Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 8
800 kílógrömm af geislavirkum úrgangi eru innan í flaki K-159 sem liggur á botni Barentshafs. Lítill leki getur valdið ómældum skaða á lífríki. MYND/GETTY
RÚSSLAND Vladímír Pútín Rúss-
landsforseti hefur fyrirskipað að
tveir kjarnorkukafbátar frá tímum
Sovétríkjanna verði sóttir af hafs-
botni Norður-Íshafsins. Þar hafa
þeir legið grotnandi í fjöldamörg ár
og skapað hættu á stórfelldu kjarn-
orkuslysi í hafi.
Annar kaf bátanna er K-159,
smíðaður árið 1962 og tekinn úr
notkun árið 1989, skömmu fyrir fall
Sovétríkjanna. Kafbáturinn bilaði
nokkrum sinnum og var óþéttur
og illa haldið við. Þegar verið var að
flytja hann til förgunar í Múrmansk
árið 2003 slitnaði hann frá og sökk til
botns í Barentshafi með níu manns
innanborðs sem létust skömmu
síðar. Innanborðs eru 800 kíló af
kjarnaúrgangi.
Hinn er K-27, smíðaður árið 1958
en tekinn úr notkun árið 1979, en
hann var hannaður til þess að elta
uppi aðra kjarnorkukaf báta. Til-
raunastarfsemi var gerð með kjarna-
ofnana í bátnum en hann var loks
tekinn úr umferð vegna kostnaðar.
Árið 1982 var báturinn loks dreginn
út á Karahaf, norðan við Síberíu,
og sökkt þar í trássi við alþjóðalög
um losun kjarnaúrgangs. Skoðanir
hafa sýnt að báturinn lekur ekki
en sérfræðingar segja hann tifandi
tímasprengju sem gæti haft skelfileg
keðjuverkandi áhrif á Norður-Íshaf-
ið og lífríkið þar.
Stórt kjarnorkuslys út frá strönd-
um Rússlands myndi hafa verulega
skaðleg áhrif á efnahag landsins.
Þarna liggja gjöfulustu fiskimiðin
sem gera Rússa að stórleikanda í
sjávarútvegi heimsins.
Þess utan hafa málefni norður-
slóða fengið aukið vægi í heims-
pólitíkinni í ljósi hlýnunar jarðar
og þeirra tækifæra sem opnast í
skipaumferð um Norður-Íshafið.
Rússar eru í harðri samkeppni við
Bandaríkjamenn og Kínverja um
yfirráð á þessu svæði. Tímasetningin
á aðgerðunum er sennilega engin til-
viljun því Rússar taka brátt við for-
mennsku í Norðurskautsráðinu.
Með því að sækja K-159 og K-27 er
verkefninu hvergi nærri lokið. Eftir
fall Sovétríkjanna unnu Rússar að
því með vesturveldunum að taka
í sundur 197 kjarnorkubáta, sem
margir lágu ryðgandi og lekandi
úrgangi úti í sjó.
Alls liggja 19 kjarnorkudrifnir
rússneskir bátar og skip af einhverju
tagi á hafsbotni, f jórtán stakir
kjarnaofnar og þúsundir annarra
hluta sem gefa frá sér geislavirkni-
mælingu. Um 90 prósent af heild-
arúrganginum eru í sex hlutum, kaf-
bátunum tveimur, þremur ofnum úr
kafbátum og einum ofni úr ísbrjótn-
um Lenín sem nú liggur við bryggju í
Múrmansk og er opinn almenningi.
Til stendur að sækja alla þessa hluti
á næstu tólf árum.
Norðmenn hafa lýst miklum
áhyggjum af kafbátunum tveimur
enda mikið í húfi fyrir þeirra eigin
f iskimið. Hafa Norðmenn því
aðstoðað Rússa við rannsóknir á
bátunum og tekið að sér að mæla
geislavirkni þar um kring og í líf-
verum. Ekkert hefur enn þá fund-
ist sem bendir til leka en talið er að
tímaramminn til að bregðast við
og forðast stórslys sé 10 til 30 ár.
