Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 5

Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 5
H V Ö T 3 Ástæðurnar eru margar og e. t. v. fleiri og fjölþættari en við gerum okkur ljóst í fljótu bragði. Fyrst er það hin hömlulausa áfeng- issala, sem sjálft ríkið stendur fyrir. Þangað má rekja frumorsakirnar. Það er beiskur sannleikur, að ís- lenzka ríkið skuli lifa á vesöld þegna sinna, skuli standa fyrir slíkri niður- rifsstarfsemi sem sölu áfengra drykkja, er sviptir þjóðfélagsþegnana skyn- semi og gerir þá að öskrandi villidýr- um eða spýjandi úrþvættum. Og þetta er talinn ómissandi liður til að hægt sé að afgreiða hallalaus fjárlög. Okkur verður ósjálfrátt á að spyrja: Hvar er það ríki statt, sem lifir á því að eyðileggja þjóðfélagsþegriana, rífa niður í stað þess að byggja upp og elur upp áfengissjúklinga í stað heilbrigðrar og bindindissinnaðrar æsku? Það er sorglegt að verða að viður- kenna þetta, en íslenzka ríkið hefur þessa skemmdaverkastarfsemi að einu helzta lífsviðurværi sínu. Ég tel, að meðan ríkið stendur fyrir ótakmarkaðri áfengissölu, sé engra úr- bóta von. En það er margt fleira, sem taka verður til athugunar. Eitt af því er afstaða almennings til áfengis. Hið hlautlausa og andvaralausa al- menningsálit, sem hér hefur þróazt, gegnsýrt hinum rotna hugsunarhætti hófdrykkjumannsins, er hættulegt. Það stuðlar óbeint að viðhaldi áfengisbölsins. Almenningsálitið er ekki heilbrigt, nema það sé á móti áfengisnautn. Færri myndu drekka, ef það þætti vanvirða. En nú er álit alls þorra almennings það, að það sé ekki annað en sjálf- sagður og eðlilegur hlutur að sjá annan hvern mann drukkinn á samkomum. Þetta álit stafar fyrst og fremst af hinum lævíslega áróðri hinna svoköll- uðu hófdrykkjumanna, þeirra, sem oftast leiða æskumennina út í það að súpa fyrsta sopann. Frá þeim hefur æskan fyrirmynd- ina. Það fer enginn að drekka af löng- un til að standa í sporum ofdrykkju- mannsins nema sá, sem haldinn er óstöðvandi sjálfseyðileggingarhvöt. En hófdrykkjumanninum vilja marg- ir líkjast. Þar er maður, sem drekkur til að verða glaður og reifur. Æskumenn, sem haldnir eru feimni, eygja þarna oft leið til að losa sig undan áhrifavaldi hennar. Þeir vita ekki, að gleði hófdrykkju- mannsins er ekki sönn gleði, heldur augnabliksæsing af völdum eitursins. Þeir vita ekki, að þeir eru að ganga ægilegum bölvaldi á hönd, sem e. t. v. verður ekki hægt að losa sig und- an síðar. Það hvílir þung sök á þess- um hófdrykkjumönnum, því að þeim er fullljóst, hvað þeir eru að gera. En þeir þykjast ekki geta að því gert, ef einhver, sem þeir hafa leitt út í að súpa fyrsta sopann, lendir í óreglu og drykkjuskap. En það er ekki nóg að telja upp orsakirnar. Það þarf að finna ráð til úrbóta. Við höfum reynsluna af hinu marg- umtalaða frelsi í áfengismálunum.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.