Hvöt - 01.03.1953, Síða 15

Hvöt - 01.03.1953, Síða 15
H V ö T 13 heilsumissi og heimilisböli. En þó að vínið sé ef til vill reynsluskóli fyrir karlmenn, getur það naumast átt við um kvenfólk. Ekkert er ókvenlegra en að drekka vín, og vil ég sem minnst um víndrykkju kvenna tala. Um áfengisneyzlu æskufólks vil ég segja það eitt, að ég tel hana hvorki til bóta né prýði. Dansleikir og aðrar samkomur geta verið með engu minni gleðibrag, þó að áfengið sé utan dyra. Ég hygg flesta munu geta verið sam- mála um það, að unglingarnir taka ekki vínpelann með sér á skemmt- anir til þess eins að auka á glaðværð- ina, heldur öllu fremur til að öðlast þann kjark, sem þá skortir. Og svo ekki meira um það. Um tóbakið gegnir nokkuð öðru máli en um vín, það er líka eitur, en í minna mæli. Þá skiptir það og miklu máli, að tóbakið rænir menn sjaldan viti. Tóbaksneyzla er að mínum dómi aðeins leiður vani, sem á rætur að rekja til einhvers konar feimni eða ósjálfstæðis manna. Flestir unglingar byria að reykja til þess að fylgjast með, ef svo mætti segja, eða vera „eins og menn“. Þeir virðast á einhvern hátt öruggari og sjálfum sér nægri, ef þeir geta handfjallað vindl- ing og blásið frá sér reyk. Ef þetta leikfang er tekið af þeim, er líkt og þeir séu afvopnaðir. Hygg ég þetta sálræna atriði, ef mér leyfist að nota slíkt orð, sé jafnvel meiri þrándur í götu þeirra, sem vilja hætta að reykja, en sjálft nikótín-eitrið. Rjúk- andi vindlingur í munni er ekki prýði á neinum æskumanni, karli eða konu. Hins vegar veldur hann margs konar óþægindum: þungu stofulofti, ösku á hillum og syllum, að ótöldum bruna- götum á. dúkum og teppum. Sagan greinir einnig, að þessir meinlausu rjúkandi vindlingar hafa valdið mikl- um eldsvoðum, eignatjóni og jafnvel eyðingu heilla skóga. Tyggigúmmí-jórtrið er náskylt reyk- ingunum. Það er raunar meinlausara, en það minnir svo óþægilega á vissan dýraflokk, að þeir, sem það stunda, glata drjúgum skerf af virðingu sinni. Hver getur dáð það karlmenni, sem gengur japlandi um götur borgarinn- ar eða jafnvel í þéttskipuðum sam- kvæmum? Ég fyrir mitt leyti fyllist vorkunnsemi í garð þeirra, og vildi ég gjarnan geta vísað þessum fórnar- dýrum menningarinnar á nálægarusla- körfu. 1 stuttu máli er allt þetta þrennt, sem ég hef talað um, leiðir lestir. A þeim er aðeins stigsmunur. Þeir eru misjafnlega skaðlegir fyrir sjálfa okk- ur og náungann. Kosturinn við þá er sá, að hver og einn æskumaður og kona getur hjá þeim sneytt og án þeirra verið. Hver veit Svör við spurningum á bls. 11: 1. 28. ágúst 1917 í Stokkhólmi. 2. Tómas Guðmundsson. 3. Ivar Aasen. 4. 1811—1886. 5. Sá, sem étur sjálfan sig. 6. Pólski augnlæknirinn Zamenhof. 7. Tryggvi Þórhallsson. 8. Þóra Gunnarsdóttir. 9. 130—140 sinnum. 10. Nýja Sjáland 1893.

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.