur er myndin
vissulega raunarleg: Ungt fólk í
blóma lífsins eitt heima hjá sér á
náttfötunum í tölvunni frá átta
til þrjú að horfa á dæmi, glærur
og kennara að tala í lélegri birtu. Í
miðri farsótt.
Þetta er alls ekki nógu gott.
Þegar þessu kóvitaástandi lýkur
á þetta unga fólk skilið eitt-
hvað mjög skemmtilegt. Umbun
og virðingu. Að lífið verði fjör.
Án þess að maður vilji fara of
mikið fram úr sér í rómantík og
óraunsæi, þá mætti til dæmis
hugsa sér að kannski verði einn
dagur án heimaverkefna einhvern
tímann á misserinu, þegar veiran
verður farin. Nei, ég segi svona.
Grínlaust mætti hugsa sér að
þessir tímar gætu nýst til þess að
hugsa ýmislegt í framhaldsskóla-
kerfinu upp á nýtt. Eitt truf lar mig
og aðra. Það hefur einkennt hinn
íslenska framhaldsskóla mjög
hversu margir kjósa að hætta í
honum. Nemendur f losna upp úr
Framhaldsskólanemar
Guðmundur
Steingrímsson
Í DAG námi í stórum stíl.Hverju sætir? Ég aðhyllist
kenningu. Horfandi á nemendur
í fjarkennsluleiðindunum finnst
mér kenningin birtast mér skýrar
en áður. Við segjum á hátíðar-
stundum og í inngangi að stefnu-
plöggum að framhaldsskólinn eigi
að vera sveigjanlegur og að þar
eigi nemendur að geta stundað
nám við sitt hæfi og í samræmi við
áhugasvið sitt. Þessu er ekki fylli-
lega að heilsa. Sveigjanleikinn er
í orði kveðnu, en ekki í raunveru-
leikanum. Þar liggur hundurinn
grafinn.
Allir skulu læra íslensku, ensku,
stærðfræði, eitt Norðurlanda-
mál, þriðja tungumálið og fara í
íþróttir. Þar með er hann fokinn
út í veður og vind, sveigjanleikinn.
Unnvörpum gefst ungt fólk upp,
sem kannski hefur mikinn áhuga
á listum en engan á stærðfræði,
eða mikinn á stærðfræði en engan
á dönsku. Ef pælingin er að fólk
stúderi þessi skyldufög heima í
fjarkennslu í ofanálag er ekki að
sökum að spyrja. Líklegt er að
hugurinn leiti á önnur mið. Það er
afrek, finnst mér, ef hann gerir það
ekki.
Ég skil ekki þessa stefnu. Af
hverju þarf ungur einstaklingur
sem lært hefur góðan grunn í svo-
kölluðum grunnskóla að halda
áfram að læra grunn? Af hverju
þarf efnilegur stærðfræðingur
að verja miklum tíma í að læra
þrjú tungumál til viðbótar við
íslensku? Er ekki hægt að læra
þau seinna ef áhugi er á því? Af
hverju stöðvum við ungt fólk í
námi, drepum áhuga þess, með
kröfum um að þau læri eitthvað
sem kemur þeim afskaplega lítið
við, á meðan þau gætu í staðinn
blómstrað á áhugasviði sínu?
Sumar þjóðir leyfa 16 ára ungu
fólki að velja sér þrjú, fjögur
áhugasvið, og læra bara þau. Hvers
vegna gerum við ekki það? Ég er
viss um að þá myndu fleiri öðlast
alls konar fjölbreytta menntun á
endanum, og námið yrði skemmti-
legra, jafnvel í heimsfaraldri.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0