Hvöt - 01.03.1953, Side 9

Hvöt - 01.03.1953, Side 9
H V Ö T 7 nánu tengslum, sem við nú höfum við aðrar þjóðir. Ef miða ætti við viðhorf dagsins í dag, myndi ég t. d. telja, að kvik- myndir þær, sem hér eru sýndar með útlendum textum, væru margfalt hættulegri fyrir íslenzka tungu heldur en herlið það, sem hér dvelur. A hinn bóginn gæti svo farið, ef það ástand verður áfram um langt árabil, sem nú er í heimsmálunum, að seta er- lends herliðs gæti orðið langvarandi hér á landi. Þá má enginn Islending- ur loka augunum fyrir þeirri hættu, sem íslenzkri tungu getur stafað af því, að í hinu fámenna landi okkar sé hópur manna, sem mælir aðra tungu en þjóðin sjálf, og það tungu, sem sífellt berst að eyrum þjóðarinnar eftir ýmsum öðrum leiðum jafnframt. Þá snúum við okkur til sr. Emils Björnssonar: 1. Þessari spurningu er ekki unnt að svara svo mark sé á takandi nema í löngu máli og af mikilli þekkingu og glöggum skilningi á því, sem um er spurt. Hér er ekki rúm fyrir rit- gerð, enda er ég ekki bókmenntafræð- ingur. En ætti ég sem leikmaður í þeim fræðum að benda á einhver almenn einkenni nútímaskáldskap- ar á íslandi, myndi ég nefna fálm og hik í forms- og efnisvali; strúts- háttinn gamla, að stinga höfðinu í sandinn, flóttann frá veruleikanum; tilbúinn áhuga á því, sem tómt mál er að tala um, það er að segja sann- færingarskort; laus tengsl við þjóð- legar bókerfðir, og loks tilfinninga- skort, skáldin kenna ekki til í storm- um sinnar tíðar sem skyldi. Frá þess- um einkennum eru að sjálfsögðu til heiðarlegar undantekningar, og kem- ur mér þá fyrst í hug hið unga skáld Þorsteinn Valdimarsson. 2. Ég efast um, að hægt sé að tala um bindindisfræðslu í skólum almennt eins og er. En þá fræðslu þarf að taka upp, fá hina fróðustu menn, lækna og aðra vísindamenn, til að fræða um skaðsemi áfengis, bæði hvað heilbrigði varðar, almennt öryggi og félagslíf. Að auki þarf að taka upp útvarpsfræðslu í þessum efnum. Ég hef mikla trú á hlutlausri fræðslu um áfengi, en tak- markaða trú á heitum bindindisræð- um. Ekki vegna þess að það sé ekki ástæða til að ýmsum hlaupi kapp í kinn gagnvart áfengi, heldur vegna þess að rökum vísindanna er erfið- ara að mótmæla, og þau mæla öll gegn áfengisnautn. Hlutlaus fræðsla um skaðsemi áfengis er öflugt vopn í baráttunni gegn því. 3. Það ætti ekki að þurfa að svara þessari spurningu, það eru allir sam- mála um það, að hersetan hafi áhrif á íslenzka tungu, og er erfitt að hugsa sér, að þau áhrif geti verið bætandi, nema þá að litið væri á enskuna sem göfugra mál, sem nota mætti sem bætiefni í íslenzkuna. En í fullri al- vöru mælt mun naumast nokkur Is- lendingur líta þannig á málið. Að lokum skulum við hlýða á svar Gunnars M. Magnúss: 1. Við lifum á stórbrotnum tímum, og öldurót breytinga og byltinga flæð- ir um allar jarðir. Sá, sem fæðist inn í þessa veröld um miðbik aldarinnar, er undarlega fjarri því umhverfi, sem aldamótamaðurinn ólst upp í, hvað

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.