Hvöt - 01.03.1953, Side 10

Hvöt - 01.03.1953, Side 10
8 H V Ö T þá 19. aldar kynslóðin. Skáldin eru venjulega á öldufaldinum og túlka hugsun og stefnu síns tíma, oft við hlið stjórnmálamannanna. A 19. öld- inni einkennist íslenzkur skáldskap- ur framar öðru af aðdáun á landinu og náttúrunni í samþættingi við minn- ingar um forna frægð. Ljóðaskáld- skapur 19. aldar einkennist því af ættjarðarljóðum og sögulegum kvæð- um. Þar áður voru tímar, sem ein- kenndust af trúarljóðum, sálmum og andlegum kveðskap. Á okkar tímum einkennist skáld- skapurinn af hugleiðingum um mann- inn. Náttúran á að vísu sterk ítök í öllum skáldum. En maðurinrl sem einstaklingur og félagsvera er framar öðru viðfangsefni flestra skálda síð- ustu áratuga. Það er umhverfi manns- ins, — barátta hans til stórra mark- miða, — volk hans í heimi stríðs og ógna og byltinga, — lóð hans á vogar- skálum félagsmála, tækni og fram- vindu. Ég tel, að sagnaskáldskapur þjóðarinnar og ljóðagerð standi nú í miklum blóma á háu stigi. Á síðustu tímum hafa verið skrifaðar xsl. skáld- sögur sambærilegar við fræg verk annarra þjóða, og íslenzk ljóðagerð hefur náð mikilli fegurð, þar sem bezt lætur. Að einu leytinu eigum við ekkert núlifandi leikritaskáld sem að kveður og stendur nútíma leikritun iarxgt að baki ljóðinu og skáldsögunni. Og þess má minnast, að hið langþráða þjóðleikhús hóf feril sinn með því að gera hið naprasta háð að íslenzkum ieikritahöfundum. 2. Mér er ekki fullkunnugt hvernig bmdindisfræðslu er nú hagað í skól- um landsins eða hvort sú fræðsla er í skipulögðu formi, svo að ég get ekki sagt hvort taka beri upp aukna bind- indisfræðslu. En ég tel, að bindindis- fræðsla sé hin viturlegasta stefna til þess að vinna gegn áfengisböli; — ég á þar ekki við, að nemendum sé hóað saman á tyllidögum einu sinni eða tvisvar á ári til að hlusta á bindind- isfyrirlestra; — ég hef í huga fræðslu í kennslustundum, þar sem nemend- ur eru þátttakendur í tilraunum og rannsóknum með áhöldum í sambandi við efnafræði, eðlisfræði og heilsu- fræði, — einnig með starfi úr hag- tíðindum, heilbrigðisskýrslum og öðr- um þjóðhagsfróðleik til þess að nem- endur geti af eigin raun séð og sann- að, hvernig vínneyzla hefur áhrif á hag einstaklinga og þjóðarinnar í heild með sóun verðmæta, tíma og orku. Þetta geta nemendur sýnt með línu- ritum, töflum og teikningum ásamt skýringum í stílum og ritgerðum. Ég er á móti banni í flestum tilfellum, en treysti þeim mun meira á vitrænar ályktanir einstaklinga, er spretta úr jarðvegi þekkingar og persónulegri at- hugun og reynslu. 3. Ég álít, að seta erlends herliðs á Islandi hafi margs konar skaðleg áhrif á þjóðlíf okkar, og löng herseta steypi þjóðerninu í glötun, svo að gjörsamleg tortíming blasi við, er stundir líða. Það gerist með þessum hætti: íslenzkir forráðamenn, sem hafa gerzt samþykkir setu erlends her- liðs í landinu á friðartímum, leiðast til óeðlilegra samskipta við hið er- lenda herveldi, vingast við herinn og taka málstað hans, þégar í hart slær milli íslenzks málstaðar og hersins. Þetta er upphaf sljóleika og undan- *

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.