Meira að segja lítill leki gæti haft
voveiflegar afleiðingar fyrir lífríkið
og sjávarútveginn. Enn þá banna
20 lönd innflutning á japönskum
sjávarafurðum eftir kjarnorkuslysið
í Fukushima árið 2011.
Þetta verður þó langt því frá
auðvelt eða ódýrt verk. Búast má
við að það kosti tugi eða hundruð
milljarða króna og tímaramminn
á hverju ári er aðeins þrír eða fjórir
mánuðir vegna veðurs. Þá er verk-
efnið gríðarlega áhættusamt fyrir
þá sem koma að því og vandasamt
að sækja bátana án þess að þeir
skemmist og byrji að leka. Með
hverju árinu aukast líkurnar á því.
Að öllum líkindum mun þurfa að
smíða sérstakt skip til þess að sækja
bátana.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Sækja kafbáta af hafsbotni til
að afstýra stóru kjarnorkuslysi
Rússar hyggjast sækja tvær tifandi tímasprengjur sem liggja á botni Norður-Íshafsins, kjarnorkukafbát-
ana K-159 og K-27 frá tímum Sovétríkjanna. Tímaramminn til að sækja þá er talinn 10 til 30 ár áður en
þeir byrja að leka geislavirkum úrgangi út í hafið og menga þar með gjöful fiskimið Rússlands og Noregs.
K-159 sökk á leið í
förgun árið 2003 með níu
manns innanborðs.
Prófaðu
frítt í
mánuð
Sumt er alveg
óþolandi!
Eins og að farsímaáskri
sé ekki með í heimapakka
Vertu með AlltSaman hjá Nova! Eitt verð fyrir
ótakmarkað net heima, í farsímann, snjalltækin
og úrið fyrir alla á heimilinu.
nova.is/AlltSaman
FÉLAGSMÁL Ríkisstjórnin hefur
veitt lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu 15 milljóna króna styrk
sem ætlaður er til að sinna auknum
forvörnum og stuðningi við ung-
menni í viðkvæmri stöðu.
Áhyggjur hafa verið uppi um
áhrif heimsfaraldursins á líðan og
félagslegar aðstæður ungmenna.
Einnig eru áhyggjur af of beldis-
brotum meðal ungmenna en mörg
dæmi eru um að ungmenni dreifi
myndböndum af sér og öðrum beita
of beldi á samfélagsmiðlum.
„Við vitum að þau börn og ungl-
ingar sem eru í viðkvæmri stöðu eru
líklegri til þess að sæta vanrækslu,
félagslegri útilokun, neyta fíkniefna
eða verða fyrir ofbeldi vegna þeirra
áhrifa sem faraldurinn hefur haft,“
segir Ásmundur Einar Daðason ráð-
herra. – ab
Auka forvarnir
og stuðning
við ungmenni
Ásmundur Einar
Daðason, félags-
og barnamála-
ráðherra
KÓPAVOGUR Bæjarráð Kópavogs
ræddi hópamyndanir í grunnskól-
um á kvöldin á fundi sínum í gær.
Í bókun kemur fram að lögreglan
hafi gert grein fyrir því að löggæsla
hefði verið aukin í efri byggðum
Kópavogs. Þá hefur Kópavogsbær
aukið gæslu Securitas við skólana
ut an opnunar tíma. Samst ar f
gæsluaðila við foreldra með for-
eldrarölti hefur verið eflt til muna
og áréttað var að myndavélaeftirlit
skilaði árangri auk bættrar lýsingar
við skólabyggingar.
Stutt er síðan að greint var frá
hópamyndun í Kórahverfinu þar
sem unglingar fara á skellinöðrum
og öðrum farartækjum á miklum
hraða um göngustíga. Væri ástandið
orðið mjög slæmt. Börn þorðu ekki
lengur út að leika vegna skálm-
aldarinnar sem ríkir í efri byggðum.
– bb
Löggæsla efld
í efri byggðum
Kópavogs
4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð