Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 11

Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 11
H V Ö T 9 látssemi. Þvínæst verður sífellt meiri íhlutun herveldisins á fjármál lands- ins, atvinnulíf, verzlun, hagnýtingu á auðæfum landsins, á utanríkismál og stjórnmál innanlands. Samfara þessu eykst sljóvgunin fyrir sjálfstæði lands- ins, en hugsunin um varanlegt sam- band við herveldið magnast, sem lykt- ar með því að ísland verði eitt stjörnumerki í fána herveldisins. Og meðan þetta gerist rýrnar dag frá degi áhugi fyrir þjóðlegum arfi og tungan slævist, svo að þeir tímar koma, að við hérna heima „krossum strítuna“, eins og frændur okkar og vinir, Vestur-Islendingar, gerðu brátt, þegar þeir þurftu að ganga yfir stræt- ið. Nú er vestur-íslenzka þjóðarbrotið drukknað í ensk-ameríska orðaflóð- inu, aðeins fáir einstaklingar berast um á flekum, og þeirra bíður hin eina landtaka. —— Hér heima eru uggvæn- leg teikn á lofti og mörg. Ég gæti nefnt þau, ef rúm leyfði, en vil að- eins nefna útvarp hersins, sem í and- stöðu við landslög vælir á Keflavíkur- velli frá morgni til kvölds og seilist til æskulýðsins með lævísi, en hæðir og lítilsvirðir þjóðina með því að leika: Ó, guð vors lands í dagskrár- lok. — Já, ég óttast spillandi áhrif hersins á hugsunarhátt þjóðarinnar, tungu hennar, menningu alla og sjálf- stæði. Þess vegna leyfi ég mér að ávarpa heiðraða lesendur þessa rits, skólaæskuna, með hvatningarorðum um að standa á verði gegn hinni gíf- urlegu hættu, sem okkur stafar af her í landinu. Minnizt þess, að með ykkur sameinuðum gegn hersetunni, sigrar hinn íslenzki málstaður. Gu'ðbergur Bergsson Kennarask.: TVÖ KVÆÐI AUSTURLENZKT ÆVINTÝRI Himinninn geymir þúsundir stjarna. Ég á eina, þú og ég, eina stjörnu. Við. Heimurinn, eina stjörnu meðal milljóna. Við sátum saman i húminu í slcugga pálmanna og horfðum á guð kveikja á stjörnunum, og þú hvíslaðir: Það er svo erfitt að elska og hata, að lifa er hættulegra en deyja, í skugga pálmanna um stjörnunótt. VORNÓTT Óttunnar þögn i vorbláum, litlausum himni, þú djúpa kyrrð, þegar Iitlaus vornóttin kemur í djúpum svefni með döggvuð strá í túni. Og hafdjúpsins niður, sem hefst, hnígur og deyr er: annarlegt hljómhaf í djúpu hafi óttans. — Á svörtum þangvöxnum steinum skolast löðrið að eilífu. Vornótt, þegar þögnin vakir og Ijósið leitar undan fargi vetrarins út í formlausa draumóra vornæturinnar,

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.